[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Berklee skólatónleikar: Alex Terrier Ég sit á tónleikum núna þar sem flutt eru frumsamin verk nemanda í tónsmíðadeild í Berklee. Ég vissi ekkert alveg hvað ég var að fara út í, en auglýsingin sýndi smákrakka í garðstól sem verið er að kveikja í sígarettu hjá og þetta var eitthvað svo súrt OG tónleikarnir áttu að hefjast 5 mín eftir að ég sá auglýsinguna svo ég skellti mér. Þá er bara massíft bigband hér, lögin eru skrambi flott. Tónsmiðurinn heitir Alex Terrier og talar með yndislega krúttlegum frönskum hreim. Ég er annars bara hress. Er búin að vera í skólanum og baksa við að skrifa bloddí ritgerð sem ég kem mér ekki alveg í. Ég skilaði inn svona fyrsta uppkasti um daginn og það var crap. Ég fékk C og ætla að endurskrifa þetta frá grunni. Fann ekki alveg stefnuna, skrifaði voða fína ritgerð ef hún hefði verið fyrir eitthvað annað en ensku, þurfti voða mikið að tjá mig um eitthvað allt annað en ég átti að gera. Úúú.. nú er lag sem byrjaði í einhverjum freejazz fílíng en er núna komið út í hiphop takt... tékkið á þessum gaur hér.
:: geimVEIRA:: kl. 20:21:: [+] ::
...