[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
(D)Jammið Það var rosafjör í gærkvöldi, loksins er maður búinn að sjá hvernig svona jam-session gengur fyrir sig, þetta var enn skemmtilegra en ég átti von á, ég var í góðu stuði að prófa en var síðan að brjóta heilann agalega lengi um hvaða lag mig langaði að taka, mundi ekki eftir neinu. Ég er svo lítið í standardapakkanum að mér duttu fyrst engin lög í hug sem mér fannst líklegt að allir þekktu, engin sem mig langaði að taka þarna allavega. En svo mundi ég eftir einu og við tókum það bara. En maður lærir á þessu, næst myndi maður fara með einhverjar hugmyndir tilbúnar og sjá svo til hvernig stuði maður er í, en allavega er maður aðeins búinn að prófa. Svo í öllu flippinu var verið að skralla með bongó trommur, svo maður stóðst ekki mátið að berja þær smá, enda ber ég þess merki í dag. Komin með gömlu djembe marblettina, meiri hamagangurinn í manni. Spurning líka hvort maður hitti kannski aðeins of mikið á rimina, í hlutfalli við innbyrgt öl og þreytu. En þessi meiddi eru bara stuðblettir.
Ég var alltof lengi samt eiginlega, var orðin agalega þreytt þegar ég kom heim, en ég álpaðist með krökkum niðrí bæ (ansi seint) hefði kannski bara átt að sleppa því, og þó. Ég allavega gat spurt einn strák nafns sem ég hef svo oft hitt á ólíklegustu stöðum, og í nokkur ár núna, að við vorum farin að heilsast án þess að vita nafn hvors annars.
Jæja, best að skella sér í sturtubað, amma er með pönnsukaffi.
:: geimVEIRA:: kl. 14:09:: [+] ::
...
:: föstudagur, september 26, 2003 ::
Flugleiðir enn að selja dirty week-end kannski ??? heheheheh. Munar kannski bara einum staf.... en að samstarfsaðili þeirra heiti "Kinki Nippon Tourist"" er bara too much!!!!! Vonandi eru þetta siðsamir Japanir sem eru að koma hingað ekki bara kinkí lið.
:: geimVEIRA:: kl. 15:57:: [+] ::
...
Fuck it all! Ég nenni þessu ekki. Ég verð bara að treysta dómgreind fyrri tíma. Ghost of judgement past.
Ég er svo skynsöm þarf ekkert að vera svona paranoid. Því hefur stjórn aðalútibús Þvaðurveitunnar sem hélt í dag aðalfund, samþykkt að opna "Gömul blogg" aftur. Önnur efni fundarins voru að dást að nýju klippingunni og vera sætur.
Erykah Badu bara komin með nýjan disk... maður verður að tékka á honum.
Ég fékk að smakka hreindýraragú í hádeginu... rosagott. Þetta villibragð kveikti í mér lundaþorsta. Múttan mín býr til alveg svakalega góðan lundarétt. Hann minnir á rjúpu alveg eins og hún gerir þetta, sem minnti mig á að nú fær maður ekki rjúpu á jólunum búhú. Það hefði Siv fengið Framsóknarkaffipokann beint í fangið aftur í vor hefði mér dottið í hug að nú ætti að banna jólamatinn og pína alla til að éta svín! Ég mun aldrei éta svín á aðfangadagskvöld og hana nú. Kannski hreindýr, kannski lunda, kannski kalkún eða stokkönd, ok þá - ekki hana, en alls alls ekki svín.
Heilinn minn er farinn í helgarfrí ég geng alveg á gufunni bara.... eimVEIRA.
:: geimVEIRA:: kl. 15:02:: [+] ::
...
Liðnum "Gömul blogg" hefur verið lokað tímabundið af hálfu Þvaðurveitunnar vegna endurskoðunar og satt að segja ritskoðunar. Nýir lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu, en þessi breyting reynist nauðsynleg m.t.t. atburða dagsins. geimVEIRA reynir að koma þessu upp við fyrsta tækifæri. Alveg fann ég á mér að eitthvað svona væri yfirvofandi.
Aldrei að vanmeta innsæið. Aldrei.
:: geimVEIRA:: kl. 13:19:: [+] ::
...
Hvað af eftirfarandi er torskilið???
"Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar."
Ég hélt nefninlega ekki neitt.
:: geimVEIRA:: kl. 12:45:: [+] ::
...
TGI Friday!
Ég ætlaði aldrei að geta sofnað í gær, það er farið að fylgja að þegar mikið stendur til, get ég ekki farið að sofa, þetta er náttúrulega bara adrenalínfíkn af hallærislegu tagi (maður þarf að vera svo on edge til að funkera svona þreyttur) í bland við móralaúrval og leiðindi. Svo þarf maður að innbyrða koffein og allskonar heimskufæði til að "hressa sig við" því að maður er svo þreyttur. Meiri vitleysan!
Ég er að fara í klippingu, kennslustund í heimasíðugerð þar sem á að fela mér að annast heimasíðu fyrirtækisins, svo er það að gera sig sætan (sætari - því maður verður alveg hunang eftir klippinguna náttúrulega - ihh) og fara svo í afmæli.
Jájá, þetta er farið að leggjast betur í mig núna, kvíðakastið í gær var bara óþarfi. Auðvitað leggst þetta betur í mig núna, ég er illa sofin í adrenalínkikki og það er föstudagur. Hey og ég fæ fullt af einhverri vitleysu í kaffitímanum að borða því það á að kaupa eitthvað í bakarínu - stundum fær nammidýrið í hjarta manns að ráða.
Að ráða öllu, í mínu tilviki, en einhver verður að taka stjórn á vitleysunni.
:: geimVEIRA:: kl. 09:31:: [+] ::
...
:: miðvikudagur, september 24, 2003 ::
Well, tvennt á dagskrá gærdagsins undirleikstími og yogað datt alveg út. Yogað þar sem ég komst ekki úr vinnunni í tíma, undirleikstíminn þar sem píanóleikarinn var úti á landi.
Ég var dauðspæld, þar sem ég er svo óörugg með þessi lög sem ég hef verið að dúlla mér við, hvort þau eru passandi. Þar sem ég er enn ekki viss er ég því eitthvað hrædd um að undirleikstímarnir sem ég ætti að fá þá alveg 3 í röð í næstu 3 vikur eigi ekki eftir að gagnast mér nóg... arrg. Whatever - æi ég er pirruð eitthvað út í þetta endalausa rugl þarna núna.
Í gær var farið út að borða í hádeginu og fékk ég ekta fína súpu í kvefkerlingar hún var með kjúkling, engifer og chili - svo um kvöldið var bara hálft fet hjá Subway (God forbid I break my habit). Ég var að fatta að ég er farin að hljóma eins og þarna feiti karlinn í USA sem át Subway og gufaði upp, nema að ég er ekki karl, ég er ekki í USA og ég er hvergi nærri gufuð upp.
Vúhúúú ... ég heppin - var að tékka á tíma í klippingu og fékk á föstudaginn - óvenjuleg heppni þar á ferð.
Ég keypti mér jarðarberjacheerios í Hagkaupum, ógurlega gott, jú og soyahaframjólkina góðu og gul epli, sem ég mundi meira að segja eftir að taka með mér í vinnuna. Mig hefur vantað gulueplaefni í langan tíma núna, verður gott að fá svoleiðis. Ég hlusta nú bara á svona skilaboð, er svoldið á því að líkaminn segi manni nú ýmislegt bara sjálfur, eins og þegar maður bara VERÐUR að fá kál (kemur oft fyrir mig) eða gul epli, eða jarðhnetur eða egg. Það er einhver lógík í svoleiðis held ég.... það er hitt sem er kannski minni lógík í.... þegar maður bara verður að fá egg og bacon eða jarðhnetur í Snickersformi.... aðeins erfiðara að vingsa þær langanir út.
Aura - Schmaura Hey já, eitt out of the ordinary. Einn nuddarinn á líkamsræktarstöðinni, voða sæt stelpa svona eitthvað útlensk, heilsar mér alltaf voða vel, er voða glöð að sjá mig og spjallar við mig og svona, hún hvíslaði að mér þegar hún var þarna búin að gefa mér axlanudd eins og oft áður um daginn: "You have a wonderful áááára!"
Ég bara þakkaði kærlega fyrir mig.
Svoldið fríkað sko samt.... þetta er í 3. eða 4. skiptið á nokkrum árum, sem ég fæ eitthvað svona frá svona einhverju fólki sem er á þessari línu, fólki sem ég þekki nákvæmlega ekki neitt. Sumt fólkið meira að segja hefur gengið upp að mér á kaffihúsi og sagt eitthvað svona. Freaks me out a bit! What the feck is this aura-thingy anyways? Er fólk sem segist sjá svona eitthvað geðveikt? Hver er munurinn á þessu og öðrum ofsjónum?
Vel meint svo sem. Gaman að fólk þykist sjá eitthvað gott allavega. Væri meira scary ef fólk segði við mann að maður væri með skítaáru og illilega.
Sem væri náttúrulega nær sannleikanum.
Shows how little they know!
MWAHAHAHAH!
evilVEIRA
Þessir mánudagar eru alveg hræðilega erfiðir finnst mér... ótrúlegt hvað mér finnst þetta erfitt. Ég er í tveimur mjög erfiðum fögum með engri pásu á milli, í viðbjóðslega pakkaðri stofu bara með stól ekki borð þótt maður þurfi að skrifa og svona, samtals í 3 klukkutíma í fögum sem mér finnst ég varla skilja bofs í - er í það minnsta 8 sinnum lengur að skilja en flestir finnst mér - eftir fullan vinnudag af heilaleikfimi. Á morgun er svo loksins fyrsti undirleikstími vetrarins, en þá er mín svona búin á því að ekki kemur meira en gömlukerlingaprumputísthljóð úr barkanum ... verð að vona að það skáni á morgun. Eitthvað svo leiðinlegt að vera með ný lög sem ég er enn ekki viss hvort passa mér, og syngja svo eins og belja þarna eftir allar pælingarnar. Oh well. Þetta reddast. It better well bloody has to MF=/%$.
Fréttir dagsins eru að ég borðaði ekki Subway í dag.
Aukafrétt dagsins er að ég borðaði Padthai á Banthai. Góður matur en þvert á það sem mér hafði verið sagt, alls ekki ódýr. Gaman að vera búin að prófa þetta samt.
Ég var að finna annað FíH-dýr mér mun þróaðra, hana Söndru sellógellu á blogginu, skellti henni á linkalistann minn. Einnig henti ég Elsu út, sem hefur ekkert bloggað eftir einhvern óútskýrðan skandal í sumar, ég nenni ekki svoleiðis á mínum linkalista.
Ég þykist ætla að fara í yoga á morgun - eftir vinnu og fyrir söngtímann - það hefst ef öll umferðin gengur skv. mínu höfði á morgun... wish me luck!
Síðasta helgi var sú dauðasta og aumasta í lengri tíma, en eins og svo oft áður kemur svo næsta helgi til með að verða helst til yfirfull af djammi. Í þetta sinn bara svona standard afmælisveislufamilythingydjammi..... og svo alvöru djammi með FíH-dýrum. Leggst vel í geimVEIRUNA, óóóótrúlega skemmtilegt að heyra liðið flippa þarna aðeins, verður örugglega svakagaman.
Hey, ég var að muna....... ég er ENN ekki búin að fá digital myndirnar frá því í sumarfríinu, sem ég var búin að lofa sjálfri mér að setja hérna inn. Minnið mig á þetta ha? Ég er allt of allt of heilalaus þessa dagana.
:: geimVEIRA:: kl. 23:07:: [+] ::
...
:: sunnudagur, september 21, 2003 ::
Smá samantekt til þess að bæta fyrir bloggletina: Mánudagur: Var með móral vegna helgarinnar og með höfuðverk og það voru læti í vinnunni. Ég fór í fyrstu bóklegu tímana í hljómfræði II og tónheyrn II. Lítið leist mér nú á að lenda í prófum í báðum fögunum - var sko ekki upplögð í svoleiðis. Mér gekk alveg ömurlega held ég, var allavega komin með axlirnar alveg hringinn í stressinu. Borðaði Subway. Á undan mér í röðinni var sá guðdómlega fallegasti ungi drengur sem ég hef séð ever, en hann var ekki eldri en 17 ára eða eitthvað, holy crap what a bloody shame, hefði hann verið 10 árum eldri og ég - well helmingi flottari en Angelina Jolie hefði ég látið hann fá nafnspjaldið mitt með miklum meiningum. Fáránlega fallegur drengur, ekki bara sætur og flott klæddur en með geðveika klippingu og allur pakkinn.
Þriðjudagur: Fór í fyrsta söngtímann hjá afleysingakennaranum, leist alveg ágætlega á hann, hlakka samt til að fá Kristjönu mína aftur. Borðaði Subway og sá svo fallega drenginn bara aftur þarna, þá vinnur gaurinn á Subway! Hann bjó til bátinn minn - mjög vandlega - ég eins jarðbundin og ég er, gat með herkjum bægt óhreinum hugsunum frá - þetta er bara barn! Þetta er í fyrsta skipti sem mér hefur fundist nokkur svona ungur flottur. Ever. Ef þetta væri ekki bara flottasti drengur ever, þá hefði ég áhyggjur.
Miðvikudagur: Fékk merkilegustu niðurstöðu úr blóðrannsókn ever. Eftir áralangan móral og rassaspörk fyrir leti og aumingjaskap á öllum sviðum lífs míns kemur í ljós að ég er bara hormónarugluð, ég, manneskjan sem aldrei í lífinu myndi nota svo lame excuse fyrir leti og spik - að ég hefði svo hæga brennslu (gimme a break) er svo bara með vanvirkan skjaldkirtil og allskonar rugl í gangi. Fór til málamynda í líkamsræktarstöðina, til að halda mætingunni í það minnsta í rútínunni, var ekki að meika neitt merkilegt svo ég fór bara í dekrið og svo heim að horfa á imbann.
Lýsingin á þessu hormónafokki er reyndar þannig að ég held hún passi bara við ALLA mjög oft... en ég hef verið að skoða þetta og finnst bara nokkuð sniðugt að til sé einhver útskýring á því hvernig manni líður önnur en maður sé bara helvítis aumingi. Hélt upp á þetta með því að borða Subway yfir imbanum.
Fimmtudagur: Fór í Eróbikktíma - borðaði Subway og helling af gulu M&M's því ég er svo mikið hormónafórnarlamb og þegar ég fæ pillur við þessu öllu saman, tek ég bara tvær... uh eða þannig.
Föstudagur: Fór í Hygeu og fríkaði út fyrir mína hönd og ættarinnar á geðveikri útsölu - var 25% af ÖLLU. Snyrtivörudýrið með allt sitt ójafnvægi verslaði sér augnskugga dauðans, tvö geðveik varagloss, púður og handáburð, til að halda upp á að vera svona sæt, vera í svona miklu ójafnvægi og eiga vonandi eftir að fá töfrapillur sem gera mann grannan og glaðan og koma öllu í lag, verslaði ég bjór í fyrsta skipti í 2 mánuði og keypti Domino's. Horfði á Idol og leist bara mjög vel á þetta, fyrir utan FM-hnakka dauðans þarna, held að maður eigi eftir að verða hooked á þetta jafnvel. Straujaði svo tölvuna mína og bókstaflega sofnaði sitjandi fyrir framan hana. Ég og glamourinn sko. Með poka fullan af Chanel goodies og er svo bara tölvunörd á föstudagskveldi.
Dagurinn í dag: Glataður dagur, ljótt veður, leiðindi. Ég náttúrulega svo gasalega ójafnvæg að ég bara meikaði ekki annað en tölvulækningar og drivera-leit, afgangspizzuát og aðra óhollustu. Þetta er allt skjaldkirtlinum að kenna. Það er hann sem er latur ekki ég!
Boy am I gonna have a field-day with this excuse!
P.S. geimVEIRA er núna officially komin með leið á að vera einhleyp! Skál fyrir því!
:: geimVEIRA:: kl. 01:34:: [+] ::
...
Þegar maður bloggar svona sjaldan orðið, dettur alveg úr manni það sem mann langar að tjá sig um, eða maður fer að ofurritskoða sig. Ég hef haft þá stefnu að vilja halda blogginu svona ágætlega ótengdu öðrum hlutum í lífi mínu, en hef mikið verið að spá hversu lengi ég á að halda það út. Ég hef séð ýmsar lausnir, s.s. að loka á sum efnisatriði fyrir almenning, en það er bara svo leiðinlegt þá fyrir þá sem ég þekki ekki að sjá lok og læs bloggfærslur, ég myndi ekki nenna að lesa þannig blogg. Og þá er það spurning með hvað maður segir og ekki segir. Ég hef alltaf ritskoðað mig mjög náið, með það í huga að hver sem er getur verið að lesa þetta. Það eru bara ákveðnar lausnir sem maður gæti verið að nýta sér með að hætta þessu alias dæmi, en þá held ég bara að frelsi manns til að segja þó það sem maður lætur flakka, yrði svo skert að maður segði aldrei neitt.
Ég get ekki séð hvernig undir nafni eða nafnlaust ég geti tjáð mig um risastóra þætti í mínu lífi, ég hef svona stigið línudans í þessum málaflokkum stundum, en þá var annað ekki hægt þar sem málefnin stóðu manni svo nærri. Ég vil ekki tjá mig nema undir nafni í ákveðnum málaflokkum, en myndi aldrei nenna að taka svo slaginn við hvern sem er, hvar sem er við að verja mínar skoðanir eða reyna að sannfæra fólk um mín sjónarmið, ég bara nenni því alls ekki. Ég held það endi með því að ég haldi áfram að reyna að blogga með sömu sjónarmiðum og taki áhættuna, hinsvegar er ég að kafna úr litluþjóðfélagsveikinni núna. Þoli ekki að geta ekki flaggað öllu í skjóli nafnleysis stundum... kannski maður sé of ábyrgðarfullur, ég veit ekki.
I think too much.
:: geimVEIRA:: kl. 01:23:: [+] ::
...
:: laugardagur, september 20, 2003 ::
Perr dagsins:
Er í boði Róberts Marshall, sem sagði eftir að heyra stormviðvaranir og ábendingar um að festa lausamuni:
"Nú fer maður bara heim og bindur sjálfan sig niður!"
Síðustu dagar eru búnir að vera alveg klikk. Ég hef haft mikið að gera, bæði í vinnunni og í skólanum og spriklinu. Á síðasta föstudag var mjög skemmtilegt djamm með vinnunni hjá mér, við fengum rosagóðan mat og guðaveigar með. Ég entist von úr viti og var með þeim síðustu heim - næturdýrið sko - jafnvel þótt ég hefði verið illa sofin og allt. Mjög skemmtilegt kvöld.
Ég er alltaf að lenda í hlutum sem ég get ekki bloggað um, svo það má segja að allt markvert hafi verið ritskoðað. Ég ætla núna að gera heiðarlega tilraun til að strauja tölvuna mína, ef ég blogga ekki meira næstu vikurnar þá myndi ég túlka það þannig að ég hafi brennt hana við. Wish me luck!
:: geimVEIRA:: kl. 22:26:: [+] ::
...
:: þriðjudagur, september 16, 2003 ::
Ég var tvær manneskjur í vinnunni, lenti í tveimur prófum í skólanum, er með höfuðverk dauðans og leiðist svakalega. Ef þetta er ekki tíminn til að henda sér upp í rúm - þá er aldrei tíminn til þess. Góða nótt.
:: geimVEIRA:: kl. 00:00:: [+] ::
...
:: mánudagur, september 15, 2003 ::
Fæst orð bera minnsta ábyrgð.
:: geimVEIRA:: kl. 00:25:: [+] ::
...
Lucky bastard lazy ass mofoVEIRA Frystihólf eru hrein og bein snilld, sérstaklega þegar maður finnur sjúklega góðan taílenskan mat þar sem maður hafði skellt þar inn af fyrirhyggju, en var búinn að gleyma. Kjúklingur í grænu karríi á geimVEIRSKAN hátt og grjón - akkúrat það sem mig langaði í en nennti ekki að elda.
:: geimVEIRA:: kl. 20:44:: [+] ::
...
Ég var að ná mér í tvö lög í viðbót af Sheetmusic.... langar að finna mér helling til að mæta með í tíma. Ég fékk stundartöflu á föstudaginn loksins og kom þá í ljós að sem aldrei fyrr (pffhft) rekast fög á eða eru á venjulegum skrifstofutíma, ég var illa pissed. Er búin að jafna mig um helgina og ákveða að þetta sé þá bara tilvalið upp á að ég komist í sprikl með skólanum en það var lítið að ganga upp hjá mér í fyrravetur. Eins gott að ég er komin með kort, reyndar ætlaði ég að fara um helgina en síðan einhvernveginn jókst aðdráttarkraftur rúmsins míns tífalt og það hafði vinninginn, svaf í stað þess að fara í yoga. En þetta er bara svo kósí líkamsræktarstöð að ég á örugglega eftir að eiga auðvelt með að drífa mig. Maður fær nudd í heita pottinum og allt, sjúklega næs.
Ég mun verða í tveimur heavy bóklegum fögum á sama degi vikunnar, það verður ógeðslega erfitt er ég hrædd um, samt hlakka ég til að halda áfram (þótt mér finnist ég ekki svona alveg kunna nóg til að vera komin í svona framhaldseitthvað), vonandi verður ekki allt skrúfað í botn núna - ég var rétt svo að meika þetta í fyrravetur.
Ég er ennþá að hlusta á 100th Window, merkilegt hvað ég er alltaf á eftir með að fatta tónlist.
:: geimVEIRA:: kl. 17:14:: [+] ::
...
Ég er búin að henda Æsu út úr linkunum og skella Veru inn í staðinn, ég veit ekki alveg hvernig maður á að meta hvenær blogg eru endanlega steinrunnin, en í þessu tilviki þetta ekkert erfitt enda ekkert gerst þarna síðan í vor, ég hef yfirleitt skellt inn bloggum sem mér líst vel á í link-listann minn, en það hefur bara ekki gerst lengi að ég hafi munað eftir að bæta í og hreinsa til.
Annar linkur sem ég set inn er á bráðsniðuga síðu Sheetmusic Direct ég er búin að sækja mér nótur þaðan, mjög sniðugt.
:: geimVEIRA:: kl. 15:42:: [+] ::
...
:: fimmtudagur, september 04, 2003 ::
Skrúfusúpa Ég er hoppandi ill núna, ég átti erfitt með ákveða hvað mig langaði í hádegismat, labbaði eitthvað um og endaði á kaffihúsi, ákvað að splæsa á mig súpu, pantaði einhverja kjúklinganúðlusúpu. Svo náði ég mér í kerlingablöð og beið. Og beið, og beið og beið........... eftir að hafa ýtt á eftir þessu, enda matartíminn að verða búinn, fékk ég loksins súpuna. Það var hinsvegar alveg til að reka svanga mannesku fram af björgum þegar í ljós kom að það sem þeir kölluðu "súpu" á þessum bæ var stór skál af sjóðandi vatni. Í þessu vatni flutu semsagt bragðlausir kjúklingabitar, og svona eggjanúðlur eins og maður getur keypt sér úti í búð, sem einnig voru bragðlausar, nokkrar lauksneiðar (venjul. laukur b.t.w. ekki einu sinni vorlaukur) og ofaná var sesamolíubrák. Þetta sull var eins og gefur að skilja eins og soðið vatn með sesamolíubragði. Biðja þurfti sérstaklega um gaffal til að borða núðlurnar með, en það varð ljóst að það var til einskis. Ég reyndi að gefa þéssu sens, en þegar ljóst var orðið að það væri bara einfaldlega ekkert í þessu til að gefa bragð, ekki einu sinni nagli, að það væri óþarfi að éta þetta áfram. Ég stóð því bara upp frá 2/3 fullum súpudisk og borgaði heilar 690 krónur fyrir þetta frat, ég sagði þjónustustelpunni að þetta væri lélegasta súpa sem ég hefði nokkurn tímann smakkað, en það skilaði nú bara blankó svipbrigðum, ekki datt henni í hug að bjóða mér afslátt eða frítt kaffi eða eitthvað. Þetta var ekki naglasúpa, heldur skrúfusúpa - I got screwed big time! Ógeðsleg spæling, kennir manni að éta bara sitt helvítis hrökkbrauð í hádeginu, fyrst maður skítur ekki peningum er líklega ráðið að fara bara á staði sem maður veit að eru með góðan mat í hádeginu. Hvers vegna gat ég ekki bara farið á Kaffibrennsluna?
:: geimVEIRA:: kl. 13:36:: [+] ::
...
Gentle impulsion, shakes me, makes me lighter Ferlega líst mér vel á árangur Magnúsar Scheving núna, LazyTown inn í Nickelodeon - glæsilegt!
Ég og tölvan mín erum óvinir þessa dagana, lousy crap maskínudruslan, en ég hef lítinn tíma gefið mér í að tölvast, því eins og svo margir er haustið orðið tími fyrirheitanna, geimVEIRAN komin með kort í sprikl og búin að fara nokkrum sinnum. Þetta var mikill höfuðverkur að finna sér stað sem maður vill mæta á en ég held að ég hafi fundið svoleiðis, mjög þægilegt andrúmsloft og fínt bara, en dýrari en andskotinn. Því hef ég kysst drauma um nýja tölvu bless í bili (4ever), þótt ég sé ennþá alveg að flippa yfir fartölvutilboðunum. En líkur eru á því að með skólanum og vinnunni og nú líkamsræktinni ofaná þetta venjulega vesen með að versla, elda, þvo þvott og annað skemmtilegt, verði tíminn sem maður er í tölvunni heima það lítill að þetta skipti ekki máli. Who am I kidding! Maður er alltaf að bögglast í tölvunni......... arrrrrrg! Well, í það minnsta fæ ég nudd í ræktinni.... laptopinn getur enn ekki nuddað fólk.
Ég fæ loksins stundaskrá í skólanum á morgun, þá fæ ég að vita hvurslags bilun þetta verður hjá mér í vetur, vonandi verður hún bara svona medium.
Legg fram skriflega kvörtun vegna roks, rigningar og lækkandi sólar! Djöfullinn er þetta?
You're a Marilyn! Sexy, sultry, savvy, and the life of the party, men want you, and women envy you. Your personality, charm, and looks make you a total bombshell!
Compared to all connection types worldwide, yours is fantastic
ÉG ELSKA AÐ VERA KOMIN MEÐ 1MBIT TENGINGU!!!!!! vÚHÚÚÚÚ!!!
Fyrir tölvunörd sem man hversu magnað var að vera með 14.400 kbps módem en ekki 9.600..... þá er þetta rosalegt!!!! Ég er hoppandi hýr, þótt ég hafi ekkert pláss á tölvunni minni fyrir nokkurn skapaðan hlut!!!!!! Þetta er bara svo gaman.
:: geimVEIRA:: kl. 22:56:: [+] ::
...