[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Í dag er dagurinn sem ég drakk 2 lítra af Coke Zero á 5 tímum.
:: geimVEIRA:: kl. 20:54:: [+] ::
...
Ég hiksta og hiksta og hiksta.
:: geimVEIRA:: kl. 07:08:: [+] ::
...
:: föstudagur, júní 23, 2006 ::
Já það er búið að gefa út flóðaviðvörun fyrir Boston og eiginlega allt A-Massachusettsfylki. I-93 lokaður að hluta til. Hasar.
:: geimVEIRA:: kl. 21:20:: [+] ::
...
Það rigndi hálfa tommu á 10 mínútum áðan.. og hefur rignt heilmikið alveg, þrumuveður og alles.
:: geimVEIRA:: kl. 19:28:: [+] ::
...
Jæja, þá er ég búin að transpónera og berja Finale til hlýðni... eitthvað orðið langt síðan ég notaði það síðast. Ég og svefnleysið erum á sama stað, en ég er búin að skipta um á rúminu og setja svona ammmmmrískt lak. Ég kann ekkert að búa um með svona svo ég veit ekki hvort þetta muni ganga.
:: geimVEIRA:: kl. 03:02:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, júní 21, 2006 ::
ZzzZzz Loftslagið núna fer eitthvað voðalega í mig þegar ég reyni að sofna... ég fer 1700 hringi því ég er alltaf svo pirruð og svo þegar ég set loftkælingu á er pirringurinn bara nokkrum gráðum kaldari svo ég er með kitl í hálsinum. Það er líklegast kominn tími á að sofa með lak yfir sér að útlenskum sið, en mér hefur ekkert tekist sérlega vel til, lakið endar í kuðli á gólfinu bara. Þetta hefur nú staðið yfir á 3. nóttina og er ég búin að sofa tæpa 3 tíma í nótt, í gærnótt svaf ég í 3,5 tíma ... lagði mig í klukkutíma í gær, en ég geng fyrir koffeini núna. Raki, hiti, sviti og næturuglan eru því ekki alveg að funkera saman þessa dagana.. (næturnar).
Ég er komin með dagsetningu á fyrstu tónleikana mína í Berklee. Samspilstónleikar með R&B samspilinu verða 1. ágúst, ég er enn ekki komin með lag til að syngja ein en við röddum þetta hver hjá annarri, mikið stuð, þetta er Stevie W/Chaka/Marvin/Aretha pakkinn.
Ég veit ekki hvað ég heiti lengur... zzzzz
:: geimVEIRA:: kl. 18:14:: [+] ::
...
:: mánudagur, júní 19, 2006 ::
Dix-neuf Vó.. klukkan er bara hálftólf og það er komið upp í 32°C hita takk fyrir, veðrabeibið mitt er komin í sundbol bara. Skólinn er einum of vel loftkældur yfirleitt, svo ég hlakka ekkert voðalega mikið til að koma rennandi sveitt inn í kuldann. Þetta stríðir alveg gegn öllu sem maður er innstilltur á frá ómunatíð, að þurfa að klæða sig þegar maður fer inn, mér veitist allavega enn frekar erfitt að muna eftir þessu. En það er voða gott líka að koma út þegar manni er orðið ferlega kalt og út í hlýjuna, þangað til maður fer að svitna aftur. Rakinn er samt "bara" 49%.
En SPF30 er komin á kroppinn. Ég reyni að drekka extra vökva meðan ég klóra mér í kollinum og reyni að finna EITTHVAÐ til að fara í sem ekki drepur mig úr hita.... pils kemur sterkt inn. Já... fer í pils og .. ber að ofan bara. Áfram stelpur! Verum á júllunum í dag!
Mynd dagsins er til heiðurs afmælisbarni dagsins ye olde bugger
:: geimVEIRA:: kl. 15:26:: [+] ::
...
Moist Cherry Ég borða kirsuber, svitna og geri söngæfingar.
:: geimVEIRA:: kl. 03:04:: [+] ::
...
:: föstudagur, júní 16, 2006 ::
Excellentemundo Dan Moretti útsetningakennarinn minn hér í Berklee benti okkur á svo ferlega sniðuga síðu sem flokkar raftónlistarstefnur, með útskýringum og tóndæmum - ferlega sniðugt! Svo núna hef ég loksins orðaforða til að útskýra hvernig tónlist ég fíla, en það hefur aldrei veist mér auðvelt að koma orðum að því, enda hef ég aldrei kynnt mér hvað er hvað í þessum málum. Listinn er náttúrulega ekki tæmandi, fullt fleira sem ég fíla, en ég er allavega einhverju nær núna með hluta af þessu, hér eru stefnurnar sem hafa heillað mig í gegnum tíðina:
Disco Synthpop Techno Dance Hip House Minimalism Worldbeat Jazzstep Hip Hop Electro Funk Ambient Techno Acid Jazz Electro Gangsta Rap G-Funk Ambient Breaks Downbeat West Coast Rap East Coast Rap Abstract Hip Hop Nu Jazz Trip Hop Abstract Hip Hop Funky Breaks Big Beat Swingbeat
Hér er svo síða sem er með mjög ítarlegan lista yfir sömpl.
Útsetningabekkurinn minn er annars svo frábærlega samsettur að við náum að mynda rúmlega fullskipað band. Í gær fórum við því saman í samspilsherbergi og kennarinn lét bekkinn spila allskonar grúv til að láta okkur fá hands-on reynslu, ferlega gaman og opnaði meira upp eyrun á manni að heyra hann útskýra hvar áherslurnar eru hjá hverjum og einum spilara. Ég náttúrulega fylgdist samt meira bara með, en það var semsagt blessað af kennaranum að við værum nógu góð til að hann mun láta okkur semja fyrir bekkinn bara, svo maður fær þá að heyra projectin live, sweet!
:: geimVEIRA:: kl. 14:16:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, júní 15, 2006 ::
Áhættusamt líf einbýlingsins Það hrökk svo skuggalega ofan í mig áðan að ég kastaði upp. Yay fyrir ósjálfráðum viðbrögðum! Ú á kverkaskít sem lætur mann næstum kafna.
:: geimVEIRA:: kl. 03:05:: [+] ::
...
Frekar djúpt á fegurðinni.
:: geimVEIRA:: kl. 01:38:: [+] ::
...
:: mánudagur, júní 12, 2006 ::
Það er búið að rigna bara heila eilífð í mínu útlandi, en nú er loksins hætt. Það kom meira að segja sól í dag. Núna er hálfskýjað og 22ºC hiti, ægilega kósí.
Ég var í "Styles Lab" tíma áðan og söng jazzstandard, það gekk ágætlega held ég bara, mér líst voða vel á bekkinn, en í honum eru auk mín Búlgari, Kóreumaður, Japani, Kani og Íri. Þetta hljómar eins og byrjun á brandaranum... Kani Japani og Íri voru á bar....
Verst að ég man aldrei brandara.
:: geimVEIRA:: kl. 20:43:: [+] ::
...
:: laugardagur, júní 10, 2006 ::
Ég sá merkilega stuttmynd á Sundance rásinni áðan. Ef þið fáið tækifæri til, tékkið á Ryan .
:: geimVEIRA:: kl. 01:17:: [+] ::
...
:: föstudagur, júní 09, 2006 ::
Add / Drop Á morgun er síðasti dagurinn til að gera breytingar á stundaskrá og ég hef verið í margra klukkutíma pælingum. Ég er nefninlega komin með bakþanka um 2 fög sem ég er í og það sem meira er, ég er búin að finna 2 fög í staðinn sem fræðilega séð ég ætti að geta komist að í, en þá snarbreyti ég stundaskránni. Fögin sem mig langar að "droppa" eru a) enskan. Mér sýnist keyrslan verða algjörlega út í hött, á rúmri viku eru 4 skáldsögur búnar að vera til lestrar og þarf að gera litla ritgerð, reyndar ekki nema eina síðu til tvær, um söguna. Þar sem sögurnar hafa allar verið mjög sterkar nýtur maður þess ekkert að þeysast svona áfram og vinnan kemur of mikið niður á tónlistarheimavinnunni, þar sem maður þarf að lesa þetta almennilega og mér veitist ekkert of auðvelt að böggla út úr mér einhverju gáfulegu í stressi yfir öllu hinu (sem mér óneitanlega þykir mikilvægara) sem sett er fyrir í tónlistarfögunum. Aðallega er það þó að kennarinn er þessi gaur sem blaðrar og blaðrar og blaðrar út í eitt og einhvern veginn bara tengi ég mig alls alls ekki við hann.
Algjörlega varð ég síðan sjúk þegar ég sá fag sem ég afskrifaði af því að ég ætlaði að taka enskuna )sem er 3 kredit), en það er fag innan MP&E deildarinnar þar sem kennt er um acoustics, það er nokkuð sem ég fékk á heilann þegar ég var 14 ára og langaði alltaf svo mikið til að læra eitthvað um. Þetta fag er líka 3 einingar eins og enskan og er skyldufag innan MP&E deildarinnar:
LMSC-208 Principles of Music Acoustics 3 credits Course Chair: TBD Required of: MPED and MSYN majors not taking LMSC-209 Electable by: All Offered: Spring, Summer, Fall Prerequisite: Passing score on the Math Proficiency Exam or passing grade in LMSC-230 or equivalent This course is a survey of acoustical phenomena relating to music. The course includes an overview of the nature of sound waves and vibration, sound propagation and room acoustics, sound level and its measurement, the human ear and perception, and tuning systems. Course material is directed toward the contemporary musician?s need to understand acoustical phenomena in various contexts, including performance, writing, and music technology applications. Note: This course may be used to fulfill the physical science requirement. For MSYN and MPED majors, LMSC-208 can be used to fulfill both the physical science requirement for degree students and the acoustics requirement in the major concentrate.
Svo komst ég að því að ef ég droppa enskunni kæmist ég líka í samspil sem annars rakst alltaf á við enskuna....sem aftur leiddi mig að hinu faginu sem mér leiðist hræðilega í, en hélt að yrði svo sniðugt en hentar mér ekki, b) basic keyboard blabla eitthvað-maniggi-hvað-það-heitir.
Ég er í svona píanóhóptímum og það er viðbjóður að sitja í 2 tíma með heyrnartól (ég er alltaf að sofna þetta er svo dull) hamrandi 2 áttundir upp og niður, með kennara sem tékkar svo á manni spila áttundirnar .. fingrasetningapakki og eitthvað voða nauðsynlegt en algjört rugl að vera í rándýrum skóla að læra eitthvað svona crap... frekar vill ég nota mér sérstöðu hans.
Æi.... svo já... ég bara VERÐ að fá að komast í þessa einu 2 tímaslot sem henta mér. Ég VERÐ! Ég er alveg komin á það, að með kennsluáætlunina úr tímanum og bókina þarna úr píanódótinu geti ég alveg eins gert þetta sjálf - alla vega er pottþétt betra að fá einkakennslu á píanó en sitja svona í hóp oj.
There I said it. Ég vil einbeita mér að einhverju sem ég fíla í tætlur, en ekki vera í 1 kredits valfagi sem mér finnst ég ekkert fá út úr og þótt það komi í hausinn á mér (ég tek enskuna þá í haust) VERÐ ég að fá að komast inn í hinn tímann og tékka á þessu (það er einmitt fag sem mér opnaðist þegar ég massaði þetta stærðfræðipróf í vetur hohoho). Ég er orðin svo stressuð að ég komist ekki inn...
Það er svo ágæt síða sem maður gerir svona "add/drop" nema hvað í miðju kafi komst ég að því að síðunni er lokað frá miðnætti til sex á morgnana! Deadline er á hádegi á morgun og ef ég get ekki framkvæmt þessi skipti öll, er ég alveg komin í rugl með heimavinnu morgundagsins, því í staðinn fyrir að lesa fyrir enskuna laust þessu skiptirugli í kollinn á mér og ég hef verið að vinna í þessu í 4 tíma. Mín niðurstaða er best. Best fyrir mig. Nú er að sjá hvort samnemendur mínir ætli að flækjast fyrir mér.
Annars var pabbi minn í heimsókn hjá mér í fríinu mínu milli anna. Við vorum í frábæru chilli, fengum fínasta veður og allt. Fórum á vísindasafnið, fórum í 5 tíma göngutúr með fram Charles River og Boston. Fögnuðum útskrift frænku minnar sem var að klára mastersnám. Fögnuðum einnig afmælinu mínu og ég gerð út á eBay til að kaupa frábæra afmælisgjöf svo fékk ég líka pakka - rosagaman. Fórum í Prudential og drukkum kokteila á 52. hæð í svarta þoku. Fórum á jazztónleika. Fórum í matarboð til New Hampshire. Ég kom líka fram í fríinu. Söng 3 íslensk lög í minningarathöfn og eitt úttttlenskt. Það var hressandi að viðra klassísku röddina til tilbreytingar í Panis Angelicus. Þetta gekk ágætlega alveg hreint.
Ég er ekki með verk lengur í öxlinni, er samt ferlega stíf. Ég er enn með dofna hönd og tölvuvinna og útsetninganótnaskriftarhressleiki nýrrar annar hefur ekkert hjálpað. Ég er líka asnaprik, gleymi alltaf að panta tíma hjá sjúkranuddkonunni. Það var alveg málið. Nudd og dóp. Núna get ég líka gert æfingarnar sem hún setti mér fyrir, sem var ekki séns fyrst. Allt að koma. Aðalvesenið náttúrulega að muna eftir að gera þær.
Það er annars svoldið farinn að hellast yfir mann einmanaleiki núna, frænka mín farin heim, engar fyrirséðar heimsóknir aftur frá og eiginlega allir sem ég var farin að kannast við úr skólanum verða heima yfir sumarið. Hjálpar heldur ekkert að hafa ekkert getað tölvast að ráði, ég heyri ekkert í fólki nema online svo maður kannski datt ansi mikið út af kortinu.
Ég meiddi mig á regnhlíf í dag. Kannski var hún að hefna hinna hundruða regnhlífalíka sem eru hér um alla borg eftir að rifna í rokinu. Það er búið að slá nýtt regnmet hér, þrefalt meiri úrkoma en að meðaltali í maí og júní. Ég er allavega alveg orðin til í að fá oggolitla sól.
Já.. verð að hafa specs um hljómborðið ógurlega, 88 nótna geimKORGið. Ég náði fínum díl á uppboði á eBay og er búin að glamra þónokkuð bara, viktaðar nótur og fínt fínt, en bíð eftir að fá stand sem ég pantaði á netinu. Ekki alveg best upp á axlar/dofapakkann að hafa þetta á eldhúsborðinu til lengdar.
Í útsetningum í dag var nokkuð kúl... við komum með heimavinnuna á pdf fæl og lag á disk/iPod/whatever... svo fór bekkurinn saman yfir alla heimavinnuna, mjög kúl aðferð til að læra þetta. Kennarinn er helvíti hress, líst vel á hann.
Og núna er ég algjörlega endanlega komin í ruglið - þetta er svo voðalega á sálinni hjá mér þetta blessaða add/dropp...
Add < sleep > Drop < ðe rugl>
Já.. og segið svo að munnræpan safnist ekki upp.
:: geimVEIRA:: kl. 06:02:: [+] ::
...
Old lady to old guy: You're sitting on my dress! Old guy: Oh, I'm so sorry. Old lady: Do you enjoy sitting on women?! Old guy: Well, it depends on how old they are.
The subway doors open. A hobo enters, holding a bottle of windex in one hand and a tube of toothpaste in the other. He says: Which is the better time to read Dostyevsky? Winter?