:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: föstudagur, júní 09, 2006 ::

Add / Drop
Á morgun er síðasti dagurinn til að gera breytingar á stundaskrá og ég hef verið í margra klukkutíma pælingum. Ég er nefninlega komin með bakþanka um 2 fög sem ég er í og það sem meira er, ég er búin að finna 2 fög í staðinn sem fræðilega séð ég ætti að geta komist að í, en þá snarbreyti ég stundaskránni.
Fögin sem mig langar að "droppa" eru a) enskan.
Mér sýnist keyrslan verða algjörlega út í hött, á rúmri viku eru 4 skáldsögur búnar að vera til lestrar og þarf að gera litla ritgerð, reyndar ekki nema eina síðu til tvær, um söguna. Þar sem sögurnar hafa allar verið mjög sterkar nýtur maður þess ekkert að þeysast svona áfram og vinnan kemur of mikið niður á tónlistarheimavinnunni, þar sem maður þarf að lesa þetta almennilega og mér veitist ekkert of auðvelt að böggla út úr mér einhverju gáfulegu í stressi yfir öllu hinu (sem mér óneitanlega þykir mikilvægara) sem sett er fyrir í tónlistarfögunum. Aðallega er það þó að kennarinn er þessi gaur sem blaðrar og blaðrar og blaðrar út í eitt og einhvern veginn bara tengi ég mig alls alls ekki við hann.

Algjörlega varð ég síðan sjúk þegar ég sá fag sem ég afskrifaði af því að ég ætlaði að taka enskuna )sem er 3 kredit), en það er fag innan MP&E deildarinnar þar sem kennt er um acoustics, það er nokkuð sem ég fékk á heilann þegar ég var 14 ára og langaði alltaf svo mikið til að læra eitthvað um. Þetta fag er líka 3 einingar eins og enskan og er skyldufag innan MP&E deildarinnar:

LMSC-208 Principles of Music Acoustics
3 credits
Course Chair: TBD
Required of: MPED and MSYN majors not
taking LMSC-209
Electable by: All
Offered: Spring, Summer, Fall
Prerequisite: Passing score on the Math Proficiency
Exam or passing grade in LMSC-230 or equivalent
This course is a survey of acoustical phenomena relating to
music. The course includes an overview of the nature of sound
waves and vibration, sound propagation and room acoustics,
sound level and its measurement, the human ear and perception,
and tuning systems. Course material is directed toward
the contemporary musician?s need to understand acoustical
phenomena in various contexts, including performance, writing,
and music technology applications. Note: This course may be
used to fulfill the physical science requirement. For MSYN
and MPED majors, LMSC-208 can be used to fulfill both the
physical science requirement for degree students and the
acoustics requirement in the major concentrate.

Svo komst ég að því að ef ég droppa enskunni kæmist ég líka í samspil sem annars rakst alltaf á við enskuna....sem aftur leiddi mig að hinu faginu sem mér leiðist hræðilega í, en hélt að yrði svo sniðugt en hentar mér ekki, b) basic keyboard blabla eitthvað-maniggi-hvað-það-heitir.

Ég er í svona píanóhóptímum og það er viðbjóður að sitja í 2 tíma með heyrnartól (ég er alltaf að sofna þetta er svo dull) hamrandi 2 áttundir upp og niður, með kennara sem tékkar svo á manni spila áttundirnar .. fingrasetningapakki og eitthvað voða nauðsynlegt en algjört rugl að vera í rándýrum skóla að læra eitthvað svona crap... frekar vill ég nota mér sérstöðu hans.

Æi.... svo já... ég bara VERÐ að fá að komast í þessa einu 2 tímaslot sem henta mér. Ég VERÐ! Ég er alveg komin á það, að með kennsluáætlunina úr tímanum og bókina þarna úr píanódótinu geti ég alveg eins gert þetta sjálf - alla vega er pottþétt betra að fá einkakennslu á píanó en sitja svona í hóp oj.

There I said it. Ég vil einbeita mér að einhverju sem ég fíla í tætlur, en ekki vera í 1 kredits valfagi sem mér finnst ég ekkert fá út úr og þótt það komi í hausinn á mér (ég tek enskuna þá í haust) VERÐ ég að fá að komast inn í hinn tímann og tékka á þessu (það er einmitt fag sem mér opnaðist þegar ég massaði þetta stærðfræðipróf í vetur hohoho). Ég er orðin svo stressuð að ég komist ekki inn...

Það er svo ágæt síða sem maður gerir svona "add/drop" nema hvað í miðju kafi komst ég að því að síðunni er lokað frá miðnætti til sex á morgnana! Deadline er á hádegi á morgun og ef ég get ekki framkvæmt þessi skipti öll, er ég alveg komin í rugl með heimavinnu morgundagsins, því í staðinn fyrir að lesa fyrir enskuna laust þessu skiptirugli í kollinn á mér og ég hef verið að vinna í þessu í 4 tíma.
Mín niðurstaða er best. Best fyrir mig. Nú er að sjá hvort samnemendur mínir ætli að flækjast fyrir mér.

I think I gotta dance now!

Annars var pabbi minn í heimsókn hjá mér í fríinu mínu milli anna. Við vorum í frábæru chilli, fengum fínasta veður og allt. Fórum á vísindasafnið, fórum í 5 tíma göngutúr með fram Charles River og Boston. Fögnuðum útskrift frænku minnar sem var að klára mastersnám. Fögnuðum einnig afmælinu mínu og ég gerð út á eBay til að kaupa frábæra afmælisgjöf svo fékk ég líka pakka - rosagaman. Fórum í Prudential og drukkum kokteila á 52. hæð í svarta þoku. Fórum á jazztónleika. Fórum í matarboð til New Hampshire. Ég kom líka fram í fríinu. Söng 3 íslensk lög í minningarathöfn og eitt úttttlenskt. Það var hressandi að viðra klassísku röddina til tilbreytingar í Panis Angelicus. Þetta gekk ágætlega alveg hreint.

Ég er ekki með verk lengur í öxlinni, er samt ferlega stíf. Ég er enn með dofna hönd og tölvuvinna og útsetninganótnaskriftarhressleiki nýrrar annar hefur ekkert hjálpað. Ég er líka asnaprik, gleymi alltaf að panta tíma hjá sjúkranuddkonunni. Það var alveg málið. Nudd og dóp. Núna get ég líka gert æfingarnar sem hún setti mér fyrir, sem var ekki séns fyrst. Allt að koma. Aðalvesenið náttúrulega að muna eftir að gera þær.

Það er annars svoldið farinn að hellast yfir mann einmanaleiki núna, frænka mín farin heim, engar fyrirséðar heimsóknir aftur frá og eiginlega allir sem ég var farin að kannast við úr skólanum verða heima yfir sumarið. Hjálpar heldur ekkert að hafa ekkert getað tölvast að ráði, ég heyri ekkert í fólki nema online svo maður kannski datt ansi mikið út af kortinu.

Ég meiddi mig á regnhlíf í dag. Kannski var hún að hefna hinna hundruða regnhlífalíka sem eru hér um alla borg eftir að rifna í rokinu. Það er búið að slá nýtt regnmet hér, þrefalt meiri úrkoma en að meðaltali í maí og júní. Ég er allavega alveg orðin til í að fá oggolitla sól.

Já.. verð að hafa specs um hljómborðið ógurlega, 88 nótna geimKORGið. Ég náði fínum díl á uppboði á eBay og er búin að glamra þónokkuð bara, viktaðar nótur og fínt fínt, en bíð eftir að fá stand sem ég pantaði á netinu. Ekki alveg best upp á axlar/dofapakkann að hafa þetta á eldhúsborðinu til lengdar.

Í útsetningum í dag var nokkuð kúl... við komum með heimavinnuna á pdf fæl og lag á disk/iPod/whatever... svo fór bekkurinn saman yfir alla heimavinnuna, mjög kúl aðferð til að læra þetta. Kennarinn er helvíti hress, líst vel á hann.

Og núna er ég algjörlega endanlega komin í ruglið - þetta er svo voðalega á sálinni hjá mér þetta blessaða add/dropp...

Add < sleep >
Drop < ðe rugl>

Já.. og segið svo að munnræpan safnist ekki upp.

:: geimVEIRA:: kl. 06:02:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?