[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Víííííí Nú er ég búin í lokaprófum annarinnar. "Aðeins" er eftir verkefni sem ég skila í fyrramálið. Það verkefni er svona: Semja lag ABAB + intro og endi, (skilyrði er að hafa tvenns konar groove, semja laglínu og bassalínu, trommugroove, gítar og hljómborð. Setja upp í sequencer, smíða mp3 og skila laginu á geisladisk
En er verkefnið þá búið? Neeeeei. Þetta er nefninlega verkefni fyrir "Writing Skills", svo ég þarf að handskrifa allar nótur fyrir hvert einasta hljóð og skila inn á huge ass folio nótnapappír og það er bannað að nota endurtekningarmerki. Ég samdi lagið fyrir tíu dögum. Það kom þar sem ég var í adrenalínsjokki eftir að horfa á 24. Lagið varð svo dramatískt eitthvað að ég nefndi það "Beware Agent Bauer". Ég var búin að vera í gilljón klukkutíma að setja upp trommurnar og bassalínu í sequencer (og læra á Garage Band)og skila inn handskrifuðu líka, en fyrri hluti verkefnisins var "midterm project", en þar sem ég þarf að breyta slatta vegna nýrra krafna þarf ég að endurrita þetta allt saman. , Ég byrjaði á þessu í gær aðeins (var í ca. 2 tíma að fiffa eitt og annað í sequencer, laga levela á hinum og þessum rásum) og byrjaði á intróinu. Í dag eftir próf dagsins, sem voru tvö og gengu ágætlega eftir atvikum, hófst ég handa við að klára verkefnið.
Það var klukkan 15 í dag. Núna er miðnætti og ég er tæplega HÁLFNUÐ. Ég hef ekki tekið langar pásur, kannski samtals klukkutíma... þetta stefnir í allnighter bara sveimérþá! Og ég gæti ælt ég er búin að hlusta svo oft á lagið.
Ég er fáránlega vandvirk náttúrulega, en það er líka algjört skilyrði. Nota reglustriku og allt verður að vera læsilegt, töktum rétt skipt (imaginary barlines ohoy), setja upp rhythm-slashes og greina fokkings hljómana sem ég spilaði inn á eyrunum einum saman og setja inn.
Já og ég fór til tannlæknis í dag. Það gekk vel.
Ég vaknaði sérlega snemma í morgun til að læra fyrir próf. Það er þokkalega farið að segja til sín. Geeisp!
(11. maí kl. 13:18 Ég endaði með að vera að til kl. 4, en þá varð ég að leggja mig, svaf í 2 tíma og hélt áfram og rétt náði að klára kl. hálftíu - set inn mynd)
:: geimVEIRA:: kl. 03:49:: [+] ::
...