[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Effort Ég lagði baunir í bleyti í morgun, þykist ætla að rumpa af eins og einu baunawonderi í kvöld. Ég lét gabbast þegar ég sá öll tilboðin á grænmetinu í gærkveldi og verslaði í heila súpu. Þetta er svo hollt (eða það reynir maður að sannfæra sjálfan sig um...). Kannski ekki svo slæmt þegar maður borðar mjög lítið saltkjöt með. Í það minnsta fær maður einhver baunaefni í sig. Það hlýtur að vera hollt, líka alltaf mjög þægilegt þegar maður á mat til margra daga úti á svölum.
Ég smakkaði reykta langvíu áðan svakalega góða, ætla pottþétt að kaupa svoleiðis einhverntímann til að nota í forrétt. Svo fékk ég mér tvöfaldan espresso áðan líka - núna langar mig svo í annan bolla! Ég þarf greinilega að fara að dusta rykið af vélinni minni, það er orðið svo langt síðan ég fékk mér svona heima. Það er tær snilld að geta það, ég hef bara lifað mínu lífi með 10 mínútna delay undanfarið, hef verið of sein í allt eða hreinlega gleymt með öllu að mæta. Ég tók nú samt sameignina í gær - "bara" 2 vikum of seint.
Ég kem fram á nemendatónleikum í skólanum í byrjun mars og var að ákveða lögin sem ég tek, þetta verða þrjú lög, eitt 70´s, 80´s og eitt 90´s lag, þetta leggst vel í mig bara verður spennandi að vita hvernig kemur út, hlakka líka til að hlusta á samnemendur mína.
:: geimVEIRA:: kl. 14:28:: [+] ::
...