[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
:) Jæja, hér er vorið komið barasta. Nítján stiga hiti í dag og allt og áðan sá ég laufgað tré - allt að gerast.
Ég er á fullu í miðannarprófum. Þurfti í dag í prófi að senda oscillator signal og calibrate-a upptökutæki, ég klúðraði svolítið, gleymdi að það er sitthvor standardinn, á að vera núll á einum mæli og -18dB á hinum, já ég veit. Voðalega intressant!
Ég er annars 65% lasin, er ansi kvefuð með hósta stórkarlahnerra, lungnahor og slef, ég er komin í frí á föstudaginn, pant ekki vera lasin í fríinu!
Ég fer með Priyu og Soniu í IKEA annars á föstudaginn. Það hefur staðið lengi til hjá mér að komast þangað, við leigjum jeppa og verðum helvíti hressar bara held ég, ég þykist ætla að keyra, í fyrsta skipti í útlandinu, wish me luck!
Svo er verið að skoða New York skreppelsi, aldrei að vita nema það gangi upp.
Ég var í tveimur hópverkefnum um daginn í stúdíói sem ég gleymdi að minnast á. Á fimmtudagskvöldið (frá 22 til miðnættis) var verkefni fyrir Audio Tech tímann, þar sem við krukkuðum í signal flow pælingum miklum (hlustuðum á sömu bassalínuna ansi oft af multitrack) og fengum meiri reynslu til að bakka upp bókvitið á hvað allir þessir takkar gera. Síðan aðfararnótt laugardags fór ég í fyrsta upptökuverkefnið mitt. Ég söng fyrir bekkjarbróður minn, sem var með voða sætt lag á spænsku. Hann spilaði á flygil inn á groove sem ég kom með. Ég var voða sæl með soundið þarna í stúdíóinu, gaman að fikta með almennilega mæka, nú á ég eftir að sjá hvort þetta hljómar jafnvel við næstu hlustun, en ég fékk fælana mína bara í dag, því félagi minn Basilio vistaði þetta allt saman á sitt drif (við þurfum að hafa flakkara með okkur, ég er enn ekki búin að fjárfesta í nýjum svoliss, hinir nærri fullir sko).
:: geimVEIRA:: kl. 22:42:: [+] ::
...