[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Moby Fyrir tónleikana í gær ákvað ég að fara í lestarferð og tékka á stóra flotta jólatrénu við Rockefeller Center, enda veit maður ekkert hvenær maður verður aftur í New York fyrir jólin. Eitthvað gekk mér illa að finna þetta blessaða tré, allsstaðar sá ég svæðið merkt Rockefeller Center en eftir að labba allskonar hringi settist ég inn á tyrkneskan veitingastað og skoðaði svo bara í búðir. Ég fór í góðan labbitúr og tékkaði á dýralífinu í Madison Square Park. Þar hitti ég þennan ægilega hressa íkorna.
Og sá þessa ekki síður hressu rottu. Þau báðu að heilsa. Svo dreif ég mig heim aftur á hótelið til að hafa mig til, en liðið hittist fyrir tónleikana á veitingastað sem heitir Piano's.
Þar hitti ég fólk enn víðar að. Spjallaði við bassaleikarann af Play: Gretu Brinkman, kynntist afskaplega næs fatlaðri konu og náunga frá Boston (ég afþakkaði að búa hjá mömmu hans), spjallaði við listakonu sem strækaði á að gefa upp nafn sitt því henni þótti það skyggja á listina - hvaða list.. það er líka ráðgáta (við vorum með súperamerísk nafnspjöld sem Moby keypti víst fyrir liðið... "Hi my name is ____" en hún skrifaði bara "?". Ég átti bágt með að fá ekki hláturskast, svo ég kynntist allskyns fólki bara en öllu mjög hressu.
Tónleikarnir voru á oggolitlum stað, sem mér finnst bara algjörlega eins og íslenskt félagsheimili, fyrir kannski utan að það var bar á neðstu hæð, bar og brilljant fatahengi, en áhyggjur mínar af því að þurfa að halda á þungri kápu allt kvöldið voru að óþörfu, enda sérlega gott system á þessu hjá þeim og allir fengu yfirhafnir vaktaðar og geymdar.
Tónleikarnir voru ferlega skemmtilegir. Moby var við fjórða mann og var greinilega í góðu stuði. Hann byrjaði á Extreme Ways, svo tók hann Run On sem hann sagðist ekki hafa tekið live áður, svo kom syrpa af Porcelain - sem hann flippaði algjörlega á, tók kántrí-, pönk, samba og jazzútgáfu af.
Jazzinn misheppnaðist svo yndislega stórt. Moby snéri sér við.. Amaj7 to the G chord... og eftir 4 takta snéri hann sér að bandinu og sagði: "you guys will NOT be in my jazzband!" og fór bara í reggí-útgáfu hehehe. Síðan söng gítarleikarinn (sem reyndar spilaði líka á bassa í sumum lögum) cover af Rebel Yell í svona rólegri jazz-lounge-útgáfu, mjög vel sungið hjá honum.
Svo kynnti Moby að þau ætluðu að taka eitt af hans uppáhaldslögum, sem hann hefði aldrei tekið live áður og myndi ekki verða tekið live aftur... það fór nú alveg með mig að lagið var "When it?s cold Id Like to Die" sem er einmitt eitt af mínum uppáhaldslögum með karlinum. Það var svo rosalega fallega sungið líka, en hann var með æðislega söngkonu, sem heitir Laura Dawn, með sér, það var smá kúlmissir bara þar. Svo tóku þau Feeling So Real sem ég hefði ekki haldið að væri hægt að taka live, en það var mjög flott líka, þau tóku fullt af Play (sem mér finnst ennþá flottasta plata Moby) s.s. Southside og Honey, svo komu Lift Me Up, We are all made of stars, Beautiful af nýrri plötum, og svo coveruðu þau Walk on the Wild Side í tilefni þess að þau voru loksins komin heim til New York eftir að túra í ár. Svo tóku þau I like it (líka í fyrsta sinn læv), The Great Escape, Natural Blues sem ég átti ekki von á, og svo kom gítarleikarinn og tók Break On Through To The Other Side og þau enduðu á gömlu Mobylagi That's When I Reach For My Revolver. Einhver lög eru kannski að gleymast. En....
Tónleikarnir voru þarna bara hálfnaðir, því svo dj-aði Moby í tæpa 3 tíma í viðbót. Þá heyrði maður heimsmetslagið Thousand (Guinnessmet fyrir hraðasta lag í heimi... (fer í 1000 slög á mín), Born Slippy, Go og bara allskonar. Moby var flottur alveg (Fatboy Slim tekur hann þó í nefið) en Moby dj-ast orðið bara á einhverra ára fresti, en þetta var mikið tjútt.
Eftir tónleikana var nú ég ekki eina næturdýrið og New York er nú aldeilis borg fyrir svoleiðis dýr. Við fórum þarna saman hópur bara út að borða og ég borðaði snigla í New York kl. 2 um nótt með fullt af liði sem ég kynntist bara þarna, mjög skemmtilega flippað. Við vorum svo nokkur sem enduðum á kjaftatörn uppi á herbergi á Rivington hótelinu, sem er notað í myndatökur á albúminu á Hotel (nýjustu plötu Mobys). Það er geðveikt hótel alveg. Maður þarf að prófa að gista þar einhvern tímann. Þarna var því setið með útsýni yfir þá kolbrjálað rigningarveður og rok, talað um pólitík og drukkið íste framundir morgun.
Ég kalla mig þrælgóða að vakna jafnhress og ég þó gerði eftir 4ra tíma svefn, en ég varð að tæma hótelherbergið mitt í gær. Ég náði því, fór og fékk mér ægilega góða ekta delí samloku með pastrami og sinnepi og pickle on the side og fór (á púra þrjóskunni) aftur með lestinni til að finna fokkings tréð, núna með betri leiðbeiningar en ég hafði lagt af stað með áður. Ég fann það nú bara strax og náði því að kíkja á skautaliðið og tindrandi ljósin á þessu flotta tré. Annars skoðaði ég bara í búðir kíkti á einhvern túrisma í höfuðstöðvum NBC, fann fleiri jólagjafir og dreif mig svo heim á hótelið því ég bókaði mig extra snemma á flugvallarskutlu (svona ef hefði orðið verkfall - sem reyndar varð ekki síðan). Allt gekk afar vel, ég fékk far með alveg óheyrilega illskiljanlegum manni (við erum að tala um að það gekk 60 sinnum betur að skilja spastísku konuna kvöldið áður - og hún var að drekka) og ég komst á flugvöllinn og var ansi gott að fá að setjast, enda ég þokkalega þreytt orðin eftir vökurnar og labbið.
Ég var alveg búin á því og vonaðist til að geta sofið í flugvélinni. Það varð nú ansi erfitt, ég sat aftarlega við ganginn, sem þýðir klósetttraffík í 757, en það varð nú ekki til neins ónæðis. Verst var að ein flugfreyjan var svo óttaleg brussa að ég get svarið það ég held hún hafi dúndrað mjöðmunum í mann alltaf þegar hún strunsaði framhjá. Voða næs, en bara svona agaleg skvetta - shit hvað ég var orðin pirruð. Ég náði eitthvað að gleyma mér þegar hún hætti að labba þetta konan. En svo þegar 30 mín voru eftir til Keflavíkur kom flugstjórinn í kallkerfið með þessa líka frábæru opnunarlínu: "Þetta er flugstjórinn. Ég er hræddur um að ég sé boðberi válegra tíðinda". Ég fór nú bara að glotta enda New York túrinn búinn að ganga ótrúlega vel (m.v. fyrri tilraunir). Fór að sjá fyrir mér að núna fengi maður að upplifa nauðlendingu nr. 3 um ævina og fór að vorkenna flughrædda fólkinu. Svo hélt hann áfram blessaður og tilkynnti að Keflavíkurflugvelli hefði verið lokað vegna veðurs, svo við myndum lenda á Egilsstöðum. Svo geimVEIRA þreytta endaði með að þurfa að fara til Egilsstaða, hanga þar eftir að önnur þota væri tönkuð (sem tók fokkings eilífð) og svo eftir að okkar vél væri tönkuð og tók þetta svo langan tíma að veðrinu slotaði í Keflavík svo við enduðum þar rúmlega 11 um morguninn í staðinn fyrir um sexleytið í morgun.
Ég var búin að vaka í rúman sólarhring þegar ég kom heim. Ég náði aðeins að leggja mig sem var mjög fínt, í kvöld er eiginlega næstsíðasta helgin mín til að hitta fólk svo það var gaman að frétta af því hjá Sigga að það sé djammsessjón FíH í kvöld. Ég er ósköp þreytt en ætla að massa yfirhalningu hið snarasta og sjá hvort ég nái ekki að hitta gamla félaga.
:: geimVEIRA:: kl. 20:32:: [+] ::
...