[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Jæja.. það eru midtermpróf að hrúgast á mann, ógeðslega er þetta stutt önn! Fer í tvö slík á morgun og eitt á föstudaginn... ég hef verið að reyna að troða eðlisfræði í litla kollinn, það hefur nú gengið upp og ofan. Svo þarf ég að skila af mér lagi fyrir hljómfræðitíma á morgun... setja upp lag í Finale fyrir útsetningatíma, syngja í popp/rock lab tíma, gera verkefni þar sem ég analýsera pródúseringar á tónlist fyrir MP&E tímann... og bara... fullt fullt....
Ég fékk steikt bréf í gær stílað á mig "og fjölskyldu" frá Berklee með hamingjuóskum og beiðni um að ég sendi fréttatilkynningu í "local newspapers" þaðan sem ég er. Þá er kvikindið semsagt á "Dean's List" fyrir að hafa verið með gpa 3,7 og það eitthvað svona voðalega merkilegt að fara yfir 3,4 að það er sett í blöðin hér í útlandinu. Gaman að þessu. Var ágætlega hvetjandi í að drullast til að læra betur fyrir acousticsprófið, en ég hef verið ansi lost þar sem ég "addaði" því fagi á 3. viku og náði ekki alveg grunnatriðunum. En nú get ég sagt ykkur að þetta er stuð, eðlisfræði. Ú jé!
Ég veit ekki hvað mér finnst hún skemmtileg eftir að fokka þessu prófi upp á morgun, en ég veit núna eitthvað um harmonics og diffraction og absorption og delay og allskonar accoustical ves.
Annars er ég mjög montin af Magna, flott hjá honum! Allir kjósa á msn.rockstar.com ú jé. Ég kaus gilljón sinnum síðast, en mér fannst hann miklu betri núna. Þetta er miklu skemmtilegra en fótbolti!
:: geimVEIRA:: kl. 01:05:: [+] ::
...