[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég hef ekki lent í þessu áður, en Blogger hefur eytt færslu frá mér... mjög undarlegt.
Ég sá semsagt svona egóistan hjá Hafdísi og bjó líka til þannig hér.
:: geimVEIRA:: kl. 08:24:: [+] ::
...
"Procrastination isn't the problem, it's the solution. So procrastinate now, dont put it off." - Ellen DeGeneres - Here and Now
:: geimVEIRA:: kl. 04:03:: [+] ::
...
Plöggistan Það er kominn 11 stiga hiti svo ég nenni ekki að blogga. Ég minni hins vegar á jazztónleika næsta laugardag, vinur minn Dagur Bergsson píanisti mun, ásamt Gunna Hrafns bassaleikara og Matta Hemstock trommara flytja frumsamið efni eftir Dag. Tónleikarnir eru kl. 17 í Listasalnum í Kjarnanum í Mosfellsbæ. Sjá nánari leiðbeiningar hér.
:: geimVEIRA:: kl. 19:23:: [+] ::
...
:: sunnudagur, febrúar 12, 2006 ::
Ég fór á tónleika með Tyft á föstudagskvöldið í Cambridge, ég missti af þeim á Pravda um daginn, svo það var stuð að ná Hilmari, Black og D´Angelo hérna. Tónleikarnir voru í galleríi og fólk sat á klappstólum og drakk nesti, en það voru engar veitingar til sölu svo fólk dró bjór og stöku viskípela upp úr pappapokum, mjög fyndið að sjá þetta. Það var gersamlega stappað inni á staðnum og þrælgóð stemming, alltaf gaman á tónleikum með þeim.
Í gær fór ég í klippingu, en hausinn á mér var orðinn ferlegur alveg. Hún heppnaðist bara ágætlega sýnist mér, en ég var frekar lítið spennt fyrir að fara í klippingu hérna, svo ég er dauðfegin að vera ekki alveg hörmung á ameríska vísu. Ég fann líka hversdagsskó á mig og fleira smálegt sem vantaði, krem og hárdrasl og svoleiðis. Svo hittumst við frænka mín og fengum okkur pizzu, mjög kósí. Ég mundi svo að mig vantaði léttmjólk, svo eftir matinn fórum við og versluðum. Þarna kom ég inn í stærstu og hrikalegustu búð sem ég hef komið í hérna. Huge ASS súpermarkaður og með vínbúð í líka, en það hef ég hvergi séð annarsstaðar, almennt er ekki selt áfengi í matvörubúðum. Þarna er opið allan sólarhringinn og var heilmikið að gera og raðir á öllum kössum, nema einum. Af skærri ævintýramennsku skellti ég mér á hann. Hvernig kassi var það? Jú, það var SJÁLFSAFGREIÐSLUKASSI. The future is here my friends. Þetta var alveg steikt. Maður skannaði dótið sjálfur, setti ofan í poka, tölva leiðbeindi manni og kallaði á starfsmann þegar framvísa varð skilríkjum fyrir bjórkippuna sem ég keypti, þetta var magnað. Svo tróð maður kreditkorti í maskínu og skrifaði undir á snertiskjáinn, fékk sína kvittun og var búinn. Frábært!
Ég fer í tónheyrnarpróf á morgun, skila ritgerð á þriðjudaginn og fer í hljómfræðipróf á föstudaginn, svo það er óhætt að segja að stuðið er hafið í skólanum. Það er líka stuð í veðrinu en nú eru fréttastöðvarnar í biðstöðu, bíðandi eftir því hvort megi skv. skilgreiningum kalla veðrið "Blizzard of ´06". Það snóaði alveg slatta í nótt, ég þurfti að sópa snjó úr gluggakistunni þar sem snjóað hafði inn hjá mér inn um gluggann, en manni blöskar æsingurinn í fréttamönnunum, ekki þykir manni þetta svona svakalegt, en það eru fréttamenn út um allt segjandi sömu söguna - "Það er svoooo kalt! Sjáið þið alla snjókomuna!". En það er ófærð og búið að fresta mannfögnuðum, 90% flugsamgangna liggja niðri svo þetta er auðvitað fréttnæmt í stórborg. Það má náttúrulega ekkert vera til að allt lamist, fólk er hvatt til að skilja einkabíla eftir heima, viðtal var tekið við mann í pickup, sem var á leiðinni að fara að gifta sig. Fréttamaðurinn spurði hann í tvígang hvort hann ætlaði virkilega að vera á ferðinni í þessu veðri, svo yfir sig spenntur yfir "óveðrinu" að hann greinilega meðtók engan veginn að gaurinn þurfti að mæta í eigin giftingarathöfn, aumingja strákurinn reyndi að útskýra að unnustan biði og blabla... Það á víst eftir að hvessa eitthvað hérna, spurning hvort endi með að skólanum verði lokað á morgun. Ég er vel sett allavega, verslaði inn í fyrradag, fékk mér svona gömlukerlingavagn svo nú get ég verslað þungt að vild.
:: geimVEIRA:: kl. 16:26:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, febrúar 08, 2006 ::
Ég er eitt Maiden Voyage að labba í skólann.
Ég er með hausverk.
28. apríl kemur Chick Corea og heldur tónleika í Berklee og ég ætla að hlusta á hann.
Í tíma í skólanum í dag lét kennarinn okkur hlusta á Jamiroquai, það fílaði ég.
Einn kennarinn minn var í skóla með Einari Val Scheving í Miami.
Ég er að skrifa ritgerð um Malcolm X og Frederick Douglass - merkilegir kappar báðir tveir.
Núna er að byrja Southpark útgáfa af LOTR - ú jé!
:: geimVEIRA:: kl. 04:13:: [+] ::
...
:: sunnudagur, febrúar 05, 2006 ::
Þetta er kúl græja.
:: geimVEIRA:: kl. 23:02:: [+] ::
...
Ég skrifaði undir.
:: geimVEIRA:: kl. 20:28:: [+] ::
...
:: laugardagur, febrúar 04, 2006 ::
Eurotrash Ég fór í kvöld út að borða með klúbbi alþjóðlegra nemenda við Berklee. Farið var á mið-austurlenskan stað, ég fékk voða gott kebab og náðist fín stemming. Ég kjaftaði við búlgarskan þverflautuleikara, grískan gítarista, tvo píanista, fiðluleikara og bassaleikara frá Japan, ástralskan gítarleikara, bassaleikara og gítarleikara frá Englandi, Austurríkismann, Pakistana, Hollending, Þjóðverja og sænskan gítarleikara. Sannarlega fjölþjóðleg blanda og skálað var á nokkrum tungumálum, mjög gaman. Við kíktum á bar á eftir nokkur, þar var spjallað frameftir. Við vorum nokkur samferða áleiðis heim og mér var svo fylgt heim af herramannslegum Breta með sítt krullað hár og gítar á bakinu. Voða krúttlegt alltaf að vera að skralla með fólki sem er með hljóðfæri með sér. Fynd kvöldsins var þegar leigubílstjóri hóaði í strák með gítar á bakinu og heimtaði að hann tæki sig í tíma - strákurinn var einmitt nýbúinn að láta útbúa nafnspjöld svo hann massaði bara kennslu þarna úti á götu,tilbúinn með nafnspjaldið og alles. Hitt fynd kvöldsins er þegar fúl amerísk stelpa kallaði hópinn "Eurotrash", fyrir hvað var sérlega óljóst. Hollensk stelpa var nokkuð fúl, en okkur hinum sérstalega Japönunum og Átralanum fannst þetta alveg brill. Á morgun er ég að spá í að tékka á einhverjum grænmetismarkaði sem mér var sagt að væri voða fínn, nú og svo þarf ég að læra. Og læra. Og læra líka.
:: geimVEIRA:: kl. 07:54:: [+] ::
...
Ég er nemandi í háttvirtum tónlistarháskóla í sem sérhæfir sig í ryþmískri tónlist t.a.m. jazzi.
Lagið sem ég hef haft á heilanum í allan dag: Fallerí Fallera með Hemma Gunn.
Hvað er það!?????
:: geimVEIRA:: kl. 01:51:: [+] ::
...
:: föstudagur, febrúar 03, 2006 ::
Busy busi Ég hef verið alveg á kafi þessar fyrstu tvær vikur í Berklee. Ég er í 3 tónheyrnartímum á viku, 2 nótnaritunartímum, "Rhythm Section Grooves" sem er e.k. samspilstími og einkatíma í söng og 2 hljómfræðitímum, 3 enskutímum á viku, R&B Vocal lab og lestri fyrir söngnema. En ég er líka búin að vera á fullu þessa vikuna að koma mér í vandræði. Ég tók nefninlega upp á því að ruglast eitthvað á mánudaginn var, ætlaði að fara í stærðfræðipróf sem metur í hvaða kúrsa maður má fara kjósi maður að fara í upptökutækni (sem mig langar mikið að tékka á), en ég fór óvart í próf sem var svona "test-out" (próf sem gefur manni einingar sem nemur kúrsinum sem annars þarf að taka) sem kallað er fyrir Music Technology, sem er 2ja eininga kúrs sem allir verða að taka á fyrstu önn. Ég vissi að eitthvað svoleiðis próf átti að vera, en ætlaði mér ekkert í það, en fyrst ég var komin á annað borð ákvað ég bara að taka bloddí prófið.
Daginn eftir upphófust vandræðin, þá fékk ég niðurstöðu prófsins. Það þurfti 70% til að ná test-out á áfangann, ég fékk 84%. Þar með græddi ég tvær einingar alveg óvart og þá byrjaði ballið. Þannig er að fyrstu annar nemar í under-grad námi taka 16 einingar. Manni er úthlutað tímum sem fylla þær 16 einingar í upphafi og ég hélt að ég væri bara komin með mína stundaskrá. En þegar ég græddi allt í einu 2 kredit þýddi það að ég mátti velja hvað sem ég vildi sem a) var laust pláss í og b) ég uppfyllti skilyrði um að sækja. Þar sem Berklee er með svakalegt úrval varð ég auðvitað mjög glöð, en þar sem deadline til að velja kúrsa, skrá sig og vera samþykktur inn er í dag, er ég búin að vera í þokkalegu stressi að finna út úr kerfinu og e-maila allskonar yfirkennurum beiðnir og fyrirspurnir.
Fyrsta sem ég skráði mig í sem valfag er "Afro-Cuban Percussion for non-percussionists" svo reyndi ég að fá á hreint hvort ég kæmist inn í píanókennslu fyrir söngnema, sem mér fannst mjög gáfulegt val sem og "Mics, PA systems & the Singer". En mér gekk bölvanlega að ná sambandi við einhvern í píanódeildinni sem gat svarað mér. Á miðvikudagskvöldið eftir mjög langan dag, fór ég í stærðfræðiprófið sem ég hafði upphaflega ætlað í þarna þegar ég "testaði" óvart "out" þarna í hinu.
MP&E er rosalega vinsæl deild í Berklee og sást það klárlega á prófstað, en stofan sem prófið var í var yfirfull, setið á gangnum fyrir framan og alveg fram á stigagang. Þar sat ég á gólfinu og rifjaði upp algebru og föll og einhvern fjandann annan sem ég hef ekki spáð í síðustu 12 árin - frekar steikt, en það hjálpaði að hafa krossaspurningar svona fyrst maður er frekar lógískur. Í gær fór ég svo í trommutímann - alveg rosakát - æfti tambao á congur - ú jeah! Kennarinn er frá Puerto Rico og sagði sniðugar sögur og lét okkur svo spila með í salsa lagi, mjög skemmtilegt. Núna hef ég leyfi til að fara í trommudeildina og æfa mig líka þar hohoho!
Svo hélt ég áfram að reyna að fiffa þessi mál með valfögin. Allt benti til að þessi PA/mic tími væri fullsetinn, svo ég skrifaði meil til yfirkennara söngdeildarinnar sem og út um alla píanódeild.
Svo flæktust mál enn frekar! Til að komast inn í upptökutæknikúrsinn (og reyndar musicsynthesiskúrsa líka) þurfti að ná þessari stærðfræði þarna, ég fékk í gær að vita að ég fékk 8 á fokking prófinu! Svo í gær var ég alveg komin í hring. Því ég gat, að vísu með því að borga (ouch) fyrir eitt aukakredit (og sleppa trommunum), þannig byrjað strax í þeim tímum. Mjög freistandi sko. Svo ég fór varð að meila á enn fleira fólk. Alveg stress bara - því það er sko slatti af heimavinnu ofan á þessar útréttingar. Í gær var ég skráð í áheyrnarpróf fyrir svona söngvarashow eitthvað, en ég náði ekkert að undirbúa mig, en ákvað að mæta til að fá bara reynsluna í að taka áheyrnarpróf. Maður hefur alltaf gott af því.
Í dag fékk ég svar um að eini upptökutæknitíminn sem mögulegur væri fyrir mig, rekst á 3 önnur fög sem mér eru nauðsynleg, svo ég ákvað að bíða (sniff) með það og fókusa á sönginn (ekki veitir af). Það mun samt ekkert breytast með það að ég má fara beint í þennan kúrs næst ef ég vil. Ég fór svo og talaði við kennara í söngdeildinni og fékk mig skráða í PA/mic tímann og með mitt hálfa kredit sem ég átti laust lét ég hann mæla með einhverju sniðugu til viðbótar og komst inn í svona bakraddavinnubúðir þar sem farið verður í raddanir og hljóðnemanotkun og þess háttar, mjög djúsí.
Svo þessa vikuna er ég búin að fara marga óvænta hringi en er í dag komin með endanlega stundaskrá Ég komst ekki inn í þetta söngvarashow, en ég var sko ekki hissa á því. Eitt mjög kúl samt, ég fékk komment frá prófdómurunum, mjög sniðugt, svo fólk lærir á þessum prófum meira en bara að láta vaða. Ég allavega komst inn í tvö fög sem mig langaði rosalega í að læra á: hljóðnema- og -kerfatímann og svo percussion, svo ég er rosalega ánægð með þetta allt saman.
:: geimVEIRA:: kl. 18:39:: [+] ::
...