[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Excellentemundo Dan Moretti útsetningakennarinn minn hér í Berklee benti okkur á svo ferlega sniðuga síðu sem flokkar raftónlistarstefnur, með útskýringum og tóndæmum - ferlega sniðugt! Svo núna hef ég loksins orðaforða til að útskýra hvernig tónlist ég fíla, en það hefur aldrei veist mér auðvelt að koma orðum að því, enda hef ég aldrei kynnt mér hvað er hvað í þessum málum. Listinn er náttúrulega ekki tæmandi, fullt fleira sem ég fíla, en ég er allavega einhverju nær núna með hluta af þessu, hér eru stefnurnar sem hafa heillað mig í gegnum tíðina:
Disco Synthpop Techno Dance Hip House Minimalism Worldbeat Jazzstep Hip Hop Electro Funk Ambient Techno Acid Jazz Electro Gangsta Rap G-Funk Ambient Breaks Downbeat West Coast Rap East Coast Rap Abstract Hip Hop Nu Jazz Trip Hop Abstract Hip Hop Funky Breaks Big Beat Swingbeat
Hér er svo síða sem er með mjög ítarlegan lista yfir sömpl.
Útsetningabekkurinn minn er annars svo frábærlega samsettur að við náum að mynda rúmlega fullskipað band. Í gær fórum við því saman í samspilsherbergi og kennarinn lét bekkinn spila allskonar grúv til að láta okkur fá hands-on reynslu, ferlega gaman og opnaði meira upp eyrun á manni að heyra hann útskýra hvar áherslurnar eru hjá hverjum og einum spilara. Ég náttúrulega fylgdist samt meira bara með, en það var semsagt blessað af kennaranum að við værum nógu góð til að hann mun láta okkur semja fyrir bekkinn bara, svo maður fær þá að heyra projectin live, sweet!
:: geimVEIRA:: kl. 14:16:: [+] ::
...