:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: þriðjudagur, desember 13, 2005 ::


Þá er mín mætt í stórborgina. Þetta leggst vel í mig. Það varð smá seinkun á fluginu, ekkert alvarlegt, ég sat við hliðina á 11 ára amerískum strák sem talaði eiginlega alla leiðina - en var samt nokkuð skemmtilegur blessaður svo það var bara gaman. Eftir að tækla vegabréfaeftirlitið og komast að því að upplýsingarnar sem ég fékk í sendiráðinu voru rangar (sem þýddi að ég fyllti ekki út rétt form) tók ég gulan leigubíl eftir að bíða sæmilega lengi í röðinni. Þar hljómaði umræðuþáttur á frönsku og kom upp úr krafsinu að bílstjórinn var frá Haiti. Það var mjög gaman að sjá borgina birtast á leiðinni, jólaskreytingar hér og þar í heimahúsum og stendur borgin vissulega undir nafni hvað ljós varðar, Empire State er upplýst í rauðum og grænum lit - voða sparileg, byggingin er bara alveg rétt hjá... ég hlakka til að sjá hvernig borgin lítur út í dagsljósi líka.


Hótelið er unaðslega flippað, í lobbyinu er Campells súpudós árituð af Andy Warhol, gangarnir, lyftan og bara allt stórfríkað alveg, allt saman í listaverkum meira að segja í lyftunni - frábært! Ofninn á herberginu er bilaður reyndar - hvissaði í ventli og lak - en þetta verður lagað á morgun, hann er alveg heitur svo það er allt í góðu.
Ég endaði með að trítla í gourmet deli sem er opið allan sólarhringinn og mælt er með af hótelinu. Þar er á ferð ein flottasta búð ever, held það sé sveimérþá allt til þarna og vinalegir Arabagaurar að afgreiða með dynjandi Austurlenska tónlist. Jógúrt, ávextir, mjólk (og allar mögulegar gerðir líka af soya og allskyns svoleiðis, bjór, gos, sushi 6 mismunandi bakkar, nammi, samlokur,margar gerðir af hummus, rjómaís, örugglega 200 tegundir af snakki, hnetum salkringlum, ávaxtabakkar, jógúrt og múslí réttir, salatbar með köldu og heitum réttum, ofan á þetta er hægt að fá allskyns wraps (tortillur með allskonar gúmmolaði), 6 tegundir af heitum súpum, hóstasaft og verkjalyf, eðalkaffi, allskonar allskonar brauðmeti þ.á.m. eitthvað nýbakað crossant dæmi og þess háttar. Ég endaði bara með því að fá mér svona tortilla með kjúkling, mozzarella pestói og einhverju svoleiðis, trítlaði með þetta upp á herbergi og borðaði þar yfir fjórföldum Family Guy. Það besta er að þetta er að búðin er rétt hjá alveg, svo mér sýnist maður eiga eftir að trítla bara þangað í morgunmat næstu daga.

Nú er ég dottin í Will & Grace maraþon - djöfull er næs sjónvarpið í Ömmuríku! Jæja nú er lífsklukkan orðin milljón í mér þótt það sé rétt að skríða í miðnætti hér. Góða nótt.

:: geimVEIRA:: kl. 04:00:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?