| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: mánudagur, nóvember 13, 2006 :: Bob Dylan var flottur í gær, hann var með 5 manna band með sér og spilaði á hljómborð og munnhörpu. Upphitunarbandið The Raconteurs var agalegt - ég hef ekki áður setið með fingur í eyrum (datt ekki í hug að taka eyrnatappana með á Dylan) þetta band var algjörlega með allt í botni, ekta svona dæmi að hækka í öllu frekar en spila vel, oh hvað ég var fegin þegar þeir hættu - why oh why fékk ég ekki Foo Fighters eins og þeir sem sjá karlinn í síðustu viku - það hefði ég fílað! Gaman að heyra karlinn taka All along the watchtower Tangled up in blue og Like a rolling stone, hér er setlistinn, ég vildi bara að ég hefði skilið hann betur, hann er nú ekkert alltof skýrmæltur blessaður, svoldið muddy sound hjálpaði ekki.
|
|