[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
TGI Friday!
Ég ætlaði aldrei að geta sofnað í gær, það er farið að fylgja að þegar mikið stendur til, get ég ekki farið að sofa, þetta er náttúrulega bara adrenalínfíkn af hallærislegu tagi (maður þarf að vera svo on edge til að funkera svona þreyttur) í bland við móralaúrval og leiðindi. Svo þarf maður að innbyrða koffein og allskonar heimskufæði til að "hressa sig við" því að maður er svo þreyttur. Meiri vitleysan!
Ég er að fara í klippingu, kennslustund í heimasíðugerð þar sem á að fela mér að annast heimasíðu fyrirtækisins, svo er það að gera sig sætan (sætari - því maður verður alveg hunang eftir klippinguna náttúrulega - ihh) og fara svo í afmæli.
Jájá, þetta er farið að leggjast betur í mig núna, kvíðakastið í gær var bara óþarfi. Auðvitað leggst þetta betur í mig núna, ég er illa sofin í adrenalínkikki og það er föstudagur. Hey og ég fæ fullt af einhverri vitleysu í kaffitímanum að borða því það á að kaupa eitthvað í bakarínu - stundum fær nammidýrið í hjarta manns að ráða.
Að ráða öllu, í mínu tilviki, en einhver verður að taka stjórn á vitleysunni.
:: geimVEIRA:: kl. 09:31:: [+] ::
...