:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: fimmtudagur, maí 11, 2006 ::

Jæja nú hef ég lokið heilli önn í Berklee.

Önnin endaði á enskutíma hjá frábæra kennaranum, með frábæra bekknum. Við lásum ritgerðirnar okkar sem fjölluðu um okkur og tónlistina, svo spiluðum við tónlist sem við fílum. Þetta var mjög vel heppnað og ótrúlega persónulegar ritgerðir sem upp voru lesnar, einn lýsti baráttu sinni við þunglyndi og fíkniefni - annar hvernig hann er í herþjónustu við tónlistarflutning, mjög athyglisvert. En svo endaði maður bara í sjokki. Ástæðan er ritgerð bekkjarfélaga míns, stráks sem hefur ekkert mætt rosalega vel og sem tekur ekkert mikið þátt í umræðunum vanalega, voða rólegur gaur - kannski feiminn, en hann ákvað að láta vaða og lesa upp sína ritgerð. Hann talaði lágt og stoppaði við og við, dæsti, þurfti svoldið að ræskja sig og sagðist vera með í maganum. (Ég hugsaði, æi svona illa sofinn gaur sem borðar bara pizzur og er kominn með brjóstsviða...typical unglingur eitthvað híhíh). En svo byrjaði hann lesturinn. Þessi strákur hefur gengið í gegnum þvílíkar hörmungar að hjarta manns brestur bara. Hann lýsti því hvernig hann er einn af fimm systkinum sem foreldrarnir sáu aldrei um. Krakkarnir sáu um sig sjálf og hann sagðist þekkja hungur mjög vel því stundum fengu þau ekki að borða svo vikum skipti. Samt sagði hann að foreldrar hans hefðu unnið mikið, en bara aldrei verið heima, mamma hans hefði unnið sex daga vikunnar og pabbi hans komið heim þótt ekki væri nema til að berja þau. Hann sagðist hafa ásamt bræðrum sínum þurft að stela sér til matar. Hann sagði tvo eldri bræður sína báða hafa endað í glæpum og hann hefði sjálfur verið byrjaður á þeirri leið, hann hafi hins vegar verið góður í ruðningi svo hann hafi náð að hella sér út í íþróttirnar. Mamma hans keypti flygil (!) sem enginn notaði, hún hafði sagst ætla að læra, en aldrei verið heima, svo hann hafði fiktað við það og kennt sér sjálfur. Hann spilaði á dánarbeði krabbameinssjúklings, vinar fjölskyldunnar og það umturnaði lífi hans. Hann var heilan dag hjá manninum sem ljómaði þegar hann spilaði uppáhaldslögin hans fyrir hann. Hann var á þessum tíma kominn með boð um skólastyrk út á ruðninginn í háskóla, en eftir að hafa haft djúpstæð áhrif á manninn (sem lést viku síðar) fann hann sína köllun, afþakkaði skólastyrkinn og var hálfu ári síðar kominn í Berklee. Hann var duglegur í skólanum og líkaði þetta rosalega vel, hann hafði engan stuðning frá fjölskyldunni, þau talast ekki við, en svo í miðri lokaprófavikunni var honum tilkynnt að besti vinur hans heima hefði verið myrtur, hann sagðist ekki hafa farið í jarðarförina, þar sem vinur hans hafði verið skotinn 14 skotum í andlitið og hann hafi ekki getað hugsað sér að sjá hann í kistu. Hann féll í mikið þunglyndi, mætti ekki í prófin og féll í öllu. Það var í gegnum tónlist sem hann náði sér upp og samdi hann mikið af tónlist á þessum tíma og fór að æfa bodybuilding. Svo náði hann sér á strik og ákvað að koma aftur í Berklee orðinn sterkari manneskja og meiri músíkant en nokkurn tímann. Þá greindist hann með magakrabbamein. Hann var í marga mánuði í geislameðferð með skólanum, stundum sagðist hann ekki hafa getað gengið og hann. Hann fær engan stuðning frá neinum, býr einn og sagðist hafa átt bágt með að halda áfram. Hann hefði samt barist. Núna sagði hann svo komið að hann væri mjög þreyttur, krabbameinið væri búið að dreifa sér í þarmana og hann var augljóslega kvalinn bara þarna sem hann sat. Allir bara misstu andlitið, við vorum sko mörg farin að gráta bara þarna. Hann sagðist vera að fara í aðgerð núna í byrjun júní, en hann sagði líka að hann fyndi alveg sjálfur hvernig líkaminn væri farinn að gefa sig, hann sagðist andlega vera rosalega sterkur en honum fannst hann eiga svona ár eftir.
Maður getur náttúrulega ekkert skilið hvers konar tilvera þetta er, en mann langar svo að gera eitthvað fyrir hann. Bara eitthvað! Og mér finnst svo leiðinlegt að hafa ekki fengið að kynnast honum betur, mjög vel að máli farinn og klár strákur. Prumpeinkunnin mín um daginn er líka bara það... Þetta er allt prump!
Lifa lífinu! Don't sweat the small stuff... blabla..

En án gríns.. - ÚFFFFFF! :(

:: geimVEIRA:: kl. 20:40:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?