| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: mánudagur, febrúar 19, 2007 :: Ég hélt matar- og kokteilboð í gær. Til mín komu Priya hawaiíska, Niklas sænski og hin portúgölsku Nuno og Sónia. Ég eldaði silung með grænmeti í ofni sem heppnaðist þrælvel alveg, salat með og soðnar karpöllur svo fengum við okkur caipirinha, sem er brasilískur kokteill, ekki ósvipaður mojito en gerður með sérstöku brasilísku rommi cachaça (sem bragðast ekkert eins og romm), lime og hrásykri. Við kjöftuðum og horfðum á gítarhasar á Youtube (Niklas og Nuno gítarkaddlar) og hlustuðum á tónlist (í nýju hátölurunum, þvíííílíkur munur sko).
|
|