[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Busy busi Ég hef verið alveg á kafi þessar fyrstu tvær vikur í Berklee. Ég er í 3 tónheyrnartímum á viku, 2 nótnaritunartímum, "Rhythm Section Grooves" sem er e.k. samspilstími og einkatíma í söng og 2 hljómfræðitímum, 3 enskutímum á viku, R&B Vocal lab og lestri fyrir söngnema. En ég er líka búin að vera á fullu þessa vikuna að koma mér í vandræði. Ég tók nefninlega upp á því að ruglast eitthvað á mánudaginn var, ætlaði að fara í stærðfræðipróf sem metur í hvaða kúrsa maður má fara kjósi maður að fara í upptökutækni (sem mig langar mikið að tékka á), en ég fór óvart í próf sem var svona "test-out" (próf sem gefur manni einingar sem nemur kúrsinum sem annars þarf að taka) sem kallað er fyrir Music Technology, sem er 2ja eininga kúrs sem allir verða að taka á fyrstu önn. Ég vissi að eitthvað svoleiðis próf átti að vera, en ætlaði mér ekkert í það, en fyrst ég var komin á annað borð ákvað ég bara að taka bloddí prófið.
Daginn eftir upphófust vandræðin, þá fékk ég niðurstöðu prófsins. Það þurfti 70% til að ná test-out á áfangann, ég fékk 84%. Þar með græddi ég tvær einingar alveg óvart og þá byrjaði ballið. Þannig er að fyrstu annar nemar í under-grad námi taka 16 einingar. Manni er úthlutað tímum sem fylla þær 16 einingar í upphafi og ég hélt að ég væri bara komin með mína stundaskrá. En þegar ég græddi allt í einu 2 kredit þýddi það að ég mátti velja hvað sem ég vildi sem a) var laust pláss í og b) ég uppfyllti skilyrði um að sækja. Þar sem Berklee er með svakalegt úrval varð ég auðvitað mjög glöð, en þar sem deadline til að velja kúrsa, skrá sig og vera samþykktur inn er í dag, er ég búin að vera í þokkalegu stressi að finna út úr kerfinu og e-maila allskonar yfirkennurum beiðnir og fyrirspurnir.
Fyrsta sem ég skráði mig í sem valfag er "Afro-Cuban Percussion for non-percussionists" svo reyndi ég að fá á hreint hvort ég kæmist inn í píanókennslu fyrir söngnema, sem mér fannst mjög gáfulegt val sem og "Mics, PA systems & the Singer". En mér gekk bölvanlega að ná sambandi við einhvern í píanódeildinni sem gat svarað mér. Á miðvikudagskvöldið eftir mjög langan dag, fór ég í stærðfræðiprófið sem ég hafði upphaflega ætlað í þarna þegar ég "testaði" óvart "out" þarna í hinu.
MP&E er rosalega vinsæl deild í Berklee og sást það klárlega á prófstað, en stofan sem prófið var í var yfirfull, setið á gangnum fyrir framan og alveg fram á stigagang. Þar sat ég á gólfinu og rifjaði upp algebru og föll og einhvern fjandann annan sem ég hef ekki spáð í síðustu 12 árin - frekar steikt, en það hjálpaði að hafa krossaspurningar svona fyrst maður er frekar lógískur. Í gær fór ég svo í trommutímann - alveg rosakát - æfti tambao á congur - ú jeah! Kennarinn er frá Puerto Rico og sagði sniðugar sögur og lét okkur svo spila með í salsa lagi, mjög skemmtilegt. Núna hef ég leyfi til að fara í trommudeildina og æfa mig líka þar hohoho!
Svo hélt ég áfram að reyna að fiffa þessi mál með valfögin. Allt benti til að þessi PA/mic tími væri fullsetinn, svo ég skrifaði meil til yfirkennara söngdeildarinnar sem og út um alla píanódeild.
Svo flæktust mál enn frekar! Til að komast inn í upptökutæknikúrsinn (og reyndar musicsynthesiskúrsa líka) þurfti að ná þessari stærðfræði þarna, ég fékk í gær að vita að ég fékk 8 á fokking prófinu! Svo í gær var ég alveg komin í hring. Því ég gat, að vísu með því að borga (ouch) fyrir eitt aukakredit (og sleppa trommunum), þannig byrjað strax í þeim tímum. Mjög freistandi sko. Svo ég fór varð að meila á enn fleira fólk. Alveg stress bara - því það er sko slatti af heimavinnu ofan á þessar útréttingar. Í gær var ég skráð í áheyrnarpróf fyrir svona söngvarashow eitthvað, en ég náði ekkert að undirbúa mig, en ákvað að mæta til að fá bara reynsluna í að taka áheyrnarpróf. Maður hefur alltaf gott af því.
Í dag fékk ég svar um að eini upptökutæknitíminn sem mögulegur væri fyrir mig, rekst á 3 önnur fög sem mér eru nauðsynleg, svo ég ákvað að bíða (sniff) með það og fókusa á sönginn (ekki veitir af). Það mun samt ekkert breytast með það að ég má fara beint í þennan kúrs næst ef ég vil. Ég fór svo og talaði við kennara í söngdeildinni og fékk mig skráða í PA/mic tímann og með mitt hálfa kredit sem ég átti laust lét ég hann mæla með einhverju sniðugu til viðbótar og komst inn í svona bakraddavinnubúðir þar sem farið verður í raddanir og hljóðnemanotkun og þess háttar, mjög djúsí.
Svo þessa vikuna er ég búin að fara marga óvænta hringi en er í dag komin með endanlega stundaskrá Ég komst ekki inn í þetta söngvarashow, en ég var sko ekki hissa á því. Eitt mjög kúl samt, ég fékk komment frá prófdómurunum, mjög sniðugt, svo fólk lærir á þessum prófum meira en bara að láta vaða. Ég allavega komst inn í tvö fög sem mig langaði rosalega í að læra á: hljóðnema- og -kerfatímann og svo percussion, svo ég er rosalega ánægð með þetta allt saman.
:: geimVEIRA:: kl. 18:39:: [+] ::
...