[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Já ég var búin að lofa að minnast nú á tónleikana allasaman. Hef bara verið yfirmáta bissí, verið lasin, þunglynd og einmana og búin á því undanfarið og svo gat ég ekki publishað inn á lénið mitt, en Hringiðan lagaði það, svo hérna kemur þetta, þetta er fullkominn kjaftavaðall BEWARE OF DOG
Ég fór á svoleiðis fráhááábæra tónleika með Massive Attack 1. okt. með indverskri skólasystur minni, Serenu. Tónlistin var frábær, tvö trommusett, ég fékk að heyra Butterfly Caught, Inertia Creeps, Future Proof, Sly, Horace Andy söng (shit hvað ég átti ekki von á að þetta væri alvöru rödd, en ekki bara effectadæmi) og Elizabeth Fraser sjálf söng Teardrop fyrir mig, sem og fleiri lög,. Þarna var það skemmtilegasta ljósashow sem ég hef nokkurn tímann séð, svo voru skrollandi ljósaskilti notuð til að bombardera allskonar gagnrýni á bandarísk stjórnvöld, allskonar statistík um allan andskotann t.a.m. um Íraksstríðið og Boston (GPS hnit yfir í upptalningar á íþróttaliðum og allt þar á milli) og bara júneimit, en það kom mjög vel út. Vissulega er ?bara? Robert Del Naja eftir af orginal liðinu, en það verð ég að segja að 100th Window er í það miklu uppáhaldi hjá mér að ég var mjög sátt., mér finnst hann aðal, hann á líka mikið í öllum lögunum sem ég hef fílað í gegnum tíðina með Massive Attack. Nú já og hann sjálfur var náttúrulega baaaara flottur. Veeeerí verí yes, með nef. Svo toppuðu þau þetta alveg með að taka meðal annarra Unfinished Sympathy sem uppklappslag og ég valhoppaði út í rigninguna.
En þetta var ekki búið, o neei. Daginn eftir fór ég nefninlega á Red Hot Chili Peppers tónleika. Þeir voru algjörlega on fæææjaahhh! Voru rauðir og heitir og hef ég aldrei séð svona margt fólk samankomið í góðum fílíng Fleet Center gersamlega stappað. Ég fór með pabba, sem lenti megahress fyrr um kvöldið og var drifinn beint á RHCP, og bekkjarbróður mínum Jon Rodrigue trommudýri og vinkonu hans líka úr skólanum og vorum við öll rosaánægð með showið, pabbi orðinn RHCP fan, enda ekki annað hægt. Kapparnir tóku náttúrulega slatta af nýrra stöffinu sínu, sem ég þekki svona minna en ég fékk BloodSugarSexMagic og Give It Away og fleira gott stöff, og það sem stóð algerlega uppúr var þegar menn fóru bara að djamma í sínu megastuði. Flea og Chad (Will Ferrell) Smith tóku báðir rosa improvsyrpur og Frusciante spilaði og söng síðan eins og engill. Þeir slógu hvergi af grúvuð af sér rassinn og það voru margar fullar lestir af aðdáendum þeirra sem voru brosandi heim í stöppu (reyndar var Doddi trommari ekki sáttur sá ég á blogginu hans.. en whatevah.. við vorum mjöööög sátt).
Var ég þá hætt? O neeeei. Kvöldið eftir fór ég nefninlega aftur í Fleet Center og í þetta sinnið var það Eric Clapton. Eftir stuð gærdagsins var þetta allt alveg ægilega settlegt, mjög marktækur aldursmunur á salnum, en mjög góð stemming í salnum. Hann tók marga gamla slagara en mér fannst hann vera einum of duglegur að vera góður við aðra gítarleikara sem hann hafði með sér, þeir fengu eiginlega alltof mörg sóló, allt í lagi að kynna góða menn, en maður vill óneitanlega fá mestan fókus á hann sjálfan á svona dýru showi, en þetta var mjög gaman. Cocaine, Layla og Wonderful Tonight eru allt lög sem gaman er að hafa fengið live beint í æð frá karlinum sjálfum.
Ég og pabbi höfðum það mjög fínt það sem eftir var dvalar hans, tékkuðum á jazzi á Oak Room eitt kvöldið og sáum leifar af brúðarveislu, vel tipsy tengdamömmur og voða fínt hresst og ríkt lið með blóm í hnappagötum. Við skáluðum annað kvöld á Prudential barnum uppi á 52. hæð (ú já.. note to self - geðveik humarsúpa þar) og fékk ég að ég held bara tærasta útsýni sem ég hef fengið þar. Við heyrðum jazz á Wally's. Ágætis ágætis tónlist en það var latin og það viðbjóðslegast misnotaða clave ever yfirgnæfði allt, ég fæ enn martraðir goddamnit, feðginin fengu ógeð á clave, en lærðu að meta bjór frá Dóminikanska lýðveldinu. Svo eitt kvöldið fengum við okkur að borða á veitingastað sem er við Fenway Park, eða svona sportbar meira, og á leiðinni heim þaðan var ég næstum drepin:
Þannig var mál með vexti að við gengum á grænu gönguljósi yfir Boylston sem er ferföld umferðargata (plús tveggja akreina bílastæðaræmur) þegar ég við heyrðum svaðalegt sírenuvæl. Ég eðlilega hikaði og horfði í kringum mig, maður heyrir nú oft sírenuvæl hérna, en þar sem maður var ofan í byggingum og bergmálið mikið, gekk mér illa að staðsetja þetta svo ég beið með að ganga yfir (enda sá ég ekki hvort sjúkrabíll væri að koma kannski úr hinni áttinni. Svo þegar ég var búin að góna þarna eins og ég gat, og sá ekkert og búin að ákveða að um eitthvað fríkí bergmál lengra að væri að ræða og dreif mig meðan gönguljósið var enn grænt, þá lít ég mér á vinstri hönd og sé löggubíl á geðveikri ferð snarstoppa fyrir mér. Var þarna kominn hljóðgjafinn, o sei sei jú - en málið var hins vegar að þessi löggibíll var bara í forgangshraðakstri með klikkaðar sírenur en hafði gleymst að setja forgangsljósin á líka svo þeir voru heppnir að drepa mann ekki þarna, geimVEIRA vs. Boston. Þokkalega helvítis - sue the bastards ?n shit Pabbi benti kollegunum á feilinn og þeir settu ljósin á pronto blessaðir (drullubjánasokkahalarnir) og ég labbaði bölvandi og ragnandi algjörlega dottin úr stuði að láta næstum keyra yfir mig að óþörfu OG gera mig heyrnarlausa samtímis! En þetta var mér bara minnisstætt svona.... ekkert voða oft sem ég er næstum drepin af BPD, en eníveis... tónleikarnir voru það sem ég ætlaði að blogga um.
Svo fór pabbi og ég þegar var orðin fúl og ein og þá komst ég að því að ég var semsagt ekki komin í tíðahvörf heldur voru hitakófin sem ég hafði verið með af og til þegar hann var hér, byrjun á drullu fokkings kvefpest sem lagði mig nú bara næstu daga. Ég þrjóskaðist eitthvað til að fara of snemma af stað a) af því ég tímdi ekki að missa af trommutíma og b) af því að ég var búin að lofa mér í sirkusinn. Nei ég var ekki að ganga í sirkus, en ég fór með skólasystur minni, manninum hennar og félögum hans úr MIT að sjá Cirque du Soleil. Það var svaka show, ægilegir listamenn allt saman, ég er ekkert mikið fyrir sirkus þannig séð, en hafði haft á orði við Serenu að ég væri alveg til í að fara því mig langaði svo að sjá alvöru svoleiðis, svona með dýrum og allt. En engin voru síðan dýrin, fyriru utan sérlega óforskammaðar grínútgáfu af hestum, annar var í rauðum hælaskóm - svo ég hef allavega séð alvöru þykjustu sirkushest ;) Stórglæsileg dvergvaxin kona stal gersamlega showinu og hélt öllum hugföngnum. Algjört kjútípæ.
Á leiðinni heim var ég fullkomlega gersamlega búin á því, orðin drullulasin - miklu verri en ég var, og lagðist í hasarhósta næstu vikuna sem ég er enn ekki laus við að fullu. Ég er því sjúklega eftir á með allt í skólanum, hef ekki sofið út af stressi annars vegar og hinsvegar hóstaköstum, en ég hef vaknað allar nætur utan 3 síðan ég var mest lasin, en ég er samt orðin miklu skárri núna, en fyrst þurfti ég að missa kúlið.
Ég tók meltdown í samspilstíma á miðvikudaginn - ægilega smart - ég lét kennarann (sem er frekar grófur karakter sem drullar yfir fólk svona í einhverju "gríni" sem ég tækla léttilega venjulega) eitthvað bregða mér svona voðalega að ég missti kúlið, með horinn lekandi, grenjandi svona líka algjörlega búin á því (gat ekki hætt að skæla - agalega óþægilegt - svo náttúrulega þurfti samnemandi minn að syngja lag sem ég meikaði ekki að hlusta á - olía á eldinn þegar maður er kominn í þennan pakka shitturinn) - æ dónt dú ðiss.. arrrrg. Daginn áður hafði ég nefninlega notað upp alla orkuna mína í að klára nokkur heimaverkefni sem ég var eftir á með, og í að mæra sjálfa mig í viðtali og sofa síðan ekki nóg. Á þriðjudaginn fór ég nefninlega í viðtal sem er hluti af umsókn minni inn í Music Production & Engineeringdeildina. En ég ákvað að láta á þetta reyna, þótt það sé víst ægilega erfitt að komast þar inn og svona. Fyrir utan viðtal þarf ákv. háar einkunnir, og umsóknin inn í deildina er í formi nokkurra ritgerðaspurninga og bara... kreisíness.
Og af því að það er ekki nóg að gera fyrir klikkhausa með hor, sótti ég líka um inn í Performance deildina, sem þýðir að ofan í að vera eftir á í flestum fögum síðan ég var á tónleikafylleríinu, lasin, ósofin og rugluð er ég líka búin að þurfa að fara í audition og reyna að syngja með minn kvefháls. Þetta væri kannski allt í góðu ef ég væri orðin megahress (not happening yet) en til að toppa ruglið er nefninlega núna miðannarprófavikan - midterms. Ég fór í audition sumsé á mánudaginn plús hlustunarpróf hjá Stoloff. Svo ég tók sæmilegt meltdown líka á eitt fag, bara gaaaaat ekki lært heima var svo tóm í hausnum,, reyndar alveg steikt hvað var viðbjóðslega mikið efni til prófs (áttum að þekkja 89 tóndæmi - nafn flytjanda þegar það átti við og nafn laganna, plús tónlistarstíl - plús geta skrifað út fyrir trommusett, bassa, comp og slagverk 12-15 tegundir ryþma og söguleg þekking líka... jú og geta skilgreint nokkur mismunandi clave og hljóðfæri, og búa til frumsamið 4ra takta dæmi fyrir trommur, slagverk,bassa, gítar og píanó... og eitthvað bara ruuuuuuugl + efnið til prófs ekki í bók heldur útum allt online og eitthvað - sést að ég var pirruð?). Ég gersamlega fokkaði prófinu, sem var í dag, upp - meira að segja klúðraði því litla sem ég átti að kunna (fokkaði upp basic bossa argg) og hlakka ekkert svakalega til að fara í fleiri próf , en þeim fer allavega fækkandi með lækkandi sól og sjálfstrausti. Mér fnnst eins og október hafi bara horfið eftir ca. fyrstu vikuna. Bara lýsi hér með eftir þessum tíma - vinsamlegast skila mér honum takk.
Bréf sem mér barst fyrir helgi um að ég hefði náð inn á Dean's List fyrir sumarönnina hlær að mér núna (e. mocks me), en ég hef ekki tíma til að hugsa um það, ég er í prófum og þarf að undirbúa audition nr. 2 sem ég þarf að fara í svo í næstu viku. Ég þarf að redda undirleikara fyrir það, náði loks sambandi við þann sem mig langar að fá, helvíti hressa japanska stelpu, hana Mika, en er eftir að fá á hreint hvort það gangi upp, ég held hún hafi sagst þurfa að athuga þetta - ég nefninlega skil hana mjög illa híhíhíh.
Á föstudaginn sá ég svo Dave Holland Quintet - rosalega töff tónlist, mæli hiklaust með tónleikum með þeim, ég fékk gott sæti og grúv í æð, hefði viljað njóta þess í félagsskap samt, en hvað um það.
Í dag er Halloween og ég sá í dag górillu, sjóræningja, foxy löggukonu í netasokkum með handjárn, fanga, kúreka, Rómverja með glimmer, beinagrind, skratta, hellisbúa með kylfu, nokkrar nornir og fiðrildi. Það sem mér finnst skemmitlegast er að þetta voru ekki krakkar heldur fullorðnir. Átti ekki von á því. Ég sá bara nokkra krakka áðan trick-or-treating, voða hyper og hress á því.