[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Það var hlustunarpróf í tónheyrn í gær, mér gekk nú alveg ágætlega held ég. Svo fór ég í próf í R&B Performance Labbinu. Það gekk með ólíkindum vel. Ég fékk þvílíka lófatakið frá samnemendum mínum, einn reis úr sæti, híhí, svo síðar um daginn kom ein úr bekknum og hrósaði mér.. aldrei fær fólk svona undirtektir þear vel gengur í stærðfræðiprófi. Svo eftir prófið fór ég á brill tónleika með frænku minni í Berklee. Þar spilaði Stevie Wonder-Chaka-Arethu samspilið,mjöööööög djúsí, svo fengum við okkur mexikanskan mat og trölluðum um Newbury Street í sólinni. Frábær dagur.
Í dag er ég búin að tölvast aðallega, bætti inn myndum og svona :)
:: geimVEIRA:: kl. 21:42:: [+] ::
...