[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Sexy Back Tónleikarnir á þriðjudaginn voru vægast sagt frábærir. Justin Timberlake massaði þarna rosalegt show án þess að missa frá sér feilnótu. Þetta var rosaupplifelsi bara, strákurinn í fantaformi, hann spilaði í 3 tíma, með einu stuttu hléi (þó það nú væri að maðurinn skipti um föt eftir að skrattast non-stop þarna dansandi á fullu). Segið hvað þið viljið um Timberlake, en það verður ekki frá honum tekið að geta sungið og dansað!
Showið var rosalega flott og bara öll lög sem maður hefur hlustað á með honum tekin sveimérþá, mörg í nýjum svölum útsetningum. Ég var mjög heppin með sæti, var á sjötta bekk og sá frábærlega vel. Það voru 4 bakraddir 6 dansarar og tíu manna band og allir unnu fyrir pjéníngnum sínum og vel það. Mér fannst production svo flott á þessu öllu já og ég er mjög impóneruð að gegn vana í þessum bransa var hávaðinn bara akkúrat réttur, ég tók með mér eyrnatappa*) og allt, en þurfti aldrei að nota þá. Það var mikil ást í húsinu, áberandi fjölmennari kvenþjóðin (auðvitað) en það var svo frábær stemming, að Justin tók 2 uppklappslög.
En ástin hélt áfram og áfram og endaði með að hann kom einn upp aftur á sviðið í nærbolnum og með Stanley mug, þakkaði kærlega fyrir sig og sagðist elska okkur voða mikið (ég get svo svarið að mér sýndist hann klökkna, en ég er ekki viss...) lofaði að koma til Boston aftur og svo tók hann aukalag einn á píanóið. Hann á alla velgengnina þessa dagana skilið og ég mæli hiklaust með að allir skelli sér á Justin Timberlake tónleika sem þess eiga kost. Mig langar eiginlega aftur fljótlega :)
PS. Já og ég missti af Pink... hún hefur líklegast spilað bara í klukkutíma... ég komst ekki fyrr en ég sá ekkert eftir því - maður var bara úrvinda í framan að brosa svona lengi hringinn.
*) Ég fór einmitt í heyrnarrannsókn hjá Northeastern University á miðvkudaginn til þess að fá mér "tónlistarmannaeyrnatappa". Það var tekið mót af eyrnagöngunum og svo eftir tvær vikur fæ ég súperspes kúl tappa sem deyfa um -15dB en jafnt yfir tíðnisviðið, svo "soundið" breytist ekki. Þetta er víst tær snilld og hugsað þannig að maður geti notað þetta í performance.
:: geimVEIRA:: kl. 03:12:: [+] ::
...