[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég skellti mér á tónleika í kvöld, ekki eina heldur tvenna takk fyrir.
Cassandra Wilson var hress í Berklee Performance Center, hún var með ansi gott band með sér, reyndar var einhver munnhörpuleikari sem var farinn að fara svolítið í taugarnar á mér, en trommarinn var ansi góður svo þetta jafnaðist út. Blues og út í eitthvað fusion dæmi eiginlega á köflum. Spes. Síðan eftir að segja "hæ" við japanska og kóreskar skólasystur mínar dreif ég mig í taxa til Cambridge þar sem ég sá Bad Plus. Þeir voru sko meira að mínu skapi. Hressileg grúv og góð stemming. Sérstaklega gaman að heyra jazzaða útgáfu af Tears For Fears, Everybody wants to own the world, og lög trommarans mjög hressadi.
Núna borða ég morgunkorn úr skaftpotti og horfi á tivo upptöku af Dr. Phil.
:: geimVEIRA:: kl. 05:41:: [+] ::
...