[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Góðir hálsar - nú er ég bara að pakka niður, eftir 6 tíma fer ég í flugvélina og næsta stopp verður New York Fucking City!
Mér þykir þetta spennandi að vita hvort mér takist að komast til New York heil heilsu í þetta skiptið. Allt er þá þrennt er! Ég er samt algjörlega í óraunveruleikakasti/afneitun/whachamacallit - útlönd? New York? Whoah! Ævintýramennskan er í algleymingi, greinlegt að ég er óvön, en þetta er liður í að þjálfa kvendið upp. Ég er með allt opið, ég gisti á Gershwin hótelinu, ætla að sjá Moby á þessum einkatónleikum (eru ekki einu sinni auglýstir á tonleikastaðnum), ætla að fá mér Everything beyglu með rjómaosti, sjá einhver kennimerki borgarinnar, fara á TeaNY og hitta Ernu, planið er að reyna að fara svo í lestarferð til Boston að kíkja á íbúðir.. annað er óráðið, ætla bara að drekka í mig jólastemmingu New Yorkborgar, horfa á mannlífið, æfa mig að vera alein í útlandinu. Þetta verður fjör!
Nú er það sturta, klára að pakka niður, gjaldeyrir og af stað til Keflavíkur.