[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jólin hafa runnið ljúflega þessa dagana. Frábærar skoskar jólur*) í undraeldamennsku múttu túttu, riz a l'amande og frábærar gjafir á aðfangadag. Svo massaði fjölskyldan barasta Tarantino. Almennilegt chill í gær og síðan matarboð og meira dekur. Í dag skelltum við oss í göngutúr og síðan í snarl á Apótekinu. Sumsé át, át og meira át, með nokkrum undantekningum.
Það hefur lítið gerst annað en að maður hefur notið frísins, reyndi að lesa svoldið í gærkvöldi, maður tekur betri törn í kvöld kannski.
Messláksþora Ég fór með fjölskyldunni í jólaplatta Jómfrúarinnar í gærkvöldi. Alveg frábær í ár þessi platti, yes. Svo tékkaði ég á Iðu, ótrúlega skemmtileg búð, voðamargt sniðugt þar - við fórum nokkrum krónum fátækari þaðan.
Ég er búin að massa ágætis tiltekt og þrif, á smá eftir samt, en ég ætla að fara í bæinn núna og fá almennilegan jólafílíng beint í æð. Jólakakóbolli á Mokka er hluti af hefðinni, svo verslar maður nú eins og 1-2 jólagjafir - jibbí!
Eins gott að klæða sig vel -11°C brrrrr. Farið varlega í umferðinni! Over 'n out.
:: geimVEIRA:: kl. 13:27:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, desember 21, 2004 ::
Hey, það eru að koma jól!?!
:: geimVEIRA:: kl. 13:01:: [+] ::
...
:: sunnudagur, desember 19, 2004 ::
Þetta er bíða-eftir-þynnkumatnum-bloggið.
Ég söng í tveimur lögum á jólatónleikum skólans í gær, ágætis fjör bara. Svo var Geimfarsæfing og um kvöldið jóladjammsession FíH. Þar var margmenni og góð stemming og tók Geimfarið nokkur lög. Það gekk alveg ágætlega.
Ég var svakalega illa upplögð og með hita og að farast úr stressi svo bjór(arnir) sem ég teygaði helst til of hressilega eftir að syngja hefna sín núna. Ég skandaliseraði eitthvað í símavændinu eftir að ég kom heim, úff.... en nú ætla ég að borða Domino's pizzu og þá verður allt gott aftur.
:: geimVEIRA:: kl. 16:00:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, desember 16, 2004 ::
Þá er ég eiginlega komin í jólafrí. Eiginlega segi ég, þar sem ég á að syngja á jólatónleikum skólans á laugardaginn. Ég tók líka tvö lög á samspilstónleikum í kvöld. Það var fjör bara.
Ég hóf kroppahristinginn í gær. Voðalega gaman. Skellti mér aftur í dag, en gat ekki verið mjög lengi. Það er á stefnuskránni að fara á morgun líka. Væri helvíti fínt að geta komið allavega 4 mætingum inn á viku. Vonandi meira, en ekki minna. Þetta er náttúrulega ekkert mál þegar maður er ekki að vinna. Þvílíkur munur.
:: geimVEIRA:: kl. 23:46:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, desember 15, 2004 ::
Djasstríóið HOD á Café Kúltura á föstudaginn kl. 23.
Ég þar? Óóóóóóóó já!
Ég er loksins búin að sjá seinni tvær myndir Hringadróttinssögu. Magnað, ég er enn gáttuð yfir Gollum, alveg hreint frábært hvernig hann er eins og gömul pirrandi kerling, púki, lítið barn og hundur, allt í senn. Þetta er með fáum myndum sem maður mun þurfa að sjá oft til að meðtaka til fullnustu.
Ég syng á tónleikum á morgun og laugardaginn í skólanum. Mikið fjör sei sei já. Jafnvel verður Geimfarið bónað og taken for a ride á jóladjammsessioni skólans um kvöldið, í það minnsta verður fyrsta æfingin í nokkrar vikur á föstudaginn kemur.
Ég er búin að klára 7 atriði í viðbót á 700atriða listanum, í dag verður eitt mikilvægasta atriðið fiffað. Kroppahristingur coming up.
Játning dagsins: Ég er að fara í próf í dag og ég hef ekkert lært fyrir það og ég er alveg í ruglinu og ég er búin að ákveða að fara í þetta próf og feisa það að fá bara lélegt í því en með þau fögru fyrirheit að massa þetta eftir jól úff!
Best að fá sér eitthvað í gogginn.
:: geimVEIRA:: kl. 11:39:: [+] ::
...
:: mánudagur, desember 13, 2004 ::
Er ég vakandi af því að ég fór seint að sofa? Er þetta ekki frekar snemmt?
Dagurinn hefur ekki runnið upp, ég er vakandi svo ég fer snemma að sofa... eða ...
... ég held ég verði að sofa á þessari pælingu.
Það var bara alltof gaman til að fara að sofa, nenni því eiginlega ekki, en þigg góðráð dagsins og ætla að kúra í nokkra tíma.
:: geimVEIRA:: kl. 06:35:: [+] ::
...
:: sunnudagur, desember 12, 2004 ::
garLICKing Ég eldaði mér svo góðan mat að það er ekki hægt. Kjamsínammismjattipatt.
:: geimVEIRA:: kl. 20:59:: [+] ::
...
"Fjárinn, ég er ósyndur", segir leðurklæddi vondikarlinn sem Steve Seagal fleygir út í sjóinn í bíómyndinni sem ég er með á mute borðandi ristað brauð með hangikjöti meðan ég er í tölvunni. "Á ég að draga kanínu úr rassinum á þér?" - segir Seagal grafalvarlegur nokkru síðar.
Já, það gerðist! Ég komst út úr húsi! Hitti svo ljúfan hóp fólks, ósköp þægileg stemming, endaði í ljúfum Ördengör Dönköl, sem pantaður var með amerískum hreim, bara til að bögga hina þýskumælandi. Búin að taka kjaftatarnir við mannfræðinema, fiðluleikara, klassíska söngnema, syngjandi frönskunema og íslenskufræðing, akkúrat eins og mín fílar.
Eftir að vera í mjög svo reykmettuðu umhverfi í kvöld, er planið að sofna tímanlega, svo einhver rödd verði í manni á morgun á samspilsæfingu. Wish me luck y'all - I'll need it!
:: geimVEIRA:: kl. 04:07:: [+] ::
...
:: laugardagur, desember 11, 2004 ::
Ég er hissa hvað ég er sjokkeruð yfir að missa búðina mína, voða sorglegt að sjá sótuga gangana sem maður hefur þrammað svo oft og kjötborðið sem ég stóð við í gærkvöldi allt í klessu, greinilega vonlaust að þarna verði hægt að reka verslun á næstunni.
Ég fór í bæinn til að skipta myndlykraræskninu út. Þar var svakamikil stemning, margt fólk og mikil umferð.
Svo það var út af þessu sem ég heyrði sírenuvælið í nótt... synd og skömm.
Ég versla helst ekki annars staðar - eins gott að þeim takist að koma henni upp aftur fyrir jól.
:: geimVEIRA:: kl. 13:00:: [+] ::
...
:: föstudagur, desember 10, 2004 ::
Það er mjög stutt í að ég segi upp áskrift að Stöð 2 og öllu þessu drasli. Þetta Digital dæmi er svo óstabílt að ég er að verða brjáluð á þessu drasli. Núna í kvöld í eymd og leiðindum ákvað ég að glápa nú á Idolið... svo hrundi Stöð 2 út eftir keppni en fyrir úrslit og er enn ekki komin inn. Hún er búin að detta mjög oft út, mér finnst þetta sérlega lélegt þar sem maður er að borga helvítis helling í áskrift og þetta er í annað skipti t.d. sem hún dettur út í miðju Idolinu, fyrir svo utan allar hinar rásirnar sem hanga inni, frjósa og detta út í tíma og ótíma. Þetta er alveg hætt að vera fyndið.
Ég er að deyja úr leiðindum, var nú megapirruð fyrir, en shit moðerfokk!
:: geimVEIRA:: kl. 23:11:: [+] ::
...
Mér finnst þetta svo frábært framtak - er að hlusta á diskinn núna. Ég fíla ekki alveg allt en Jólakötturinn hjá Steina og Ókindinni, Kastaníurnar hjá Atla og Jóla-jólasveinn með Orra og co í Isidor finnst mér standa upp úr við fyrstu hlustun allavega, en ekki taka mark á mér - kaupið þið diskinn barasta.
Ég er svolítið dagavillt - var í miklu föstudagsskapi í morgun, en er svo bara í mánudagsfílíng núna í kvöld, langaði á tónleika en guggnaði á því, vonandi verður eitthvað um að vera annað kvöld líka.
:: geimVEIRA:: kl. 22:51:: [+] ::
...
Það var þungu fargi af mér létt þegar prófi sem ég kveið alveg agalega var frestað framyfir jól í gær eftir fagmannlega framborna ályktunartillögu Atla. Annars hélt ég aðeins áfram að skrattast í tiltekt, réðst á geymsluna og náði að fylla stóran svartan ruslapoka af drasli í gær.
Doors tribute bandið var svo tekið beint í æð á fremsta bekk, dúndurband þar á ferð - hvet alla til að tékka á þessu, sérlega flott hjá strákunum, en það eru aðrir tónleikar í kvöld á Gauknum.
Í gær keypti ég líka jólaplötu af fyrrnefndum bekkjarfélaga, jóladiskinn Stúf sem er til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Á disknum leggja fjölmörg FíH-dýr hönd á plóg, ég hef ekki náð að hlusta á ennþá, maður skellir þessum á "fóninn" í tiltektinni.
:: geimVEIRA:: kl. 10:42:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, desember 07, 2004 ::
All else are castles built in the air Það tekur tíma að finna sinn takt eftir svona umbreytingar, mér finnst eins og ég sé svona lasin heima og geti ekkert látið sjá mig úti, að ég sé að sofa yfir mig, síðan er maður með non-stop móral yfir öllu sem maður ætti frekar að vera að gera, sem allt ætti að vera afskaplega merkilegt þar sem ég hef ekki atvinnu. Ég er að reyna að splitta öllu niður í lítil skref, mörg smáverkefni sem ég næ að ljúka. Ég er í það minnsta búin að skella jólaseríu á svalirnar, í glugga, þrífa baðherbergið og fleira smálegt, en allan tímann með mikinn móral yfir því sem frekar ætti að gera.
Svo eru jólin að koma, þegar ég er búin í prófum ætti maður að komast í einhvers konar hátíðagír barasta (eða ég vona það), maður ætti allavega að geta dúndrað eins og einni jólahreingerningu fram úr erminni. Ég fór á fund hjá Vinnumálastofnun, ósköp leiðinlegur process en það var reynt að hafa þetta eins bærilegt og hægt er I guess, en skrefin þangað voru þung. Ég hlakka til að koma góðri rútínu í gang, þar til eru þetta baby steps. Baby steps to the elevator, baby steps to the office, baby steps to the bank.
"Love and compassion, their day is coming
All else are castles built in the air"
Tvíhöfði er alveg þess virði að vakna á morgnana fyrir tilvistarkrypplinginn - held ég hafi þá inni í rútínunni, þá og kroppahristing. Þeir og kroppahristingur á morgnana... djöfull væri það sniðugt.
Mig langar alltaf svo að baka um jólin, eða gera konfekt, ég hef svo agalega gaman af því. Vandinn er hinsvegar sá að þá borðar maður gúmmolaðið og ég má alls ekki við svoleiðis.
"Falling is easy, jumping requires an act of will".
Ég hef lokið 2 verkefnum af þeim 700 sem ég ætlaði mér. Kannski maður sæki jólaseríu eða tvær úr geymslunni?
:: geimVEIRA:: kl. 20:05:: [+] ::
...
:: sunnudagur, desember 05, 2004 ::
Erla frænka mín ól son í nótt - svo ég á lítinn frænda jibbí :)
:: geimVEIRA:: kl. 14:47:: [+] ::
...
:: laugardagur, desember 04, 2004 ::
Ég er búin að vera að horfa á Idolið frá í gær, ótrúlega margar góðar stelpur í þessum hóp, eiginlega of góður hópur m.v. að bara 2 haldi áfram úr honum, mér finnst að 4 hefðu skammlaust mátt komast áfram. Gaman að þessum þáttum, hugaðir krakkar.
Alveg þætti mér plús að fimmhundruðkarlinn fengi framburðarkennslu fyrst hann syngur lög á ensku, þetta er alveg hætt að vera fyndið.
Og svo er "keppandi" karlkyns nafnorð. "Keppendurnar" eru endur sem ég læt fara í taugarnar á mér.
Hvað er málið með að vakna eldhress kl. 9 á morgnana eftir djamm? Sandra hefur smitað mig af einhverjum vaknisýkli. Svo sem ekkert að kvarta yfir því þar sem ég er timburmannalaus, hef bara chillað og dormað. Sturta?
Spurning.
Juleplatten Fékk magnaðan mat sem fyrr á Jómfrúnni. Síðan tók við slétt-súrasti pakki sem ég hef lent í lengi. Ég sms-aði hægri vinstri í leit að einhverju hittelsi af viti, en fékk ekki nema 2 svör, bæði neikvæð, hringdi meira að segja í fólk (oh, - hvað er maður að spá stundum?) og fór þarmeð á uppastað dauðans, Rex og drakk þar ósköp góðan Mojito, var spurð af Hollendingi hvað ég ætlaði að gera á eftir (æl) og fékk högg á öxlina þegar einhver uppinn fór í slag rétt hjá mér, endaði svo á ráááááándýru balli á Nasa. Reyndar var bót í máli að þar var dúndurtrommarinn Jói Hjörleifs á ferð... jú og svo var þetta nú Sálin hans Jóns míns utan um Jóann, svo maður hefur náð að fara á Sálarball aftur (síðasta ball sem ég fór á með þeim var 1989... gaman að því.. ho ho). Nema hvað, á þessu balli hitti ég svo skrýtna flóru fólks. Ghosts of shagging past og nokkra gamla menntaskólabekkjarfélaga, eina bekkjarsystur sem var sérlega supportive yfir pælingunni minni að vera bara í náminu næstu mánuðina (sagðist algjörlega ætla að mæta á tónleika), litla (sem nú er all grown up og voða myndó) bróður ex-ins míns, dóttur sambýliskonu föður exins, þó nokkuð marga kortér fyrir þrjú plebba og einn dúd sem þurfti endilega að kyssa mig á kinnina alltaf þegar hann fór framhjá. Ég var mjög mjög mjög mikið ekki að fíla mig, ákvað að taka túristapakkann bara og horfa á þetta fólk, enda var þetta algjört bíó. Fyndið að fylgjast með kortér f. þrjú liðinu inni á skemmtistað sem maður myndi öllu jöfnu aldrei fara á. Kortér-fyrir-þrjú-pakkinn er alveg mest off, en sveitaballa-svoleiðis... Oh boy!
Það hefði ég alveg þegið að hitta fyrrum meðlimi "fjölskyldunnar" öðruvísi en með bólur dauðans í framan og ekki að fíla mig inni á súrum skemmtistað. Oh well, whatever. Virtist allavega vera almennur hressleiki í gangi. Alltaf gott þegar fólki líður vel. Sei sei já. Ég er allavega mjög. Mjög. Já... eða þannig.
Góða nótt.
:: geimVEIRA:: kl. 04:13:: [+] ::
...
Orðin atvinnulaus.
Búin að taka dífuna, sofa heilan dag og hressa mig við.
Búin að skrá mig hjá Vinnumálastofnun.
Búin að fara í skólann og á samspilsæfingu.
Búin að þvo þvott í massavís.
Á morgun er smá jólatjútt, hlakka mjög til þess, öll tækifæri til að vera meðal fólks afar kærkomin þessa dagana, nú er bara að vona að bóluhelvítin á enninu á mér fari fyrir annað kvöld.
:: geimVEIRA:: kl. 01:03:: [+] ::
...