[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
World Jump Day - 20.júlí 2006 Ég er núna á fullu að gera heimapróf í útsetningum, en varð að minna á Hoppidaginn sem er á morgun.
600 milljón manns eiga að hoppa samtímis á morgun kl. 10:39:13 (GMT) og freista þess að breyta sporbraut jarðarinnar um sólina. Algjör steypa en mér finnst þetta svo fyndin pæling, að ég hvet alla til að taka þátt. Þetta er djók þýsks listamanns Torsten Lauschmann í hlutverki "vísindamanns" hjá "Institut für Gravitationsphysik". Hann hefur verið að safna fólki í 2-3 ár og þykist nú vera kominn upp í 599.183.230. Stór gjörningur það.