[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Vúhúú! Ég er loksins búin í miðannarprófum. Mér gekk vel í hljómfræði, mjög illa í skriflega prófinu í groove writing, mjög vel með enskuritgerðina, illa í tónheyrn, vel í vocal improv... svo þetta var allt upp og niður svona þannig lagað. En á miðvikudaginn hitti ég undirleikarann minn því út af umsókn minni inn í performance deildina þurfti ég að mæta í áheyrnarpróf og ég náði að plata þennan líka fína píanóleikara með mér.
Undirleikarinn minn. Ok... ekki Chick Corea heldur hinn, hann heitir Uziel Colón:
Æfingin gekk rosavel bara og í gær var mætt á skrifstofu forseta söngdeildarinnar, Jan Shapiro. Svo kom nú barasta skattkennarinn sjálfur Bob Stoloff og við Uziel töldum í. Þetta gekk alveg þrælvel bara, ég tók Outkast og Sting og improviseraði þarna eitthvað út í móa (Stoloff búinn að vinna með McFerrin og frægur skattstjóri og svona úff - en hann er svo ljúfur gaur - þetta var allt í góðu), enginn smá munur að hafa líka almennilegan píanista með sér. Þau voru bara ánægð með mig og ég fékk uppáskrift inn í performance, svo ég veit ekki annað en ég sé komin inn. Svo dreif Uziel sig því hann var að fara að spila á stórtónleikum afro-cuban trommukennarans míns frá í vor, Eguie Castrillo, í Berklee Performance Center.
Í gær fór ég út að borða með Serenu í tilefni af afmæli hennar og svo fór ég á tónleikana sem voru fráááábærir! Eguie rammaði tónleikana mjög skemmtilega inn, en hann byrjaði á að sýna bíó sem sýndi þróun latin jazzins, með klippum frá USA og S-Ameríku í tímalínu, hann sást sjálfur baksviðs, hann grínaði heilmikið, hann er voða sniðugur karakter, og setti síðan í gang heljarinnar show með því að dixielandband gekk hægra megin og sambaband vinstra megin og spiluðu sig inn tónleikasalinn, með dansara sem ráku lestina. Svo spiluðu hóparnir saman uppi á sviði og hituðu þannig upp fyrir karlinn og hljómsveit hans, sem var bigband með meiru skipað kennurum og nemum við Berklee þ.á.m. var Greg Hopkins trompetleikari og "íslandsvinur". Hann sá um flestar útsetningar sem voru svakaflottar og Eguie var on fææjaaahhh á timbales.
Svo var kynntur til sögunnar bekkjarbróðir minn úr tónheyrn frá í vor, Pablo Pena, þá er hann bara svaka trommari (var sko ekki að meika tónheyrnina neitt svakalega greinilega hefur ekkert að segja híhíh - kannski er von fyrir mig). Greg tók svakasóló, það kom inn strengjasveit í einu lagi, gestasöngkona, og bara öllu tjaldað. Mjög skemmtilegir tónleikar. Svo eftir þetta kíkti ég í kaffiteríu skólans, en þar var Tower of Power samspil skólans algjörlega að fönka þakið af húsinu. Mjög góð stemming en þetta var eitt af þessum skiptum sem það virkilega sýgur rass að vera bara 160cm. Ég sá ekki neitt en þetta var þrusuband ofan á ryþmasveit voru saxar, trompetar (uppí fokkíng rassgati), básúnur, 4 söngvarar (jafnvel fleiri sá allavega bara 4) þetta slagaði vel upp í 20 manns held ég. Svo fór ég bara heim.
:: geimVEIRA:: kl. 03:35:: [+] ::
...