:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: fimmtudagur, desember 15, 2005 ::

New York Fucking City
Á þriðjudaginn fór ég á flotta delíið og fékk mér ristaða "Everything" beyglu með vorlauksrjómaosti í morgunmat, rosalega gott. Svo (í anda þess að prófa bara eitthvað nýtt) fékk ég mér eitthvað svona súkkulaðihnetukaffi. Ég varð svona líka bara hress af þessu að ég fór bara beinustu leið upp í Empire State, enda ekkert vitlaust að vera snemma í því og skyggnið eins og best verður á kosið. Það var mjög gaman að sjá yfir allt, en það var -11°C frost og vindur svo maður stökk út á dekk og aftur inn að hlýja sér.
Eftir Empire State fór ég heim á hótel og svo skrapp ég og fékk mér voðafínt karrí, en nennti nú eiginlega ekkert að vera þar vegna pirrandi þjóns sem var einum of vinalegur, alveg nógu off að vera einn úti að borða, svona lið .. pfft! Síðan gekk ég af stað og labbaði á Time's Square. Í millitíðinni fann ég samt búð.. alveg óvart, og gleymdi mér þar inni heillengi og fann jólagjöf þar, jú og svo fékk ég mér stórfurðulegt piparkökukaffi latte á Starbuck's enda alveg að krókna, en það var sérlega jólalegt á bragðið. Ég skoðaði mig heillengi um, fékk mér kvöldmat á Time's Square. Þar sat ég ein á TGI Friday's og sá par sem var svo voðalega ástfangið eitthvað. Strákurinn alltaf að klappa henni eitthvað og voða næs. Svo sá ég að hún var með eitthvað bréf og var að lesa, leit til hliðar og sá þá dúfur að gera það.... svo heyrðist "I do, I do" - mig grunar að þar hafi verið bónorð, allavega voru þau flissandi þarna og voðahappý. Síðan trallaði ég yfir í Virgin Megastore og keypti mér DVD disk til að horfa á fyrir svefninn. En svo auðvitað missti maður sig alveg í að skoða þar, fann reyndar jólagjafir og svona, en þegar ég loksins komst heim gat ég varla gengið enda búin a vera labbandi meira og minna allan daginn svo ég lagðist beint upp í rúm og steinsofnaði.

Í gær fór ég aftur á delíið mitt í morgunmat síðan fór ég aftur á hótelið í sturtu og frábært dúllerí, keypti nefninlega geeeeðveikt bodylotion í Sephora daginn áður, og kíkti síðan í búðir og fékk þetta fína veski og gallabuxur líka, já og eina peysu - þetta samtals á rúma 100 dollara (ég ELSKA svona!). Síðan hitti ég fólk frá London, Ohio, Kaliforníu, New York og Hollandi sem eru líka að fara á tónleikana í kvöld á TeaNY, voða hresst lið alveg. Ég massaði lest heim aftur (þokkalega þægilegt lestakerfið hérna). Svo fór ég að skipta um föt því planað var hittelsi við bekkjarsystur mínar úr MR, eftir að standa 4ever úti og frjósa fann ég leigubíl og hitti Ernu og Ásthildi á sushistað. Þar smakkaði ég alvöru misósúpu - þokkalega mikið betri en þær sem ég hef verið að búa til, svo borðaði maður yfir sig af sushi.


Í kvöld er það svo Moby karlinn. Það verður hittingur á undan tónleikunum líka en fólk kemur víða að svo það ætti að verða athyglisvert. Ég er óákveðin hvernig ég ver deginum, en það er líka bara svo gaman að láta þetta allt ráðast bara, New York er endalaust fjölbreytt, það er engin leið að gera allt í svona stuttum túr. Á miðnætti brestur jafnvel á verkfall lestastarfsmanna svo það verður kannski algjör súpa á morgun, en ég vona það besta.

Það hefur verið ansi kalt hérna, ég hef klætt mig vel en kuldinn (og líklegast þessar þúsundir sem hnerrað hafa í nánd) minnir á sig í hálsinum mínum. Ég fór í apótek í fyrradag og keypti allskyns kvefmeðöl svo ég bara fékk mér Non Drowsy Sudafed Multi-Symptom Sinus & Cold (þarf ekki að spyrja aððí!) og líður helling betur. Í kvöld á jafnvel að fara að snjóa, það er -7°C frost núna, maður verður að vera duglegur að drekka fríkað kaffi til að hlýja sér.

Nú er best að drífa sig af stað.

:: geimVEIRA:: kl. 13:07:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?