:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: föstudagur, ágúst 18, 2006 ::

2:8
Jæja krúttfyglin mín. Ég er komin í frí! Ég hef nú lokið annarri önninni í Berklee, prófin voru ansi þétt en lokadaginn, á miðvikudag, skilaði ég lokaverkefni í útsetningum og fór í 3 lokapróf. Söngprófið er eina prófið sem ég hef fengið einkunn út úr, ég fékk 82,5 sem mun vera B-. Ég var mun ánægðari með þetta próf en fyrsta prófið, fékk góðar ábendingar og svona. Prófið sem ég hræddist mest Music Acoustics (sem ég fékk C í á miðannarprófinu í, var eitthvað voðalega lost í þessu þótt ég fíli þetta í tætlur) gekk aðeins betur en ég óttaðist, svo eiginlega held ég að þetta hafi hafist bara svona yfirhöfuð ágætlega. Ég á nú ekki von á að lenda á þessum blessaða Dean's List aftur neitt, en ég allavega gerði mitt besta. Svo kem ég heim í smá frí í næstu viku, ég hlakka voðamikið til að hitta fólkið mitt, er búin að panta kjaftatarnir og kaldan bjór, gin&tonic í nýju íbúð frænku minnar, ég fer norður til ma&pa, hittingar og stefnumót, mig vantar klippingu og að hitta Þórólf minn og láta hann gramsa í mér, en aðallega ætla ég að anda. Anda því að mér að ég er búin að taka heilan meðgöngutíma í útlandinu!!! Mér finnst ég eiginlega nýbúin í auditioninni í Dublin, en svo er bara 1,5 ár síðan það var og ég orðin háð Starbucks, búin að læra á loftkælinguna og næstum búin að venjast svitabaðinu.
Ég er búin að vera heillengi í dag að plana stundaskrá næstu annar og held ég sé komin með svona sæmilega mynd á hana. Ég fer í tónheyrn, hljómfræði, einkatíma áfram hjá David Scott, samspil, College Writing 2, og vocal improv hjá Bob Stoloff, svo ætla ég að taka framhald á Arranging 1, (sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt fag), sem kallast Groove Writing, það leggst voðavel í mig að læra meira um svoleiðis, svo er ég að reyna að troða mér í tíma innan Music Synthesis deildar sem fer í MIDI og sequencing og svolliss, veit ekki hvort ég næ því, eða hvort það verður gáfulegt að taka enn eitt heví fagið ofan á restina, æi veitiggi neitt í minn haus heldur. Ég þarf ekkert að ákveða þetta strax, er bara eitthvað að stressa mig til að stressa mig yfir einhverju fyrst prófin eru búin. Er með svona vöðvabólgudofa í hnakkanum og með svefninn í klessu og allt svoleiðis gaman.... Eníveis.... Ég nefninlega veit ekkert hvaða major passar mér, það kom mér svo á óvart hvað ég hef fengið jákvæð viðbrögð þegar ég hef þurft að skila frumsömdum lögum, ég vel svona þannig að fögin sem ég tek liggi milli deilda, svo ég er ekki í neinni hættu ennþá, en t.d. ef ég myndi vilja fara í performance deildina þá myndi ég taka aukalega hálftíma í einkakennslu á viku (munar nú um það!) - svo ég stressa mig eitthvað voðamikið á þessu. Ég þarf greinilega að tjúna mig niður svoldið, passar ekkert lítið vel að koma heim í frí núna. Ég er alveg nett deflated. Pant fá knús og hitting!

:: geimVEIRA:: kl. 04:45:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?