[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það er farin fylling úr jaxli mínum, nú reynir á tryggingapakkann hérna úti. Hélt ég myndi aldrei segja þetta: en ég vona að ég geti fengið staðdeyfingarsprautu í þessu útlandi, mér líst lítið á þennan hláturgasbransa sem mér skilst að tíðkist hér líka.
Á morgun fer ég á Chick Corea tónleika....
"With longtime colleagues Airto Moreira on drums and percussion and Eddie Gomez on bass, this rare triumvirate will explore their uncanny chemistry together on material from the original Return to Forever repertoire of more than 30 years ago. In addition, the trio plans to dip into their past associations with historic band leaders Bill Evans and Miles Davis, as well as explore new uncharted territories".
Það er allt brjálað í einum grunnskóla hérna þar sem lesin var ævintýrabók um tvo prinsa sem eru ástfangnir og lifa happy ever after. Foreldrarnir alveg að flippa og farnir í mál og alles.
Ég þurfti að semja stutt lag í vikunni, það þarf ég svo að setja upp í sequencer og skila á geisladisk, handskrifa nótur fyrir trommusett, bassa, hljóma og melódíu, skella intrói á þetta og svona skemmtilegt sem lokaverkefni. Svo þarf ég að gera 4ra síðna ritgerð í ensku, sem flytja á sem fyrirlestur. Ég fer í lokapróf í afro-cuban trommunum í næstu viku og vikuna þar á eftir eru öll lokapróf annarinnar, algjör læti bara!
:: geimVEIRA:: kl. 02:55:: [+] ::
...