[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
2:8 Jæja krúttfyglin mín. Ég er komin í frí! Ég hef nú lokið annarri önninni í Berklee, prófin voru ansi þétt en lokadaginn, á miðvikudag, skilaði ég lokaverkefni í útsetningum og fór í 3 lokapróf. Söngprófið er eina prófið sem ég hef fengið einkunn út úr, ég fékk 82,5 sem mun vera B-. Ég var mun ánægðari með þetta próf en fyrsta prófið, fékk góðar ábendingar og svona. Prófið sem ég hræddist mest Music Acoustics (sem ég fékk C í á miðannarprófinu í, var eitthvað voðalega lost í þessu þótt ég fíli þetta í tætlur) gekk aðeins betur en ég óttaðist, svo eiginlega held ég að þetta hafi hafist bara svona yfirhöfuð ágætlega. Ég á nú ekki von á að lenda á þessum blessaða Dean's List aftur neitt, en ég allavega gerði mitt besta. Svo kem ég heim í smá frí í næstu viku, ég hlakka voðamikið til að hitta fólkið mitt, er búin að panta kjaftatarnir og kaldan bjór, gin&tonic í nýju íbúð frænku minnar, ég fer norður til ma&pa, hittingar og stefnumót, mig vantar klippingu og að hitta Þórólf minn og láta hann gramsa í mér, en aðallega ætla ég að anda. Anda því að mér að ég er búin að taka heilan meðgöngutíma í útlandinu!!! Mér finnst ég eiginlega nýbúin í auditioninni í Dublin, en svo er bara 1,5 ár síðan það var og ég orðin háð Starbucks, búin að læra á loftkælinguna og næstum búin að venjast svitabaðinu. Ég er búin að vera heillengi í dag að plana stundaskrá næstu annar og held ég sé komin með svona sæmilega mynd á hana. Ég fer í tónheyrn, hljómfræði, einkatíma áfram hjá David Scott, samspil, College Writing 2, og vocal improv hjá Bob Stoloff, svo ætla ég að taka framhald á Arranging 1, (sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt fag), sem kallast Groove Writing, það leggst voðavel í mig að læra meira um svoleiðis, svo er ég að reyna að troða mér í tíma innan Music Synthesis deildar sem fer í MIDI og sequencing og svolliss, veit ekki hvort ég næ því, eða hvort það verður gáfulegt að taka enn eitt heví fagið ofan á restina, æi veitiggi neitt í minn haus heldur. Ég þarf ekkert að ákveða þetta strax, er bara eitthvað að stressa mig til að stressa mig yfir einhverju fyrst prófin eru búin. Er með svona vöðvabólgudofa í hnakkanum og með svefninn í klessu og allt svoleiðis gaman.... Eníveis.... Ég nefninlega veit ekkert hvaða major passar mér, það kom mér svo á óvart hvað ég hef fengið jákvæð viðbrögð þegar ég hef þurft að skila frumsömdum lögum, ég vel svona þannig að fögin sem ég tek liggi milli deilda, svo ég er ekki í neinni hættu ennþá, en t.d. ef ég myndi vilja fara í performance deildina þá myndi ég taka aukalega hálftíma í einkakennslu á viku (munar nú um það!) - svo ég stressa mig eitthvað voðamikið á þessu. Ég þarf greinilega að tjúna mig niður svoldið, passar ekkert lítið vel að koma heim í frí núna. Ég er alveg nett deflated. Pant fá knús og hitting!
:: geimVEIRA:: kl. 04:45:: [+] ::
...