:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: fimmtudagur, nóvember 30, 2006 ::

Ú jé... fór á helvíti gott clinic hjá Chuck D úr Public Enemy í síðustu viku. Klár gaur, hafði margt gáfulegt að segja.

Á miðvikudagskvöldið fór ég svo út að borða og síðan í bíó á Borat með sænskum, portúgölskum og hawaískum vinum og kunningjum úr Berklee. Á fimmtudaginn var á Thanksgiving var mér boðið í mat heim til portúgalska parsins Nuno og Soniu, hann er gítarkaddl sem er í MP&E og hún er að taka master í grafískri hönnun. Við kjöftuðum heilmikið, en í hópinn bættist svissneskur gítarleikari, í matinn fengum við rétt sem ku heita "samkynhneigður kjúklingur" upp á portúgölsku (kjúklingur með hvítlauk og heilli sítrónu í rassinum) mjög kósí kvöld alveg. Síðan fórum við Nuno, Sonia og hinn sænski Niklas í leiðangur. Nuno hafði nefninlega planað að fara á tónleika með nafna sínum Nuno Bettencourt og bauð okkur með. Tónleikarnir voru í Hudson í voða fínu félagsheimili félags Portúgalskra innflytjenda á svæðinu. Við fengum okkur portúgalskan mat og bjór og heilmikið rokk í æð. Tónleikarnir voru fjölskyldutjútt Bettencourts og á svæðinu voru vinir hans og kunningjar, þ.á.m. hljómsveitarfélagi hans úr Extreme, söngvarinn Gary Cherone (var líka í Van Halen) sem söng með bandinu og þar sem þetta var nettur sveitaballafílíngur bara, náðum við myndum af karlinum, Nuno reyndar missti af nafna sínum, smá spæling þar.
More Than Words Þetta var heilmikið stuð bara, rosalega gaman að skipta um umhverfi. Nuno lánaði mér DVD með Lost, sem ég átti alltaf eftir að sjá, og sökkti ég mér í fyrstu seríuna um helgina og átti alveg frábært kósí með lappann uppi í rúmi í chilli. Veerí nææs!

Ég missti alveg sólarhringinn í rugl, enda komum við heim eitthvað um fjögurleytið eftir tónleikana, en allskonar verkefni og ritgerðir/fyrirlestur, útsetningar og próf eru þessa vikuna, heilmikil læti bara.

Í gær fór ég síðan á masterclass hjá Victor Wooten. Hann var alveg nettur á því bara, ekki eins inspiring eins og Chuck D um daginn samt, en fínn, ágætis tilbreyting að heyra um uuu.. two sided thumb slapping eða.. uuu hvað það heitir (ohh sorry Sigurdór.. híhíh). Ég fékk frían miða síðan á tónleika 8. des. en Marcus Miller ætlar að trylla lýðinn ásamt Berkladýrum. Jamm. Stuð.

:: geimVEIRA:: kl. 02:58:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, nóvember 23, 2006 ::

Nettettinn
Spilar á Pravda Bar, Austurstræti 22, fimmtudagskvöldið 23. nóv.

Gríðarlega hressandi funk, blús og acid jazz sem kveikir í sálinni á köldum vetrarkvöldum.

Tónleikarnir hefjast upp úr kl. 21:30 og er aðgangseyrir aðeins 500 kr.

Nettettinn skipa:
Ari Bragi Kárason - trompet
Sigurdór Guðmundsson - bassi
Kristján Tryggvi Martinsson - hljómborð
Jón Óskar Jónsson - trommur
sérstakur gestur: Andrés Þór Gunnlaugsson ? gítar.

Ég krefst þess að mætt verði vel á þessa tónleika fyrir mína hönd!

:: geimVEIRA:: kl. 05:51:: [+] ::
...
:: laugardagur, nóvember 18, 2006 ::
Thíhíhí

:: geimVEIRA:: kl. 01:22:: [+] ::
...
:: föstudagur, nóvember 17, 2006 ::
Yay!

"Dear Asa,

The Music Production & Engineering Department Selections Committee has completed its evaluation of your application for entrance to the department for Spring 2007. I am pleased to offer you admission to the Music Production & Engineering Program for the Spring 2007 semester. Congratulations!"



Ég er þá officially orðin dual major Berklakvikindi, en ég er líka komin með inngöngu í Performance Major... múhahahahahahha!


:: geimVEIRA:: kl. 18:02:: [+] ::
...
:)


:: geimVEIRA:: kl. 15:29:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, nóvember 15, 2006 ::
Martha rocks!



:: geimVEIRA:: kl. 16:52:: [+] ::
...
Cool

:: geimVEIRA:: kl. 05:45:: [+] ::
...

Ég á svona skó.

:: geimVEIRA:: kl. 03:25:: [+] ::
...
Ég veit ekki hvaðan það kemur, en mig langar svo að eiga uppskrift að eplaköku sem ég fékk í einhverju boði, held það hafi verið saumaklúbbur fyrir hundrað árum. Eina sem ég veit um hana var að hún var elduð í örbylgju og í henni voru salthnetur og kornflögur. Anyone? Anyone?

:: geimVEIRA:: kl. 00:46:: [+] ::
...
:: mánudagur, nóvember 13, 2006 ::
Bob Dylan var flottur í gær, hann var með 5 manna band með sér og spilaði á hljómborð og munnhörpu. Upphitunarbandið The Raconteurs var agalegt - ég hef ekki áður setið með fingur í eyrum (datt ekki í hug að taka eyrnatappana með á Dylan) þetta band var algjörlega með allt í botni, ekta svona dæmi að hækka í öllu frekar en spila vel, oh hvað ég var fegin þegar þeir hættu - why oh why fékk ég ekki Foo Fighters eins og þeir sem sjá karlinn í síðustu viku - það hefði ég fílað! Gaman að heyra karlinn taka All along the watchtower Tangled up in blue og Like a rolling stone, hér er setlistinn, ég vildi bara að ég hefði skilið hann betur, hann er nú ekkert alltof skýrmæltur blessaður, svoldið muddy sound hjálpaði ekki.

:: geimVEIRA:: kl. 18:11:: [+] ::
...
Stutthærða græna buxnaklædda konan
Nú er ég alveg fylgjandi því að hrista upp í hlutunum og finnst alveg ágæt pæling að hafa græna konu en ekki endilega grænan karl á gönguljósum, það sem böggar mig er hins vegar er að skipta þurfi um mynd og setja konuna í pils og eitthvað rugl... síðan hvenær varð baráttumál að konur væru í pilsi með sítt hár?
Frekar vildi ég sjá barist fyrir því að konur s.s. flugfreyjur fengju að klæða sig eftir veðri en að leggja í kostnað til að koma grænu konunum á umferðarljósunum í pils. En þetta er góð pæling, ég er sammála því, mér finnst bara ekkert segja að það sé ekki bara kona í buxum með stutt hár nú þegar á ljósunum.

:: geimVEIRA:: kl. 15:22:: [+] ::
...
:: sunnudagur, nóvember 12, 2006 ::
Jæja, ég er farin að sjá Bob Dylan.

Who'd've thunk it?

:: geimVEIRA:: kl. 23:32:: [+] ::
...
Já og ég vil íslenska málfræði.

:: geimVEIRA:: kl. 22:32:: [+] ::
...
:: laugardagur, nóvember 11, 2006 ::
Já og varðandi þessa frétt þá fór skólasystir mín á tónleika með Guns 'n Roses á fimmtudagskvöldið sem áttu að byrja kl. 20. Upphitunarbandið byrjaði kl. 21 og Guns 'n Roses byrjuðu að spila á miðnætti. Hún var þá sofnuð og svaf af sér alla tónleikana. Sumsé.. ekki búast við professionalism hjá G'nR.

:: geimVEIRA:: kl. 07:06:: [+] ::
...
Ég henti inn slatta af myndum sem ég hafði trassað að setja inn. Þær eru hér.

:: geimVEIRA:: kl. 07:03:: [+] ::
...
Vúhúú!
Ég er loksins búin í miðannarprófum. Mér gekk vel í hljómfræði, mjög illa í skriflega prófinu í groove writing, mjög vel með enskuritgerðina, illa í tónheyrn, vel í vocal improv... svo þetta var allt upp og niður svona þannig lagað. En á miðvikudaginn hitti ég undirleikarann minn því út af umsókn minni inn í performance deildina þurfti ég að mæta í áheyrnarpróf og ég náði að plata þennan líka fína píanóleikara með mér.

Undirleikarinn minn. Ok... ekki Chick Corea heldur hinn, hann heitir Uziel Colón:

Æfingin gekk rosavel bara og í gær var mætt á skrifstofu forseta söngdeildarinnar, Jan Shapiro. Svo kom nú barasta skattkennarinn sjálfur Bob Stoloff og við Uziel töldum í. Þetta gekk alveg þrælvel bara, ég tók Outkast og Sting og improviseraði þarna eitthvað út í móa (Stoloff búinn að vinna með McFerrin og frægur skattstjóri og svona úff - en hann er svo ljúfur gaur - þetta var allt í góðu), enginn smá munur að hafa líka almennilegan píanista með sér. Þau voru bara ánægð með mig og ég fékk uppáskrift inn í performance, svo ég veit ekki annað en ég sé komin inn. Svo dreif Uziel sig því hann var að fara að spila á stórtónleikum afro-cuban trommukennarans míns frá í vor, Eguie Castrillo, í Berklee Performance Center.

Í gær fór ég út að borða með Serenu í tilefni af afmæli hennar og svo fór ég á tónleikana sem voru fráááábærir! Eguie rammaði tónleikana mjög skemmtilega inn, en hann byrjaði á að sýna bíó sem sýndi þróun latin jazzins, með klippum frá USA og S-Ameríku í tímalínu, hann sást sjálfur baksviðs, hann grínaði heilmikið, hann er voða sniðugur karakter, og setti síðan í gang heljarinnar show með því að dixielandband gekk hægra megin og sambaband vinstra megin og spiluðu sig inn tónleikasalinn, með dansara sem ráku lestina. Svo spiluðu hóparnir saman uppi á sviði og hituðu þannig upp fyrir karlinn og hljómsveit hans, sem var bigband með meiru skipað kennurum og nemum við Berklee þ.á.m. var Greg Hopkins trompetleikari og "íslandsvinur". Hann sá um flestar útsetningar sem voru svakaflottar og Eguie var on fææjaaahhh á timbales.

Svo var kynntur til sögunnar bekkjarbróðir minn úr tónheyrn frá í vor, Pablo Pena, þá er hann bara svaka trommari (var sko ekki að meika tónheyrnina neitt svakalega greinilega hefur ekkert að segja híhíh - kannski er von fyrir mig). Greg tók svakasóló, það kom inn strengjasveit í einu lagi, gestasöngkona, og bara öllu tjaldað. Mjög skemmtilegir tónleikar.
Svo eftir þetta kíkti ég í kaffiteríu skólans, en þar var Tower of Power samspil skólans algjörlega að fönka þakið af húsinu. Mjög góð stemming en þetta var eitt af þessum skiptum sem það virkilega sýgur rass að vera bara 160cm. Ég sá ekki neitt en þetta var þrusuband ofan á ryþmasveit voru saxar, trompetar (uppí fokkíng rassgati), básúnur, 4 söngvarar (jafnvel fleiri sá allavega bara 4) þetta slagaði vel upp í 20 manns held ég. Svo fór ég bara heim.

:: geimVEIRA:: kl. 03:35:: [+] ::
...
:: sunnudagur, nóvember 05, 2006 ::
Ég var í fyrsta alvöru Berklee teitinu mínu nú í kvöld, sem var síðbúið hrekkjavökuteiti hjá söngpari sem býr með gítarAlbana. Ég ætlaði aldrei að koma mér úr húsi, var búin að vera voðalega lengi að ákveða hvenig ég lygi mig út úr búningamálum, verandi með allt sniðugt föndurdót og reddingastöff statt í 107 Reykjavík, en ég fór í apótekið og reddaði mér þokkalega, keypti mér bleika kanínudúkkur og mætti með ýkt meiköp, snuð og Bailey's í pela og var einhvers konar hybrid disco/ungbarnawhachamacallit og held það hafi komið sæmilega út alveg.

Ég mætti með nesti, þ.á.m. rauða Ópal snafspelann sem setið hafði ósnertur í félagsskapsskortinum mikla uppí hillu frá því að pabbi færði mér þessar veigar í vor.

Ég í stíl við átfittið tók með svona bleik Disney pappamál/snafsaglös og setti mig í samband við norska helming skandinavíska ofurbeibssöngparsins sem hélt partýið (hin er margföld bekkjarsystir mín, hún María frá Svíþjóð, þessa önn). Ég var í bekk (uuu tók fag.. hvað sem það heitir) með þeim í sitthvoru lagi og fílaði þær báðar í botn og ég komst að um daginn að þær eru par - brilliant!!! Eníveis... Þegar tíminn var metinn réttur af minni yndislegu norsku söngsnúllu Helenu, var allt liðið tekið í altarisgöngu í stofunni og Japanir, Albanar, Danir, Norðmenn, Svíar, Kanadamenn, Indverjar og Kanar drukku Rauðan Ópal með viðeigandi grettum og hóstasaftskommentum. Skitsóóbeib, Kapteinn Jack Sparrow, Michael Jackson, poki af Jellybeans, drottning, stórslysafórnarlamb, Marilyn Monroe, Borat, diskóungabarn, búningalausa sæta japanska söngkonan Keikó híhí ;), sjóræningi, Eurotrashdrottingin "Inga" og hvíta lygin voru helvíti hress bara, dansað var við allskyns steypu og þegar allt var eiginlega að verða búið voru hljóðfærin dregin út, gítarar og bassi plöggaðir inn, og tekið a.m.k. 2ja tíma djammsession sem var snilld.

Með fyrirvara um fyllerísrugl er ég jafnvel á leiðinni á æfingu á morgun hjá samspili sem sendi víst út neyðarkall um vókalista í kvöld. Svo ég held ég taki málverkið framan úr mér og drulli mér að sofa í þeirri veiku von að ég sé að fara að syngja í afrísku samspili hjá Joe Galeota á morgun. Ef ekki þá er ég með sjöþúsund önnur verkefni sem ég á að vera að gera og er í fokki með, en ég er alveg gáttuð hvað klukkið er margt allavega. Greinilega ekki spurning að Norðurlandabúar kunna partýhald ú jééah. Moðerfokk hvað ég er í vondum málum með heimalærdóminn á mogun.... djööööfull er ég megasátt við að að hitta loksins fólk hérna.

En já, þetta var BARA stuð, Ópal í boði pabba rokkaði svona líka þvílíkt og ég er búin að syngja á impromptu jammsessioni með Berklanemum og útskrifuðum í nettum hómífílíng. Wish mí more of ðííís yes :)

:: geimVEIRA:: kl. 09:32:: [+] ::
...
:: laugardagur, nóvember 04, 2006 ::
Be gone with it!

Ég var að kaupa miða á Justin Timberlake tónleika 6.febrúar! Fékk miða á frábærum stað og alles!

:: geimVEIRA:: kl. 17:12:: [+] ::
...
Ég hermi eftir Snerlinum eins og Sigurdórinn....

The Soundtrack of my life?
(as seen on snerill.com)

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

So, here?s how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that?s playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don?t lie and try to pretend you?re cool?


Opening Credits: "But Not For Me" - Lisa Ekdahl
(Á vel við mig þessa dagana - en ég þoli samt ekki Ekdahl sérstaklega vel)

Waking Up: "I Can't Go For That" - Hall & Oats
(Ég er alveg til í að vakna við það já)

First day at school: "First Cool Hive" - Moby
(Næææs)

Falling in Love: "Guinnevere" - Miles Davis
(Nett - hiti í þessu og svona reyni að hafa þetta í huga þegar það gerist næst)

Fight Song: "Do You Love What You Feel" - Quincy Jones
(Olrætí)

Breaking Up: "Double Image" - Miles Davis
(hehe)

Getting Back Together: "Crazy" - Seal
(Been there done that - and yes it was)

Wedding: "Porcelain" - Moby
(Aaww)

Birth of Child: "Moscow Diskow" - Designer Music / Carl Craig
(Hafa krakkann hressan jájá)

Final Battle: "Pieces Of A Dream" - Incognito
(Voða næs bardagi þá...)

Death Scene: "Golden Age of Life" - 4 Hero
(Hahahah titillinn góður)

Funeral Song: "Sure Thing" - St. Germain
(Panta þetta - Hell Yeah)

End Credits: "New York Minute" - Herbie Hancock

Mikið djöfull finnst mér listinn fyndinn, iTunes var voða hrifið af Miles og Moby og það er bara fínt (Mobylögin tileinka ég Kidda því hann hatar Moby svo mikið hehehhe). Væri alls ekki ósátt við að drepast með Golden Age of Life

:: geimVEIRA:: kl. 06:01:: [+] ::
...
Þessi er helvíti góður

pussycat.mpeg

:: geimVEIRA:: kl. 03:56:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, nóvember 01, 2006 ::
1905 orða bloggið

Já ég var búin að lofa að minnast nú á tónleikana allasaman. Hef bara verið yfirmáta bissí, verið lasin, þunglynd og einmana og búin á því undanfarið og svo gat ég ekki publishað inn á lénið mitt, en Hringiðan lagaði það, svo hérna kemur þetta, þetta er fullkominn kjaftavaðall BEWARE OF DOG

Ég fór á svoleiðis fráhááábæra tónleika með Massive Attack 1. okt. með indverskri skólasystur minni, Serenu. Tónlistin var frábær, tvö trommusett, ég fékk að heyra Butterfly Caught, Inertia Creeps, Future Proof, Sly, Horace Andy söng (shit hvað ég átti ekki von á að þetta væri alvöru rödd, en ekki bara effectadæmi) og Elizabeth Fraser sjálf söng Teardrop fyrir mig, sem og fleiri lög,. Þarna var það skemmtilegasta ljósashow sem ég hef nokkurn tímann séð, svo voru skrollandi ljósaskilti notuð til að bombardera allskonar gagnrýni á bandarísk stjórnvöld, allskonar statistík um allan andskotann t.a.m. um Íraksstríðið og Boston (GPS hnit yfir í upptalningar á íþróttaliðum og allt þar á milli) og bara júneimit, en það kom mjög vel út. Vissulega er ?bara? Robert Del Naja eftir af orginal liðinu, en það verð ég að segja að 100th Window er í það miklu uppáhaldi hjá mér að ég var mjög sátt., mér finnst hann aðal, hann á líka mikið í öllum lögunum sem ég hef fílað í gegnum tíðina með Massive Attack. Nú já og hann sjálfur var náttúrulega baaaara flottur. Veeeerí verí yes, með nef. Svo toppuðu þau þetta alveg með að taka meðal annarra Unfinished Sympathy sem uppklappslag og ég valhoppaði út í rigninguna.

En þetta var ekki búið, o neei. Daginn eftir fór ég nefninlega á Red Hot Chili Peppers tónleika. Þeir voru algjörlega on fæææjaahhh! Voru rauðir og heitir og hef ég aldrei séð svona margt fólk samankomið í góðum fílíng Fleet Center gersamlega stappað. Ég fór með pabba, sem lenti megahress fyrr um kvöldið og var drifinn beint á RHCP, og bekkjarbróður mínum Jon Rodrigue trommudýri og vinkonu hans líka úr skólanum og vorum við öll rosaánægð með showið, pabbi orðinn RHCP fan, enda ekki annað hægt. Kapparnir tóku náttúrulega slatta af nýrra stöffinu sínu, sem ég þekki svona minna en ég fékk BloodSugarSexMagic og Give It Away og fleira gott stöff, og það sem stóð algerlega uppúr var þegar menn fóru bara að djamma í sínu megastuði. Flea og Chad (Will Ferrell) Smith tóku báðir rosa improvsyrpur og Frusciante spilaði og söng síðan eins og engill. Þeir slógu hvergi af grúvuð af sér rassinn og það voru margar fullar lestir af aðdáendum þeirra sem voru brosandi heim í stöppu (reyndar var Doddi trommari ekki sáttur sá ég á blogginu hans.. en whatevah.. við vorum mjöööög sátt).

Var ég þá hætt? O neeeei. Kvöldið eftir fór ég nefninlega aftur í Fleet Center og í þetta sinnið var það Eric Clapton. Eftir stuð gærdagsins var þetta allt alveg ægilega settlegt, mjög marktækur aldursmunur á salnum, en mjög góð stemming í salnum. Hann tók marga gamla slagara en mér fannst hann vera einum of duglegur að vera góður við aðra gítarleikara sem hann hafði með sér, þeir fengu eiginlega alltof mörg sóló, allt í lagi að kynna góða menn, en maður vill óneitanlega fá mestan fókus á hann sjálfan á svona dýru showi, en þetta var mjög gaman. Cocaine, Layla og Wonderful Tonight eru allt lög sem gaman er að hafa fengið live beint í æð frá karlinum sjálfum.

Ég og pabbi höfðum það mjög fínt það sem eftir var dvalar hans, tékkuðum á jazzi á Oak Room eitt kvöldið og sáum leifar af brúðarveislu, vel tipsy tengdamömmur og voða fínt hresst og ríkt lið með blóm í hnappagötum. Við skáluðum annað kvöld á Prudential barnum uppi á 52. hæð (ú já.. note to self - geðveik humarsúpa þar) og fékk ég að ég held bara tærasta útsýni sem ég hef fengið þar. Við heyrðum jazz á Wally's. Ágætis ágætis tónlist en það var latin og það viðbjóðslegast misnotaða clave ever yfirgnæfði allt, ég fæ enn martraðir goddamnit, feðginin fengu ógeð á clave, en lærðu að meta bjór frá Dóminikanska lýðveldinu. Svo eitt kvöldið fengum við okkur að borða á veitingastað sem er við Fenway Park, eða svona sportbar meira, og á leiðinni heim þaðan var ég næstum drepin:

Þannig var mál með vexti að við gengum á grænu gönguljósi yfir Boylston sem er ferföld umferðargata (plús tveggja akreina bílastæðaræmur) þegar ég við heyrðum svaðalegt sírenuvæl. Ég eðlilega hikaði og horfði í kringum mig, maður heyrir nú oft sírenuvæl hérna, en þar sem maður var ofan í byggingum og bergmálið mikið, gekk mér illa að staðsetja þetta svo ég beið með að ganga yfir (enda sá ég ekki hvort sjúkrabíll væri að koma kannski úr hinni áttinni. Svo þegar ég var búin að góna þarna eins og ég gat, og sá ekkert og búin að ákveða að um eitthvað fríkí bergmál lengra að væri að ræða og dreif mig meðan gönguljósið var enn grænt, þá lít ég mér á vinstri hönd og sé löggubíl á geðveikri ferð snarstoppa fyrir mér. Var þarna kominn hljóðgjafinn, o sei sei jú - en málið var hins vegar að þessi löggibíll var bara í forgangshraðakstri með klikkaðar sírenur en hafði gleymst að setja forgangsljósin á líka svo þeir voru heppnir að drepa mann ekki þarna, geimVEIRA vs. Boston. Þokkalega helvítis - sue the bastards ?n shit Pabbi benti kollegunum á feilinn og þeir settu ljósin á pronto blessaðir (drullubjánasokkahalarnir) og ég labbaði bölvandi og ragnandi algjörlega dottin úr stuði að láta næstum keyra yfir mig að óþörfu OG gera mig heyrnarlausa samtímis! En þetta var mér bara minnisstætt svona.... ekkert voða oft sem ég er næstum drepin af BPD, en eníveis... tónleikarnir voru það sem ég ætlaði að blogga um.

Svo fór pabbi og ég þegar var orðin fúl og ein og þá komst ég að því að ég var semsagt ekki komin í tíðahvörf heldur voru hitakófin sem ég hafði verið með af og til þegar hann var hér, byrjun á drullu fokkings kvefpest sem lagði mig nú bara næstu daga. Ég þrjóskaðist eitthvað til að fara of snemma af stað a) af því ég tímdi ekki að missa af trommutíma og b) af því að ég var búin að lofa mér í sirkusinn. Nei ég var ekki að ganga í sirkus, en ég fór með skólasystur minni, manninum hennar og félögum hans úr MIT að sjá Cirque du Soleil. Það var svaka show, ægilegir listamenn allt saman, ég er ekkert mikið fyrir sirkus þannig séð, en hafði haft á orði við Serenu að ég væri alveg til í að fara því mig langaði svo að sjá alvöru svoleiðis, svona með dýrum og allt. En engin voru síðan dýrin, fyriru utan sérlega óforskammaðar grínútgáfu af hestum, annar var í rauðum hælaskóm - svo ég hef allavega séð alvöru þykjustu sirkushest ;) Stórglæsileg dvergvaxin kona stal gersamlega showinu og hélt öllum hugföngnum. Algjört kjútípæ.

Á leiðinni heim var ég fullkomlega gersamlega búin á því, orðin drullulasin - miklu verri en ég var, og lagðist í hasarhósta næstu vikuna sem ég er enn ekki laus við að fullu. Ég er því sjúklega eftir á með allt í skólanum, hef ekki sofið út af stressi annars vegar og hinsvegar hóstaköstum, en ég hef vaknað allar nætur utan 3 síðan ég var mest lasin, en ég er samt orðin miklu skárri núna, en fyrst þurfti ég að missa kúlið.

Ég tók meltdown í samspilstíma á miðvikudaginn - ægilega smart - ég lét kennarann (sem er frekar grófur karakter sem drullar yfir fólk svona í einhverju "gríni" sem ég tækla léttilega venjulega) eitthvað bregða mér svona voðalega að ég missti kúlið, með horinn lekandi, grenjandi svona líka algjörlega búin á því (gat ekki hætt að skæla - agalega óþægilegt - svo náttúrulega þurfti samnemandi minn að syngja lag sem ég meikaði ekki að hlusta á - olía á eldinn þegar maður er kominn í þennan pakka shitturinn) - æ dónt dú ðiss.. arrrrg. Daginn áður hafði ég nefninlega notað upp alla orkuna mína í að klára nokkur heimaverkefni sem ég var eftir á með, og í að mæra sjálfa mig í viðtali og sofa síðan ekki nóg. Á þriðjudaginn fór ég nefninlega í viðtal sem er hluti af umsókn minni inn í Music Production & Engineering deildina. En ég ákvað að láta á þetta reyna, þótt það sé víst ægilega erfitt að komast þar inn og svona. Fyrir utan viðtal þarf ákv. háar einkunnir, og umsóknin inn í deildina er í formi nokkurra ritgerðaspurninga og bara... kreisíness.

Og af því að það er ekki nóg að gera fyrir klikkhausa með hor, sótti ég líka um inn í Performance deildina, sem þýðir að ofan í að vera eftir á í flestum fögum síðan ég var á tónleikafylleríinu, lasin, ósofin og rugluð er ég líka búin að þurfa að fara í audition og reyna að syngja með minn kvefháls. Þetta væri kannski allt í góðu ef ég væri orðin megahress (not happening yet) en til að toppa ruglið er nefninlega núna miðannarprófavikan - midterms. Ég fór í audition sumsé á mánudaginn plús hlustunarpróf hjá Stoloff. Svo ég tók sæmilegt meltdown líka á eitt fag, bara gaaaaat ekki lært heima var svo tóm í hausnum,, reyndar alveg steikt hvað var viðbjóðslega mikið efni til prófs (áttum að þekkja 89 tóndæmi - nafn flytjanda þegar það átti við og nafn laganna, plús tónlistarstíl - plús geta skrifað út fyrir trommusett, bassa, comp og slagverk 12-15 tegundir ryþma og söguleg þekking líka... jú og geta skilgreint nokkur mismunandi clave og hljóðfæri, og búa til frumsamið 4ra takta dæmi fyrir trommur, slagverk,bassa, gítar og píanó... og eitthvað bara ruuuuuuugl + efnið til prófs ekki í bók heldur útum allt online og eitthvað - sést að ég var pirruð?). Ég gersamlega fokkaði prófinu, sem var í dag, upp - meira að segja klúðraði því litla sem ég átti að kunna (fokkaði upp basic bossa argg) og hlakka ekkert svakalega til að fara í fleiri próf , en þeim fer allavega fækkandi með lækkandi sól og sjálfstrausti. Mér fnnst eins og október hafi bara horfið eftir ca. fyrstu vikuna. Bara lýsi hér með eftir þessum tíma - vinsamlegast skila mér honum takk.

Bréf sem mér barst fyrir helgi um að ég hefði náð inn á Dean's List fyrir sumarönnina hlær að mér núna (e. mocks me), en ég hef ekki tíma til að hugsa um það, ég er í prófum og þarf að undirbúa audition nr. 2 sem ég þarf að fara í svo í næstu viku. Ég þarf að redda undirleikara fyrir það, náði loks sambandi við þann sem mig langar að fá, helvíti hressa japanska stelpu, hana Mika, en er eftir að fá á hreint hvort það gangi upp, ég held hún hafi sagst þurfa að athuga þetta - ég nefninlega skil hana mjög illa híhíhíh.

Á föstudaginn sá ég svo Dave Holland Quintet - rosalega töff tónlist, mæli hiklaust með tónleikum með þeim, ég fékk gott sæti og grúv í æð, hefði viljað njóta þess í félagsskap samt, en hvað um það.


Í dag er Halloween og ég sá í dag górillu, sjóræningja, foxy löggukonu í netasokkum með handjárn, fanga, kúreka, Rómverja með glimmer, beinagrind, skratta, hellisbúa með kylfu, nokkrar nornir og fiðrildi. Það sem mér finnst skemmitlegast er að þetta voru ekki krakkar heldur fullorðnir. Átti ekki von á því. Ég sá bara nokkra krakka áðan trick-or-treating, voða hyper og hress á því.

Ég ætla að horfa á Nip/Tuck núna.

Amen.

:: geimVEIRA:: kl. 05:41:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?