[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er búin að vera að horfa á Idolið frá í gær, ótrúlega margar góðar stelpur í þessum hóp, eiginlega of góður hópur m.v. að bara 2 haldi áfram úr honum, mér finnst að 4 hefðu skammlaust mátt komast áfram. Gaman að þessum þáttum, hugaðir krakkar.
Alveg þætti mér plús að fimmhundruðkarlinn fengi framburðarkennslu fyrst hann syngur lög á ensku, þetta er alveg hætt að vera fyndið.
Og svo er "keppandi" karlkyns nafnorð. "Keppendurnar" eru endur sem ég læt fara í taugarnar á mér.
Hvað er málið með að vakna eldhress kl. 9 á morgnana eftir djamm? Sandra hefur smitað mig af einhverjum vaknisýkli. Svo sem ekkert að kvarta yfir því þar sem ég er timburmannalaus, hef bara chillað og dormað. Sturta?
Spurning.