:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: sunnudagur, febrúar 12, 2006 ::

Ég fór á tónleika með Tyft á föstudagskvöldið í Cambridge, ég missti af þeim á Pravda um daginn, svo það var stuð að ná Hilmari, Black og D´Angelo hérna. Tónleikarnir voru í galleríi og fólk sat á klappstólum og drakk nesti, en það voru engar veitingar til sölu svo fólk dró bjór og stöku viskípela upp úr pappapokum, mjög fyndið að sjá þetta. Það var gersamlega stappað inni á staðnum og þrælgóð stemming, alltaf gaman á tónleikum með þeim.

Í gær fór ég í klippingu, en hausinn á mér var orðinn ferlegur alveg. Hún heppnaðist bara ágætlega sýnist mér, en ég var frekar lítið spennt fyrir að fara í klippingu hérna, svo ég er dauðfegin að vera ekki alveg hörmung á ameríska vísu. Ég fann líka hversdagsskó á mig og fleira smálegt sem vantaði, krem og hárdrasl og svoleiðis. Svo hittumst við frænka mín og fengum okkur pizzu, mjög kósí. Ég mundi svo að mig vantaði léttmjólk, svo eftir matinn fórum við og versluðum. Þarna kom ég inn í stærstu og hrikalegustu búð sem ég hef komið í hérna. Huge ASS súpermarkaður og með vínbúð í líka, en það hef ég hvergi séð annarsstaðar, almennt er ekki selt áfengi í matvörubúðum. Þarna er opið allan sólarhringinn og var heilmikið að gera og raðir á öllum kössum, nema einum. Af skærri ævintýramennsku skellti ég mér á hann. Hvernig kassi var það? Jú, það var SJÁLFSAFGREIÐSLUKASSI. The future is here my friends. Þetta var alveg steikt. Maður skannaði dótið sjálfur, setti ofan í poka, tölva leiðbeindi manni og kallaði á starfsmann þegar framvísa varð skilríkjum fyrir bjórkippuna sem ég keypti, þetta var magnað. Svo tróð maður kreditkorti í maskínu og skrifaði undir á snertiskjáinn, fékk sína kvittun og var búinn. Frábært!

Ég fer í tónheyrnarpróf á morgun, skila ritgerð á þriðjudaginn og fer í hljómfræðipróf á föstudaginn, svo það er óhætt að segja að stuðið er hafið í skólanum. Það er líka stuð í veðrinu en nú eru fréttastöðvarnar í biðstöðu, bíðandi eftir því hvort megi skv. skilgreiningum kalla veðrið "Blizzard of ´06". Það snóaði alveg slatta í nótt, ég þurfti að sópa snjó úr gluggakistunni þar sem snjóað hafði inn hjá mér inn um gluggann, en manni blöskar æsingurinn í fréttamönnunum, ekki þykir manni þetta svona svakalegt, en það eru fréttamenn út um allt segjandi sömu söguna - "Það er svoooo kalt! Sjáið þið alla snjókomuna!". En það er ófærð og búið að fresta mannfögnuðum, 90% flugsamgangna liggja niðri svo þetta er auðvitað fréttnæmt í stórborg. Það má náttúrulega ekkert vera til að allt lamist, fólk er hvatt til að skilja einkabíla eftir heima, viðtal var tekið við mann í pickup, sem var á leiðinni að fara að gifta sig. Fréttamaðurinn spurði hann í tvígang hvort hann ætlaði virkilega að vera á ferðinni í þessu veðri, svo yfir sig spenntur yfir "óveðrinu" að hann greinilega meðtók engan veginn að gaurinn þurfti að mæta í eigin giftingarathöfn, aumingja strákurinn reyndi að útskýra að unnustan biði og blabla... Það á víst eftir að hvessa eitthvað hérna, spurning hvort endi með að skólanum verði lokað á morgun. Ég er vel sett allavega, verslaði inn í fyrradag, fékk mér svona gömlukerlingavagn svo nú get ég verslað þungt að vild.

:: geimVEIRA:: kl. 16:26:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?