| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, júlí 21, 2006 :: Kennari minn í R&B Lab síðustu annar, hann Jeff Ramsey, kynnti tónlist vinkonu sinnar fyrir okkur í vetur. Mjög flott, kona sem heitir Ledisi. Ég fann ekkert frá henni og gleymdi þessu síðan. Þar til ég sá auglýsingu um masterclass með henni í skólanum. Ég fór í gær og var gersamlega "blown away". Ofboðslega næs stelpa, geðveik söngkona og hafði margt gáfulegt að segja. Hún tók nokkur lög fyrir okkur, var með geðveikan gítarleikara með sér og fékk Berklee söngdýrin til að radda með sér... sem endaði náttúrulega í megakúl spennum og hasar, ógeðslega töff. Svo var minnst á að hún héldi tónleika um kvöldið. Ég fór beinustu leið í tölvu og keypti miða, var svo hrædd um að yrði uppselt. Þessir tónleikar voru gersamlega magnaðir. Hún flutti frumsamið efni að mestu en svo slæddust inn jazzstandardar - hún tók flottustu útgáfu ever af Straight No Chaser og svo tók hún óskalag; Yesterday og gerði það algerlega að sínu, já og líka Chameleon! Mjög skemmtilegir tónleikar. Nú bíð ég eftir að fá næstu plötuna hennar, en hún er komin með samning við Verve og er stefnt á útgáfu nýrrar plötu í byrjun næsta árs. Tvær fyrri plötur hennar eru nú ófáanlegar, en hún gaf þær út sjálfstætt og hafði margt um þann bransa að setja einmitt á masterclassinu, hún hefur t.d. ekki efni á að koma fleiri eintökum í dreifingu, sem sökkar þegar maður vill endilega kaupa plötu á staðnum.
|
|