| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: sunnudagur, september 21, 2003 :: Þegar maður bloggar svona sjaldan orðið, dettur alveg úr manni það sem mann langar að tjá sig um, eða maður fer að ofurritskoða sig. Ég hef haft þá stefnu að vilja halda blogginu svona ágætlega ótengdu öðrum hlutum í lífi mínu, en hef mikið verið að spá hversu lengi ég á að halda það út. Ég hef séð ýmsar lausnir, s.s. að loka á sum efnisatriði fyrir almenning, en það er bara svo leiðinlegt þá fyrir þá sem ég þekki ekki að sjá lok og læs bloggfærslur, ég myndi ekki nenna að lesa þannig blogg. Og þá er það spurning með hvað maður segir og ekki segir. Ég hef alltaf ritskoðað mig mjög náið, með það í huga að hver sem er getur verið að lesa þetta. Það eru bara ákveðnar lausnir sem maður gæti verið að nýta sér með að hætta þessu alias dæmi, en þá held ég bara að frelsi manns til að segja þó það sem maður lætur flakka, yrði svo skert að maður segði aldrei neitt.
|
|