[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Bara vinna og ekkert tjútt búið að vera á minni. Í kvöld er gigg með Malus á Hressó og svo vona ég nú að maður ílengist eitthvað í bænum í góðum félagsskap. Vona að ég sjái sem flesta. (Byrjum eitthvað uppúr kl. 22)
Nú er ég í slipp, reyna að afmá ljótuna miklu. Skemmtið ykkur vel í kvöld!
:: geimVEIRA:: kl. 19:34:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, júlí 28, 2005 ::
Í morgun fór ég í blóðprufu, vonandi fær maður úr skorið fljótlega hvort ekki megi hækka hormónaskammtinn fænallí, enda ekkert ástand búið að vera á manni. Kvöldmaturinn er mesti chillmatur ever. Rosemount Cabernet Shiraz (sem er barasta rosagott vín - bragðmikið berjaríkt og kryddað)með baguette og bláum kastalaosti og baguette með eðalólívuolíu og sjávarsalti. Þetta er fáránlega gott og andi Miðjarðarhafsins leikur um mig. Á morgun verður mikil vinnutörn. Ég byrja í vinnu nr. 1 og verð senditík og símamær milli kl. 8 - 17 þar síðan ætla ég að gerast vímuefnasali til hálfátta og taka þannig þátt í verslunarmannahelgarbrjálæðinu. Stuð stuð!
:: geimVEIRA:: kl. 20:32:: [+] ::
...
Notum smokkinn Ég er svo hrifin af smokkaverkefninu hjá Landlækni og Samtökunum 78 að ég skrifaði þeim og óskaði eftir auglýsingaborða svo landinn geti vakið athygli á þessu á bloggsíðum. Löngu tímabært að fari í gang áminning á nauðsyn smokksins.
Í gær sá ég tvo gamla rosavígalega skriðdreka á stórum flutningabílum, örugglega á leið til Hr. Eastwood og co, það var kúl.
Mér sýnist DV líka hafa séð þá já...
Ég fæ indverskan grænmetisrétt í hádegismatinn að öðru leyti er ég kjaftstopp.
:: geimVEIRA:: kl. 11:53:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, júlí 26, 2005 ::
Æi hvað er málið með að líða illa í svona góðu veðri?
Voðalega er maður asnalegur.
:: geimVEIRA:: kl. 18:36:: [+] ::
...
:: mánudagur, júlí 25, 2005 ::
Quit yer mindfucking! Mér gersamlega ofbýður auglýsingahaugurinn á mbl.is núna. Í gangi núna eru 12 auglýsingar sem eru að mínu mati fjórar alltof alltof stórar. Fréttirnar eru að týnast í þessu og ég verð að segja að ég nenni ekki mikið lengur að standa í að rýna í gegnum blikkandi auglýsingar og vanda mig ægilega mikið svo ég endi ekki inni á síðu auglýsenda án þess að ætla mér þangað. Það eru fleiri hreyfimyndir og flenniauglýsingar þrna en inná mörgum klámsíðum og þá er nú mikið sagt.
Vissulega ekki jafn krassandi hreyfimyndir... en á heildina minnir þetta mig mest á þessháttar síður. Ekki gott! Ég held ég fari að sækja minn fréttaskammt til BBC eða eithvað. Auglýsingaherferðir eru margar hverjar farnar að virka þveröfugt á mig. Dreifingin er orðin svo yfirþyrmandi. Sömu myndskeiðin á fullu á fréttavefnum sem maður fer á, kyrrmyndir á strætóskýlum, auglýsingarnar rúlla í sjónvarpinu frá morgni til kvölds, eru í dagblöðum, bæklingum, óumbeðnum ruslpósti, á undan bíómyndum og eins og ekki sé nóg komið, eru fyrirtæki farin að loopa auglýsingaherferðum sínum á flatskjám upp á vegg hjá sér svo fólk sem sinna þarf erindum missi ekki af tækifærinu til að láta heilaþvo sig og börnin.
Ég lofa því að ég mun EKKI fara í reglubundinn sparnað hjá Landsbankanum, fá mér lán hjá S24 eða fara í Vildarþjónustu Sparisjóðanna. Ekki af því að þetta séu slæmar þjónustuleiðir, þær eru áreiðanlega fínar (whatever), en ég er komið með svo fullkomið ógeð á þessum öfgafullu auglýsingaherferðum að ég bara næstum æli ef ég sé orðið útibú þessara fyrirtækja... í dag varð ég að fara í Landsbankann, þar rúlluðu sömu 3-4 leiðinlegu auglýsingarnar 6 sinnum meðan ég beið. Til hvers?
:: geimVEIRA:: kl. 23:42:: [+] ::
...
Hef nú bara aldrei spáð í því hvernig eiturlyf eru framleidd, sá reyndar merkilega fréttaskýringu um daginn um methamfetamín, en í sjónvarpinu er verið að sýna hvernig kókaín er búið til. Þvíííííílíkt drullumall! Oj!
Kókalaufin eru tilstöppuð af berfættum verkamönnum, brennisteinssýra og steinolía og ég veit ekki hvað og hvað koma inn í ferlið. Drullupollar og eitur. Og fólk neytir þessa... úff!
:: geimVEIRA:: kl. 23:17:: [+] ::
...
Ég gleymdi alveg að tjá mig með að Malus tónleikarnir á Hressó á fimmtudaginn gengu alveg þrælvel, enduðu í mikilli stemmingu og lot of luv inda house þrjú uppklappslög og allegrejer. Rosaskemmtilegt bara, hlakka til að spila þarna aftur, en næsta gigg verður 31. júlí. Gaman að því.
Ég mannaði mig annars upp í að bjalla í Berklastofnunina í Massachusetts og mun mega taka því rólega í 4 vikur allavega í viðbót, þar sem enn er verið að fara yfir haug umsókna. Ágætt að fá þó ekki "no way- fuck off missy!". Svar er þó ansi langþráð!
:: geimVEIRA:: kl. 20:34:: [+] ::
...
Búin að grilla, sturta mig, setja blóm í hárið. Í bæinn með mig. Hananú!
PS- Ég er búin að smakka Bacardi Breezer Lemon í kvöld. Hann er mjög góður, eins og raunar allar þrjár bragðtegundirnar sem ég hef smakkað.
:: geimVEIRA:: kl. 22:23:: [+] ::
...
Mikil vinnutörn búin að vera á mér, hef unnið 8-17 alla vikuna, þar að auki vann ég til 19:15 í vinnu nr. 2 í gær og svo til hálfsjö í kvöld. Ég hef því iðulega komið heim og steinsofnað fyrir framan imbann, að fimmtudagskvöldinu undanteknu náttúrulega, en Malus var í þrælgóðri stemmingu á Hressó, vel mætt og endaði með 3 uppklappslögum, vangadansi og allsherjar tjútti á dansgólfinu, rosalega gaman alveg.
Nú grána kolin á grillinu þar sem ég ætla að grilla einhver tilboðsrif sem ég fann, vonandi eru þau ekki 80% fita ... veit svosem ekki við hverju er að búast fyrir 215 kall.
Já og það er Miller Time!
Já og andskotinn að ég verði heima 3. laugardagskvöldið í röð! Í bæinn skal ég!
Google Earth er alveg með því allra magnaðasta sem ég hef séð. Ég er búin að þvælast um alla jörðina og finnst eins og ég hafi farið í villt valhopp um allt. Prófið þetta!
:: geimVEIRA:: kl. 00:28:: [+] ::
...
Blautt hár, náttföt og Watermelon Breezer yfir dramatísku sjónvarpsefni slagar hátt í Bridget Jones mælikvarða einstæðu konunnar en þegar það er akkúrat það sem mann langar til, sod it all. Vúhúúú! :)
:: geimVEIRA:: kl. 22:54:: [+] ::
...
Á fimmtudaginn sofnaði ég kl. 18, vaknaði á miðnætti og stillti vekjaraklukku, vaknaði kl. 3 og svaf til að verða 7 í gærmorgun. Ég sofnaði ca. hálftvö í nótt en vaknaði um níuleytið (þar fór útsofelsið langþráða) og hef samt eiginlega verið dormandi í dag alveg nenni samt engu og gæti alveg sofið meira. Ég nenni ekki að elda neitt. Ég horfði á I am Sam áðan. Mér fannst hún mjög góð. Sean Penn er algjör snillingur. Dakota Fanning er líka ótrúleg.
Matargat Í gær bakaði ég pizzu ferskum mozzarella, chorizo pylsu, þistilhjörtum, gráðosti, fersku basil og sveppum. Hún var góð.
:: geimVEIRA:: kl. 17:27:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, júlí 13, 2005 ::
Hairless Pooch Wins Ugly Dog Contest
The 14-year-old pedigreed Chinese crested recently won the Sonoma-Marin Fair contest for the third consecutive time, and it's no surprise.
The tiny dog has no hair, if you don't count the yellowish-white tuft erupting from his head. His wrinkled brown skin is covered with splotches, a line of warts marches down his snout, his blind eyes are an alien, milky white and a fleshy flap of skin hangs from his withered neck. And then there's the Austin Powers teeth that jut at odd angles from his mouth.
He's so ugly even the judges recoiled when he was placed on the judging table, said his proud owner, Susie Lockheed, of Santa Barbara. "People are always horrified when I kiss him. He may turn into a prince yet. He's definitely a toad," she said. "I always thought he'd be great on greeting cards or on a commercial for Rogaine."
Sam, who's pushing 15, has something of a cult following after winning the contest ? and fans' hearts ? for three years running. Last year, huge crowds gathered around Sam and Lockheed at a local parade and Lockheed said she received letters and calls about her pup for weeks.
"So many people have told me they've got his picture on their refrigerator. He certainly has a little cult following," she said. "I did years of professional musical theater and never achieved the fame Sam has."
Sam will appear in this weekend's Fourth of July parade in Santa Barbara, but the recent events may be the cap on a long, ugly career. Lockheed says Sam's now suffering from congestive heart failure, lung and kidney problems and has definitely slowed down in his twilight years.
Still, he enjoys regular gourmet meals of sirloin steak, cheese balls, roasted chicken and flan (so he'll swallow his multiple pills). He also passes occasional weekends at the Gaviota ranch of Lockheed's boyfriend, where the World's Ugliest Dog rides in the back of an ATV with his few remaining hairs wafting in the wind.
... bara svona til samanburðar.. (reyndar finnst mér þessi tegund alveg stórfurðuleg bara yfirhöfuð í útliti - þótt öldungurinn hér að ofan sé fullkomlega ljótasta hundkvikindi sem ég hef á ævi minni séð).
:: geimVEIRA:: kl. 08:56:: [+] ::
...
:: mánudagur, júlí 11, 2005 ::
Ljúft bland í poka fyrir sálartetrið með Malus á Kaffi Kúltúr
Malus leikur ljúft jazzað popp, r&b, funk, jazz og sitthvað fleira fyrir sálina á Kaffi Kúltúr þriðjudagskvöldið 12. júlí kl. 21:00.
Malus skipa: Ása Bjarnadóttir söngkona, Birgir Baldursson trommari, Sigurður Rögnvaldsson gítarleikari og Sigurdór Guðmundsson bassaleikari.
Þetta er ég vöknuð og mætt til vinnu, merkilegt nokk m.v. að ég sofnaði ekki fyrr en ca. hálffimm í nótt, var 5 mín of sein reyndar til vinnu og er með alvarlega ljótu. Ég leyfi mér stórlega að efast um að hægt væri að elska iPodinn með iTrip-inu meira en ég geri akkúrat núna þar sem ég hlusta á yndislega tóna í annars óttalega þurru hljóðumhverfi í litla útvarpinu á bakvið mig.
My illogical biological clock Þetta er ég vakandi, þegar ég á að fara snemma að sofa því ég þarf að mæta kl. 8 í vinnu í fyrramálið! Fjör, stuð! Ég svaf samtals 15 tíma í gær og þar til í ja.. dag þegar ég vaknaði vel að ganga þrjú. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Eins gott að maður var bara í sjónvarpsglápinu líklegast.
Mig langaði á tónleika Mimoun í kvöld á Rósenberg. Finn engan sem ætlar og hef mig bara engan veginn upp í að fara ein, eins og þetta á víst að vera skemmtilegt band finnst mér svo erkióþægilegt að fara ein út, hvað þá á laugardagskvöldi og á pöbb, að ég legg ekki í þetta.
Sod it all. Það er víst töff að vera ein heima og glápa á lélegt sjónvarp!
Congratulations! You are Gabrielle Solis, the ex-model with everything she's every wanted a rich husband, a big house and John, the 17-year-old gardener.
Það er ég ekki lengur.
:: geimVEIRA:: kl. 01:14:: [+] ::
...
How many jazz musicians does it take to change a light bulb?
None. Jazz musicians can't afford light bulbs. ____________________________________________________________ How many jazz musicians does it take to change a light bulb?
"Don't worry about the changes. We'll fake it!"
:: geimVEIRA:: kl. 00:21:: [+] ::
...
:: mánudagur, júlí 04, 2005 ::
Oh mig langar svo á Foo Fighters.
:: geimVEIRA:: kl. 22:48:: [+] ::
...
Ég hef haft það alveg ágætt barasta, er komin með hlutastarf sem mér líst ágætlega á, fór í bæinn á föstudagskvöldið eftir vinnu, endaði í skralli alveg fram eftir öllu... kvöldið endaði í heimahúsi innan um rosalega krúttlega kettlinga. Eftir að sofa vel og lengi út (m.a. tókst mér að sofa af mér tónleikana á Jómfrúnni) var frábær pizza og tékkað á Moskvich á Hljómalind. Mikið fjör var síðan eftir það og endaði maður með að vaka alltof lengi þá nótt líka. Ósköp gaman, klikkar aldrei að spjalla með skemmtilegu fólki.
Eitt sá ég þó óótrúlegt eftir þetta djamm. Í leigubílaröð á Ingólfstorgi var svona sæmilega sjúskað par, en bæði ósköp myndarleg, höfðu áreiðanlega verið mjög fín þegar þau dressuðu sig upp um kvöldið, konan var í pilsi og netasokkabuxum og fannst mér þær eitthvað mislitar, jafnvel að hún hefði eitthvað verið mistæk með brúnkukrem því það voru svona rendur niðureftir fótunum á henni. Þegar hún staulaðist nær og reyndi að troða sér framfyrir í röðina sá ég að þetta var alls ekki brúnkukrem, því konan hafði þarna þvaglát fyrir framan allt og alla, stóð bara í góðu chilli og meig niðureftir öllum sparifötunum og stækkaði pollurinn þegar hún staðnæmdist.
Það var ansi feginn leigubílstjóri sem tók hópinn sem ég var í upp í bíl, þegar ég sannfærði hann um að ekki aðeins hefði konugreyið ruðst framfyrir í röðinni, heldur að það væri honum sannarlega fyrir bestu að fá frekar þvagheldnari kúnna í þetta skiptið.
Næsta miðvikudag byrja ég sem "temp" hjá stórfyrirtæki, verður nokkuð mikil vinna en bara til ágústloka. Ég fékk nefninlega tvö störf á sama deginum. Nú og síðan er það Malus.
:: geimVEIRA:: kl. 20:02:: [+] ::
...