[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
6 tímar eftir af árinu Tarantino var frábær í gær, kung fu myndirnar voru ferlega skemmitlegar, gaman líka að fá svona kynningu á þær frá karlinum, sé sannarlega ekki eftir að fara. Ég mun horfa á Kill Bill fljótlega aftur, enda magnað að finna áhrifin sem hann hefur verið undir við gerð þeirra mynda (sem verða reyndar klipptar saman í eina og gefnar út sem ein stórmynd sem mér líst vel á).
Ég er núna með blautt hárið - síðasta sturta ársins 2005 búin, nú þarf að afmá ljótuna miklu eftir vökurnar miklu (Tarantino var til að verða 3 í nótt).
Þetta ár hefur verið eitt skrýtnasta árið mitt að vissu leyti. Ég hóf árið sem nemönd einvörðungu, en þá hafði ég misst vinnuna og ákveðið að vera út veturinn í FíH og sjá svo til hvað ég gerði. Núna er ég aftur án atvinnu (hætti á miðvikudaginn) en í þetta sinnið er það hluti af masterplaninu að stinga af til útlanda og vera alvöru nemönd í Boston. Ár stórra breytinga hjá mér - og komandi ár stefnir í að verða enn magnaðra.
Nú eru 8 dagar í brottför, margt þarf að skipuleggja en í kvöld, í kvöld verður tjúttað og árið kvatt með stæl!
Gleðilegt ár elskurnar mínar! Farið varlega og skemmtið ykkur vel!
:: geimVEIRA:: kl. 18:00:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, desember 29, 2005 ::
Ég hef ekki áður séð kung fu myndir, örugglega ekkert verra að láta meistara Tarantino kynna þetta, ég hlakka svo til.
:: geimVEIRA:: kl. 14:53:: [+] ::
...
Ég var að sjá akkúrat íbúðina mína - en 4 dögum of seint. Urr.... ég ætlaði að fara til Boston ef eitthvað heillaði nóg, en fann ekkert sem ég meikaði 8 tíma tótal í lest fyrir. Núna poppar draumaíbúðin upp, draumaíbúðin skv. lýsingunni a.m.k. I want it! I want it!
:: geimVEIRA:: kl. 01:13:: [+] ::
...
:: laugardagur, desember 17, 2005 ::
Oh... ég kann bara ekkert nógu vel á myndalayoutið á þessu bloggdóti... laga seinna. Hér er ein skjámynd sem var áðan á JFK. Híhíh.
:: geimVEIRA:: kl. 22:51:: [+] ::
...
Moby Fyrir tónleikana í gær ákvað ég að fara í lestarferð og tékka á stóra flotta jólatrénu við Rockefeller Center, enda veit maður ekkert hvenær maður verður aftur í New York fyrir jólin. Eitthvað gekk mér illa að finna þetta blessaða tré, allsstaðar sá ég svæðið merkt Rockefeller Center en eftir að labba allskonar hringi settist ég inn á tyrkneskan veitingastað og skoðaði svo bara í búðir. Ég fór í góðan labbitúr og tékkaði á dýralífinu í Madison Square Park. Þar hitti ég þennan ægilega hressa íkorna.
Og sá þessa ekki síður hressu rottu. Þau báðu að heilsa. Svo dreif ég mig heim aftur á hótelið til að hafa mig til, en liðið hittist fyrir tónleikana á veitingastað sem heitir Piano's.
Þar hitti ég fólk enn víðar að. Spjallaði við bassaleikarann af Play: Gretu Brinkman, kynntist afskaplega næs fatlaðri konu og náunga frá Boston (ég afþakkaði að búa hjá mömmu hans), spjallaði við listakonu sem strækaði á að gefa upp nafn sitt því henni þótti það skyggja á listina - hvaða list.. það er líka ráðgáta (við vorum með súperamerísk nafnspjöld sem Moby keypti víst fyrir liðið... "Hi my name is ____" en hún skrifaði bara "?". Ég átti bágt með að fá ekki hláturskast, svo ég kynntist allskyns fólki bara en öllu mjög hressu.
Tónleikarnir voru á oggolitlum stað, sem mér finnst bara algjörlega eins og íslenskt félagsheimili, fyrir kannski utan að það var bar á neðstu hæð, bar og brilljant fatahengi, en áhyggjur mínar af því að þurfa að halda á þungri kápu allt kvöldið voru að óþörfu, enda sérlega gott system á þessu hjá þeim og allir fengu yfirhafnir vaktaðar og geymdar.
Tónleikarnir voru ferlega skemmtilegir. Moby var við fjórða mann og var greinilega í góðu stuði. Hann byrjaði á Extreme Ways, svo tók hann Run On sem hann sagðist ekki hafa tekið live áður, svo kom syrpa af Porcelain - sem hann flippaði algjörlega á, tók kántrí-, pönk, samba og jazzútgáfu af.
Jazzinn misheppnaðist svo yndislega stórt. Moby snéri sér við.. Amaj7 to the G chord... og eftir 4 takta snéri hann sér að bandinu og sagði: "you guys will NOT be in my jazzband!" og fór bara í reggí-útgáfu hehehe. Síðan söng gítarleikarinn (sem reyndar spilaði líka á bassa í sumum lögum) cover af Rebel Yell í svona rólegri jazz-lounge-útgáfu, mjög vel sungið hjá honum.
Svo kynnti Moby að þau ætluðu að taka eitt af hans uppáhaldslögum, sem hann hefði aldrei tekið live áður og myndi ekki verða tekið live aftur... það fór nú alveg með mig að lagið var "When it?s cold Id Like to Die" sem er einmitt eitt af mínum uppáhaldslögum með karlinum. Það var svo rosalega fallega sungið líka, en hann var með æðislega söngkonu, sem heitir Laura Dawn, með sér, það var smá kúlmissir bara þar. Svo tóku þau Feeling So Real sem ég hefði ekki haldið að væri hægt að taka live, en það var mjög flott líka, þau tóku fullt af Play (sem mér finnst ennþá flottasta plata Moby) s.s. Southside og Honey, svo komu Lift Me Up, We are all made of stars, Beautiful af nýrri plötum, og svo coveruðu þau Walk on the Wild Side í tilefni þess að þau voru loksins komin heim til New York eftir að túra í ár. Svo tóku þau I like it (líka í fyrsta sinn læv), The Great Escape, Natural Blues sem ég átti ekki von á, og svo kom gítarleikarinn og tók Break On Through To The Other Side og þau enduðu á gömlu Mobylagi That's When I Reach For My Revolver. Einhver lög eru kannski að gleymast. En....
Tónleikarnir voru þarna bara hálfnaðir, því svo dj-aði Moby í tæpa 3 tíma í viðbót. Þá heyrði maður heimsmetslagið Thousand (Guinnessmet fyrir hraðasta lag í heimi... (fer í 1000 slög á mín), Born Slippy, Go og bara allskonar. Moby var flottur alveg (Fatboy Slim tekur hann þó í nefið) en Moby dj-ast orðið bara á einhverra ára fresti, en þetta var mikið tjútt.
Eftir tónleikana var nú ég ekki eina næturdýrið og New York er nú aldeilis borg fyrir svoleiðis dýr. Við fórum þarna saman hópur bara út að borða og ég borðaði snigla í New York kl. 2 um nótt með fullt af liði sem ég kynntist bara þarna, mjög skemmtilega flippað. Við vorum svo nokkur sem enduðum á kjaftatörn uppi á herbergi á Rivington hótelinu, sem er notað í myndatökur á albúminu á Hotel (nýjustu plötu Mobys). Það er geðveikt hótel alveg. Maður þarf að prófa að gista þar einhvern tímann. Þarna var því setið með útsýni yfir þá kolbrjálað rigningarveður og rok, talað um pólitík og drukkið íste framundir morgun.
Ég kalla mig þrælgóða að vakna jafnhress og ég þó gerði eftir 4ra tíma svefn, en ég varð að tæma hótelherbergið mitt í gær. Ég náði því, fór og fékk mér ægilega góða ekta delí samloku með pastrami og sinnepi og pickle on the side og fór (á púra þrjóskunni) aftur með lestinni til að finna fokkings tréð, núna með betri leiðbeiningar en ég hafði lagt af stað með áður. Ég fann það nú bara strax og náði því að kíkja á skautaliðið og tindrandi ljósin á þessu flotta tré. Annars skoðaði ég bara í búðir kíkti á einhvern túrisma í höfuðstöðvum NBC, fann fleiri jólagjafir og dreif mig svo heim á hótelið því ég bókaði mig extra snemma á flugvallarskutlu (svona ef hefði orðið verkfall - sem reyndar varð ekki síðan). Allt gekk afar vel, ég fékk far með alveg óheyrilega illskiljanlegum manni (við erum að tala um að það gekk 60 sinnum betur að skilja spastísku konuna kvöldið áður - og hún var að drekka) og ég komst á flugvöllinn og var ansi gott að fá að setjast, enda ég þokkalega þreytt orðin eftir vökurnar og labbið.
Ég var alveg búin á því og vonaðist til að geta sofið í flugvélinni. Það varð nú ansi erfitt, ég sat aftarlega við ganginn, sem þýðir klósetttraffík í 757, en það varð nú ekki til neins ónæðis. Verst var að ein flugfreyjan var svo óttaleg brussa að ég get svarið það ég held hún hafi dúndrað mjöðmunum í mann alltaf þegar hún strunsaði framhjá. Voða næs, en bara svona agaleg skvetta - shit hvað ég var orðin pirruð. Ég náði eitthvað að gleyma mér þegar hún hætti að labba þetta konan. En svo þegar 30 mín voru eftir til Keflavíkur kom flugstjórinn í kallkerfið með þessa líka frábæru opnunarlínu: "Þetta er flugstjórinn. Ég er hræddur um að ég sé boðberi válegra tíðinda". Ég fór nú bara að glotta enda New York túrinn búinn að ganga ótrúlega vel (m.v. fyrri tilraunir). Fór að sjá fyrir mér að núna fengi maður að upplifa nauðlendingu nr. 3 um ævina og fór að vorkenna flughrædda fólkinu. Svo hélt hann áfram blessaður og tilkynnti að Keflavíkurflugvelli hefði verið lokað vegna veðurs, svo við myndum lenda á Egilsstöðum. Svo geimVEIRA þreytta endaði með að þurfa að fara til Egilsstaða, hanga þar eftir að önnur þota væri tönkuð (sem tók fokkings eilífð) og svo eftir að okkar vél væri tönkuð og tók þetta svo langan tíma að veðrinu slotaði í Keflavík svo við enduðum þar rúmlega 11 um morguninn í staðinn fyrir um sexleytið í morgun.
Ég var búin að vaka í rúman sólarhring þegar ég kom heim. Ég náði aðeins að leggja mig sem var mjög fínt, í kvöld er eiginlega næstsíðasta helgin mín til að hitta fólk svo það var gaman að frétta af því hjá Sigga að það sé djammsessjón FíH í kvöld. Ég er ósköp þreytt en ætla að massa yfirhalningu hið snarasta og sjá hvort ég nái ekki að hitta gamla félaga.
:: geimVEIRA:: kl. 20:32:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, desember 15, 2005 ::
New York Fucking City Á þriðjudaginn fór ég á flotta delíið og fékk mér ristaða "Everything" beyglu með vorlauksrjómaosti í morgunmat, rosalega gott. Svo (í anda þess að prófa bara eitthvað nýtt) fékk ég mér eitthvað svona súkkulaðihnetukaffi. Ég varð svona líka bara hress af þessu að ég fór bara beinustu leið upp í Empire State, enda ekkert vitlaust að vera snemma í því og skyggnið eins og best verður á kosið. Það var mjög gaman að sjá yfir allt, en það var -11°C frost og vindur svo maður stökk út á dekk og aftur inn að hlýja sér. Eftir Empire State fór ég heim á hótel og svo skrapp ég og fékk mér voðafínt karrí, en nennti nú eiginlega ekkert að vera þar vegna pirrandi þjóns sem var einum of vinalegur, alveg nógu off að vera einn úti að borða, svona lið .. pfft! Síðan gekk ég af stað og labbaði á Time's Square. Í millitíðinni fann ég samt búð.. alveg óvart, og gleymdi mér þar inni heillengi og fann jólagjöf þar, jú og svo fékk ég mér stórfurðulegt piparkökukaffi latte á Starbuck's enda alveg að krókna, en það var sérlega jólalegt á bragðið. Ég skoðaði mig heillengi um, fékk mér kvöldmat á Time's Square. Þar sat ég ein á TGI Friday's og sá par sem var svo voðalega ástfangið eitthvað. Strákurinn alltaf að klappa henni eitthvað og voða næs. Svo sá ég að hún var með eitthvað bréf og var að lesa, leit til hliðar og sá þá dúfur að gera það.... svo heyrðist "I do, I do" - mig grunar að þar hafi verið bónorð, allavega voru þau flissandi þarna og voðahappý. Síðan trallaði ég yfir í Virgin Megastore og keypti mér DVD disk til að horfa á fyrir svefninn. En svo auðvitað missti maður sig alveg í að skoða þar, fann reyndar jólagjafir og svona, en þegar ég loksins komst heim gat ég varla gengið enda búin a vera labbandi meira og minna allan daginn svo ég lagðist beint upp í rúm og steinsofnaði.
Í gær fór ég aftur á delíið mitt í morgunmat síðan fór ég aftur á hótelið í sturtu og frábært dúllerí, keypti nefninlega geeeeðveikt bodylotion í Sephora daginn áður, og kíkti síðan í búðir og fékk þetta fína veski og gallabuxur líka, já og eina peysu - þetta samtals á rúma 100 dollara (ég ELSKA svona!). Síðan hitti ég fólk frá London, Ohio, Kaliforníu, New York og Hollandi sem eru líka að fara á tónleikana í kvöld á TeaNY, voða hresst lið alveg. Ég massaði lest heim aftur (þokkalega þægilegt lestakerfið hérna). Svo fór ég að skipta um föt því planað var hittelsi við bekkjarsystur mínar úr MR, eftir að standa 4ever úti og frjósa fann ég leigubíl og hitti Ernu og Ásthildi á sushistað. Þar smakkaði ég alvöru misósúpu - þokkalega mikið betri en þær sem ég hef verið að búa til, svo borðaði maður yfir sig af sushi.
Í kvöld er það svo Moby karlinn. Það verður hittingur á undan tónleikunum líka en fólk kemur víða að svo það ætti að verða athyglisvert. Ég er óákveðin hvernig ég ver deginum, en það er líka bara svo gaman að láta þetta allt ráðast bara, New York er endalaust fjölbreytt, það er engin leið að gera allt í svona stuttum túr. Á miðnætti brestur jafnvel á verkfall lestastarfsmanna svo það verður kannski algjör súpa á morgun, en ég vona það besta.
Það hefur verið ansi kalt hérna, ég hef klætt mig vel en kuldinn (og líklegast þessar þúsundir sem hnerrað hafa í nánd) minnir á sig í hálsinum mínum. Ég fór í apótek í fyrradag og keypti allskyns kvefmeðöl svo ég bara fékk mér Non Drowsy Sudafed Multi-Symptom Sinus & Cold (þarf ekki að spyrja aððí!) og líður helling betur. Í kvöld á jafnvel að fara að snjóa, það er -7°C frost núna, maður verður að vera duglegur að drekka fríkað kaffi til að hlýja sér.
Nú er best að drífa sig af stað.
:: geimVEIRA:: kl. 13:07:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, desember 13, 2005 ::
Þá er mín mætt í stórborgina. Þetta leggst vel í mig. Það varð smá seinkun á fluginu, ekkert alvarlegt, ég sat við hliðina á 11 ára amerískum strák sem talaði eiginlega alla leiðina - en var samt nokkuð skemmtilegur blessaður svo það var bara gaman. Eftir að tækla vegabréfaeftirlitið og komast að því að upplýsingarnar sem ég fékk í sendiráðinu voru rangar (sem þýddi að ég fyllti ekki út rétt form) tók ég gulan leigubíl eftir að bíða sæmilega lengi í röðinni. Þar hljómaði umræðuþáttur á frönsku og kom upp úr krafsinu að bílstjórinn var frá Haiti. Það var mjög gaman að sjá borgina birtast á leiðinni, jólaskreytingar hér og þar í heimahúsum og stendur borgin vissulega undir nafni hvað ljós varðar, Empire State er upplýst í rauðum og grænum lit - voða sparileg, byggingin er bara alveg rétt hjá... ég hlakka til að sjá hvernig borgin lítur út í dagsljósi líka.
Hótelið er unaðslega flippað, í lobbyinu er Campells súpudós árituð af Andy Warhol, gangarnir, lyftan og bara allt stórfríkað alveg, allt saman í listaverkum meira að segja í lyftunni - frábært! Ofninn á herberginu er bilaður reyndar - hvissaði í ventli og lak - en þetta verður lagað á morgun, hann er alveg heitur svo það er allt í góðu. Ég endaði með að trítla í gourmet deli sem er opið allan sólarhringinn og mælt er með af hótelinu. Þar er á ferð ein flottasta búð ever, held það sé sveimérþá allt til þarna og vinalegir Arabagaurar að afgreiða með dynjandi Austurlenska tónlist. Jógúrt, ávextir, mjólk (og allar mögulegar gerðir líka af soya og allskyns svoleiðis, bjór, gos, sushi 6 mismunandi bakkar, nammi, samlokur,margar gerðir af hummus, rjómaís, örugglega 200 tegundir af snakki, hnetum salkringlum, ávaxtabakkar, jógúrt og múslí réttir, salatbar með köldu og heitum réttum, ofan á þetta er hægt að fá allskyns wraps (tortillur með allskonar gúmmolaði), 6 tegundir af heitum súpum, hóstasaft og verkjalyf, eðalkaffi, allskonar allskonar brauðmeti þ.á.m. eitthvað nýbakað crossant dæmi og þess háttar. Ég endaði bara með því að fá mér svona tortilla með kjúkling, mozzarella pestói og einhverju svoleiðis, trítlaði með þetta upp á herbergi og borðaði þar yfir fjórföldum Family Guy. Það besta er að þetta er að búðin er rétt hjá alveg, svo mér sýnist maður eiga eftir að trítla bara þangað í morgunmat næstu daga.
Nú er ég dottin í Will & Grace maraþon - djöfull er næs sjónvarpið í Ömmuríku! Jæja nú er lífsklukkan orðin milljón í mér þótt það sé rétt að skríða í miðnætti hér. Góða nótt.
:: geimVEIRA:: kl. 04:00:: [+] ::
...
:: mánudagur, desember 12, 2005 ::
Start spreading the news, I'm leaving today
Góðir hálsar - nú er ég bara að pakka niður, eftir 6 tíma fer ég í flugvélina og næsta stopp verður New York Fucking City!
Mér þykir þetta spennandi að vita hvort mér takist að komast til New York heil heilsu í þetta skiptið. Allt er þá þrennt er! Ég er samt algjörlega í óraunveruleikakasti/afneitun/whachamacallit - útlönd? New York? Whoah! Ævintýramennskan er í algleymingi, greinlegt að ég er óvön, en þetta er liður í að þjálfa kvendið upp. Ég er með allt opið, ég gisti á Gershwin hótelinu, ætla að sjá Moby á þessum einkatónleikum (eru ekki einu sinni auglýstir á tonleikastaðnum), ætla að fá mér Everything beyglu með rjómaosti, sjá einhver kennimerki borgarinnar, fara á TeaNY og hitta Ernu, planið er að reyna að fara svo í lestarferð til Boston að kíkja á íbúðir.. annað er óráðið, ætla bara að drekka í mig jólastemmingu New Yorkborgar, horfa á mannlífið, æfa mig að vera alein í útlandinu. Þetta verður fjör!
Nú er það sturta, klára að pakka niður, gjaldeyrir og af stað til Keflavíkur.
For you, kissing is about all about following your urges If someone's hot, you'll go in for the kiss - end of story You can keep any relationship hot with your steamy kisses A total spark plug - your kisses are bound to get you in trouble
Bíll til sölu - kostar eina tölu Ég hef verið eitthvað svo upptekin undanfarið - upptekin og blogglöt. Ég fór í síðustu viku í viðtal í bandaríska sendiráðið. Svo fór ég í hárlitun líka, fór vikuna þar áður í klippingu. Í næn-tú-fævinu er eftirmaður minn mættur á svæðið, enda farið að styttast ískyggilega í starfslok mín, svo ég honum innan handar og reyni að kenna eins og ég get. Á föstudaginn átti pabbi minn afmæli, ég hitti gamla starfsfélaga á Jómfrúnni, fór og sá Erlu frænku massa Ædolið með glæsibrag og rétt svo náði í lokatóna Tyftar á Pravda, mikið fjör, mikið að gera. Í síðustu viku æfðum við Dagur og frænka mín saman smá prógram til flutnings í sextugsafmæli móðurbróður míns sem var á laugardaginn var. Það tókst bara ágætlega, gaman að hitta ættmennin undir öðrum kringumstæðum en jarðarförum til tilbreytingar, svo um kvöldið var eitt besta heimabjórkvöld ársins, jólatúbbi, foreldrar, sófadýr í stuði, móðursystir mín, jólasnaps, klassískur píanóleikur, ostar baguette og pestó og spjallað frameftir öllu - eðal! Á sunnudaginn var það útsofelsi og síðan Banthai þar sem ljúfar veitingar voru fram bornar og svo var haldið á tónleika tríós Kjartans Valdemarssonar á Múlanum. Þetta var hið bestasta kvöld líka - tóm hamingja þessa helgi bara.
Í gær tók bíllinn minn hinsvegar upp á því að falla úr tenór í barítón, í dag droppaði hann endanlega svo hann verður víst á pústverkstæði hið snarasta helvískur. Ég kann honum litlar þakkir fyrir svona akkúrat þegar ég þarf að fara að selja hann (fyrir svo utan það, að ég hef þegar keypt heilt fokkings pústkerfi undir hann.... bara nýlega... og þegar ég segi nýlega.... meina ég fyrir 3 árum.... undir þennan glænýja bíl.... og þegar ég segi glænýja meina ég 7 ára bíl... sem manni finnst nýtt þegar maður hefur alltaf verið á 20 ára bílum fram til þessa, en þessi bara er svo fínn). Í það minnsta lendir næsti eigandi ekki í neinu veseni þá, alltaf leiðinlegt þegar svoleiðis gerist.
En hann fer á verkstæði - verður þá nýlagaður, líklega með nýtt pústkerfi - svo hér með tilkynnist að til sölu er einn vínrauður franskur bíll: Renault Mégane Classic 03/1998, ekinn tæpa 57þús km, sérlega vel með farinn, mjög sparneytinn, reyklaus, smurbók, útvarp m/segulbandi og fjarstýringu í stýri, aðeins 2 eigendur, rúðuskafa fylgir - áhugasamir hafi samband við mig í tölvupósti, sjá að ofan. Hér er mynd af alveg eins bíl.
Nú styttist líka í New York túrinn - þokkalega skrýtið að vera að fara svona einn út, en það verður fín æfing fyrir einveruna í Boston. Í dag eru 4 vikur og 5 dagar þar til ég flyt út! Ja hérna hér!
:: geimVEIRA:: kl. 19:51:: [+] ::
...