[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég fór áðan og borðaði á Jómfrúnni alveg frábæran mat, rauðsprettu og leverpostdej (eða hvernig sem það er skrifað) ég var alveg komin með fráhvarfseinkenni enda hafði ég ekki komið þangað síðan fyrir jól einhverntímann.
Já og ein lífslexía sem ég gleymdi að minnast á í gær og ég ber enn merki;
Note to self: Það er ekki sniðugt að ganga upp brattan hjólastólaramp í sleipum hælaskóm - jafnvel hættulegt.
Ég gerði tilraun til þess í gær því það var svo margt fólk í stiganum við hliðina og ég var eitthvað að flýta mér, en datt ansi illa og mjög hallærislega og er með marbletti DAUÐANS á leggjunum, ég rauk náttúrulega upp aftur og harkaði af mér en ég er með alveg risakúlu á öðrum leggnum og dökkfjólublátt mar og stóran marblett á hinum leggnum líka. Meira klúðrið! - ég var ekki einu sinni að húrra niður út af einhverju áfengisóráði (sem hefði náttúrulega verið enn fáránlegra), heldur út af hreinræktuðum klaufaskap. Skrýtið þegar maður tekur upp á svona klaufaskap á gamals aldri. Ég er að hugsa um að hætta þessu bara.
:: geimVEIRA:: kl. 17:48:: [+] ::
...