[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Corea - Gomez - Moreira Ég var að koma af tónleikunum... þetta voru alveg meiriháttar tónleikar... karlarnir svoleiðis geisluðu af leikgleði , Airto Moreira átti alveg showið, svakalega skemmtilegur músíkant. Hann lék ekki aðeins á slagverk (allra flottasti svoleiðis performance sem ég hef séð) heldur söng hann líka og var með allskonar hljóðgjörninga, alveg frábært. Chick og hann voru í góðu gríni, áttu alveg kostulega senu þar sem þeir léku saman á einhverjar ýlur sem hljómuðu eins og barnsgrátur. Þeir léku þrír en samtals á 36 hljóðfæri (eða ég hætti að telja þegar ég var komin upp í 36), Moog, Rhodes, flygill, kontrabassi, trommusett og gilljónjónson hristur og allskonar dót. Í salnum var fjölskylda Corea, og það var rosalétt stemming yfir þessu og fékk ég að heyra La Fiesta sjálft og allt! Bassaleikarinn, Eddie Gomez, spilaði í 11 ár með Bill Evans og tóku þeir Waltz for Debbie líka og voru með æðislegan spuna og gladdi mig mikið hvað Airto gerði mikið með röddinni. Hann var eins og áður sagði algjör senuþjófur, Chick var frábær auðvitað og Gomez var rosalegur... Moreira söng Desafinato og massaði geðveikt slagverk með.... þeir spiluðu í 2 tíma og fengu "standing ovation" og spiluðu þá 2 lög í viðbót.
Þessir tónleikar fara á topp 3 listann. Og ekki missa af Airto Moreira ef þið hafið tækifæri að sjá karlinn - hann er bara kúl!
Já og ég gleymi að segja aðalfrábærfyrirbærið.... ég var ALVEG við sviðið í annarri sætaröð!
Já og ég á núna áritaðan DVD disk með (áritaðan af Gomez og Corea) og Corea gaf öllum tónleikagestum geisladisk með þökk til aðdáenda sinna fyrir að vera svona ógeðslega skemmtilegir. Gaman að svona hressleika.
:: geimVEIRA:: kl. 02:53:: [+] ::
...
:: föstudagur, apríl 28, 2006 ::
Það er farin fylling úr jaxli mínum, nú reynir á tryggingapakkann hérna úti. Hélt ég myndi aldrei segja þetta: en ég vona að ég geti fengið staðdeyfingarsprautu í þessu útlandi, mér líst lítið á þennan hláturgasbransa sem mér skilst að tíðkist hér líka.
Á morgun fer ég á Chick Corea tónleika....
"With longtime colleagues Airto Moreira on drums and percussion and Eddie Gomez on bass, this rare triumvirate will explore their uncanny chemistry together on material from the original Return to Forever repertoire of more than 30 years ago. In addition, the trio plans to dip into their past associations with historic band leaders Bill Evans and Miles Davis, as well as explore new uncharted territories".
Það er allt brjálað í einum grunnskóla hérna þar sem lesin var ævintýrabók um tvo prinsa sem eru ástfangnir og lifa happy ever after. Foreldrarnir alveg að flippa og farnir í mál og alles.
Ég þurfti að semja stutt lag í vikunni, það þarf ég svo að setja upp í sequencer og skila á geisladisk, handskrifa nótur fyrir trommusett, bassa, hljóma og melódíu, skella intrói á þetta og svona skemmtilegt sem lokaverkefni. Svo þarf ég að gera 4ra síðna ritgerð í ensku, sem flytja á sem fyrirlestur. Ég fer í lokapróf í afro-cuban trommunum í næstu viku og vikuna þar á eftir eru öll lokapróf annarinnar, algjör læti bara!
:: geimVEIRA:: kl. 02:55:: [+] ::
...
Itchy and Scratcy Í dag fékk ég þvílíkt dúndur kláðakast. Ég hef verið að fá útbrot hingað og þangað undanfarið, hlýtur að vera tengt þvottaefni, en núna var gaffall orðinn mjög freistandi, svo ég endaði (eftir tæplega 2ja tíma unaðslegt klór) úti í dópsjoppu með eldrauða þrútna fótleggi og keypti mér antihistamín. Ég náttúrulega sofnaði þegar það var farið að virka. Ég held ég þurfi að þvo öll fötin mín upp á nýtt... sem er glatað því það er svo mikið vesen að muna að eiga klink í vélina - plús það er bara þokkalega dýrt - greinilega skola ekki nóg þessar vélar.
Annars er þessi síða stuð.
:: geimVEIRA:: kl. 03:32:: [+] ::
...
:: laugardagur, apríl 22, 2006 ::
You Are a Newborn Soul
You are tolerant, accepting, and willing to give anyone a chance. On the flip side, you're easy to read and easily influenced by others. You have a fresh perspective on life, and you can be very creative. Noconformist and nontraditional, you've never met anyone who's like you.
Inventive and artistic, you like to be a trendsetter. You have an upbeat spirit and you like almost everything. You make friends easily and often have long standing friendships. Implusive and trusting, you fall in love a little too easily.
Souls you are most compatible with: Bright Star Soul and Dreaming Soul
Ég sit heima og horfi á þátt á ABC og ég er bara í rusli. Það er þáttur þar sem fylgst með hryllilegu heimilislífi stelpu sem býr með pabba sínum og stjúpmóður sem er nú bara eins og þær úr Grimmsævintýrunum sveimérþá....þau eru svo ógeðslega vond við stelpuna, ég skil ekki að fólkið hafi látið svona með upptökur í gangi og alles, svo gátu þau slökkt á vélunum, sem segir manni að þetta hafi nú verið verra en sést á mynd. Greyið greyið stelpan.... shitturinn!
:: geimVEIRA:: kl. 02:30:: [+] ::
...
:: föstudagur, apríl 21, 2006 ::
Your Birthdate: May 27
You are a spiritual soul - a person who tries to find meaning in everything. You spend a good amount of time meditating, trying to figure out life. Helping others is also important to you. You enjoy social activities with that goal. You are very generous and giving. Yet you expect very little in return.
Your strength: Getting along with anyone and everyone
Your weakness: Needing a good amount of downtime to recharge
Berklee skólatónleikar: Alex Terrier Ég sit á tónleikum núna þar sem flutt eru frumsamin verk nemanda í tónsmíðadeild í Berklee. Ég vissi ekkert alveg hvað ég var að fara út í, en auglýsingin sýndi smákrakka í garðstól sem verið er að kveikja í sígarettu hjá og þetta var eitthvað svo súrt OG tónleikarnir áttu að hefjast 5 mín eftir að ég sá auglýsinguna svo ég skellti mér. Þá er bara massíft bigband hér, lögin eru skrambi flott. Tónsmiðurinn heitir Alex Terrier og talar með yndislega krúttlegum frönskum hreim. Ég er annars bara hress. Er búin að vera í skólanum og baksa við að skrifa bloddí ritgerð sem ég kem mér ekki alveg í. Ég skilaði inn svona fyrsta uppkasti um daginn og það var crap. Ég fékk C og ætla að endurskrifa þetta frá grunni. Fann ekki alveg stefnuna, skrifaði voða fína ritgerð ef hún hefði verið fyrir eitthvað annað en ensku, þurfti voða mikið að tjá mig um eitthvað allt annað en ég átti að gera. Úúú.. nú er lag sem byrjaði í einhverjum freejazz fílíng en er núna komið út í hiphop takt... tékkið á þessum gaur hér.
:: geimVEIRA:: kl. 20:21:: [+] ::
...
:: mánudagur, apríl 10, 2006 ::
Roni Size á Íslandi...mig langar á þessa tónleika.
:: geimVEIRA:: kl. 14:53:: [+] ::
...
:: sunnudagur, apríl 09, 2006 ::
Ég þarf að skila inn uppkasti að ritgerð um tvær merkar ritgerðir: On Civil Disobediance eftir Henry David Thoreau og Letter from Birmingham Jail eftir Martin Luther King. Erfiðast þykir mér að koma skikk á allt sem hægt er að segja um svona magnaðan texta, ég vonaðist til að ritgerðarefnin yrðu sértækari, en ég finn út úr þessu.
:: geimVEIRA:: kl. 17:00:: [+] ::
...
Ég fæ söngfiðluleikara til að sofa til nýju dýnuna á morgun, gaman að því.
Mér líst mjög vel á Oblivion, búin að komast úr ógöngunum - hætti leiknum á krítískum punkti í gær, svo nú langar mig að halda honum áfram. Hér er konan sem ég spila í leiknum. Hún heitir Angelina Ulunikki og kann að læðast, drepa rottur og er farin eð geta pikkað lása.
:: geimVEIRA:: kl. 23:15:: [+] ::
...
:: sunnudagur, apríl 02, 2006 ::
Ég fór í búð í gær og er nú komin með gestadýnu, -sæng, -lök og -kodda. Svo fór ég í aðra búð reyndar líka, því ég lét sannfærast um að prófa nýjan tölvuleik sem heitir Oblivion. Ég er búin að spila hann svolítið núna í kvöld, líst mjög vel á hann. Ég lenti reyndar í leiðindacrashi þannig að ég missti út rúman hálftíma, akkúrat þegar ég var að komast betur inn í þetta, en það var bara út af mistökum í stillingum hjá mér. Núna er ég alveg föst svo ég held ég fari og horfi á SNL en það er eitthvað meeeega-best-of í gangi... Chris Farley, David Spade, Adam Sandler, Chris Rock algjörlega búnir að fara á kostum... heilla óneitanlega meira en dauðu rotturnar og læstu dyrnar sem ég má ekki nota lykilinn minn á.
:: geimVEIRA:: kl. 06:32:: [+] ::
...
:: laugardagur, apríl 01, 2006 ::
Queer Eye for the Straight Guy... Þessir gaurar eru svo frábærir - mamma má ég eigaðá?
:: geimVEIRA:: kl. 18:36:: [+] ::
...