:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: þriðjudagur, febrúar 06, 2007 ::

Hæ hæ krúttfyglin mín!

Óttalega hefur verið erfitt að komast í blogggír, það er nú meira! Ég biðst forláts. Mér leiðast letiblogg, þetta er engin frammistaða.

Ég fór á masterclass og tónleika með Marcus Miller 8. desember s.l. með honum léku nemendur úr skólanum og tók bekkjarsystir mín hún Patricia, People Make the World Go 'Round" og brilleraði alveg, þetta var feiknafjör alveg. Ég sá líka "Singer's Showcase" tónleika í Berklee Performance Center, það voru ægilega Júróvisjónlegir tónleikar fannst mér og samsinntu mínir evrópsku vinir því, dáldið fyndið að upplifa þannig fílíng hérna.

Ég hef kynnst Nuno og Soniu betur undanfarið, við höfum farið út að borða og í bíó og allskonar. Þau eru frábær og gott að eiga Nuno og Priyu, sem er blómarós frá Hawaii, að, en þau eru bæði nemar einni önn á undan mér í MP&E.

Ég og Priya sæta. Hún er ALLTAF með blóm í hárinu :)

Já, ég ætlaði að segja betur frá þessu bloggleysi. Ég var sumsé komin í óttalegt burnát þarna í nóvember. Svaf illa, var komin í rugl með þetta alveg og námið vannst ekki nógu vel hjá mér þar af leiðandi. Ég var með tvö fög sem voru svo frek á tíma, annars vegar Groove Writing og hinsvegar tónheyrnin. Í Groove Writing þurfti maður að skila inn yfirleitt tveimur stuttum útsetningu fyrir rhythmsection í mismunandi stílum á viku. Þessu var skilað á tölvutæku formi, nóterað á pdf (gert í Finale) og lagið á .aif/.mp3 sequencað og loopað í allavega 30 sekúndur, síðan hlustaði bekkurinn saman og maður fékk komment. Þetta fag var rosaskemmtilegt, en boy oh boy hvað fór rosalegur tími í að læra á forritin og þetta allt. Nóg var að læra hvað maður þurfti að gera til að skila inn partido alto grúvi t.d. en maður varð að læra á Finale, Garage Band, Reason og guðmávitahvað til þess að geta skilað þessu skikkanlegu. Svo heilu næturnar fóru í að nördast í hinu og þessu t.d. í að finna rétta hi-hat soundið, fá Finale til að leyfa mér að fiffa til midisound, gera drum map í Finale því Berklee er með sinn standard á nótnaskrift fyrir trommusett o.s.frv. o.s.frv. Þetta fag varð því að voðalegu tarnafagi, maður var stundum dáldinn tíma að komast í skapandi gírinn, og þá var maður í fokki, því tæknilega hliðin tók svo langan tíma að komast inn í... anyways þetta var erfitt en gaman. Síðan var það tónheyrnin, en á síðustu önn var ég með tónheyrnarkennara sem lét okkur taka próf VIKULEGA og það UTAN kennslutíma. Ég var því með hitt megastressið - yfirleitt þokkalega krumpuð og ekki í stuði, þetta allt kom náttúrulega niður á flestu öðru svo einkunnirnar guldu fyrir skipulagsleysið og stressið. Já og ofan í þetta var ég náttúrulega að undirbúa finals í hinu og þessu... t.d. var samspilsfænalið mitt að RAPPA... múhahahah (það var stuð) Uziel spilaði með mér í söngprófinu, já og ég kom fram á öðrum Berklee tónleikunum mínum og lék þar á djembé með "Music of Guinea" hópnum mínum, það var stuð líka :) Já sumsé heilmikið stress en mikið stuð líka.

Einkunnirnar já; ég læt þær flakka að venju, núna er ég dottin af þessum "Dean's List" held ég alveg örugglega, munar samt ekkert voða miklu. Allavega voru einkunnirnar jafnari yfir allt en ég átti von á. Var hærri en ég bjóst við í tónheyrn allavega.

Private Instruction: B
Vocal Improv in Jazz Idiom: A-
Tónheyrn: B+
College Writing 2 Lit. Themes: A
Groove Writing: B+
Samspil: A
The Music of Guinea: A
Hljómfræði: B+

Term GPA: 3,575 sem þýðir 8,94 í meðaleinkunn annarinnar. Í heildina (með hinum önnunum er "Cumulative GPA" hjá mér 3,677, (eða 9,19) en maður þarf að hafa yfir 3,6 til að vera á þessum Dean's List. Ég held það sé fyrir önnina, svo ég held ég sé ekki þar inni í þetta sinn. Ég var annars farin að fá þetta óeðlilega mikið á heilann, og tek stefnu á að læra og hafa gaman af því en ekki strumpast alveg yfir um út af einkunnum.

Ég fór heim um jólin, lenti í seinkun og rétt náði á Jómfrúna á Þorláksmessu. Jólin voru sérlega afslöppuð og næs. Mér tókst sem fyrr ekki að slappa af almennilega var alltaf voðalega óróleg eitthvað eirðarlaus, fannst ég vera að svíkjast undan alltaf hreint, en það er eitthvað sem ég þarf alvarlega að tækla. Ég hitti fjölskylduna og vinina, sá Nettettinn og fleiri spila á tónleikum, hitti sófadýr á mjög skondinn hátt í biðröð, rifjaði upp kynnin við 101 og fékk mér Hlöllabát á krítísku mómenti, fór í afmælis- og áramótateiti, hitti góðar konur í lunch og brunch og fór í síldarveislu til Ingu frænku og norður til foreldra minna líka. Svo ég gerði nú bara heilmargt. Svo kom ég aftur út 15. jan. og hitti þá strax um kvöldið Nuno og Soniu og fleiri Berkladýr.

Skólinn er núna kominn á aðra viku, svo ég hef prófað alla tíma og er þegar búin að vera í 4ra tíma stúdíóverkefni að fikta í mækum fyrir eitt fagið í MP&E (sem Music Production & Engineering er kallað dagsdaglega), búin að þurfa að mæla herbergið mitt og reikna út viðbúnar vandamálatíðnir, skrifa skýrslu um effecta í pródúseringu á lagi, bara tómt stuð. Svo er ég að syngja Bach í einkatímunum sem nú eru loks orðnir klukkutíma langir þar sem ég er í performance major, og svo er ég komin í rokksamspil, en ég álpaðist til að skrá mig óvart í "progressive rock" samspil (við erum að tala um að ég vissi EEEEEKKERT hvað það er). Nuno sem er svo elskulegur alltaf hreint, tók mig í kennslustund og ég fékk allskyns rokk á iPodinn hjá honum, núna er ég sumsé að syngja í Yes lagi sem heitir "South Side of the Sky", það veit á gott að það eru taktbreytingar í því, en iðulega er þær að finna í lögum sem ég hef fílað í gegnum tíðina.

Ég og Claudia Calliano, hún er frá Sviss, við fórum í pool um daginn, kærastinn hennar er líbanonsk-úkraínskur Kani sem er með mér í bekk í MP&E.

Síðustu helgi fór ég og tékkaði á North End í fyrsta skiptið. Engin frammistaða hjá mér að skoða Boston, ég veit það breytist kannski núna þegar maður hefur fólk til að fara með og svona, en ég fékk hádegismat á ítölskum stað og verslaði síðan helling af grænmeti á útimarkaði fyrir skít og kanil, ekki spurning að maður fer þangað aftur.

Æi ég verð að segja allt sem ég fékk þetta er svo magnað: 2 litlar öskjur af bláberjum, rauða papriku, 1,5 kíló af kúrbít, 5 hvítlauka, 5 sítrónur og 6 lime og þetta kostaði allt samtals 6 dollara, yfirhöfuð kostar allt þarna 1 eða 2 dollara, og maður fær haug af dóti. Zucciniið (4 stk.) var t.d. á 2 dollara!


Ég verslaði mér stúdíómónitora um daginn. Fyrir valinu urðu Wharfedale Diamond Pro 8.2 en þeir fengu allt í lagi dóma og þykja góðir fyrir verð. Ég er voða ánægð bara, allt annað að hlusta á tónlist í almennilegum hátölurum, og nauðsynlegt fyrir skólann, en núna þarf maður að hlusta allt öðruvísi. Núna er það út úr fasa hlustun og allskonar kreisíness sem maður er að nördast í, voða stuð.

Á morgun fer ég svo á Justin Timberlake (SUE ME) tónleika íhaw! Já og fröken Pink hitar upp, ekki amalegt það! Svo er nýja 4 Hero platan á leiðinni til mín ú jééahh.

Ég held ég láti þetta duga í bili. Þvílíka munnræpan! Örugglega fullt sem ég er að gleyma að segja frá, en ég verð bara að fá að bæta við eftir þörfum.

:: geimVEIRA:: kl. 03:50:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?