:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: föstudagur, maí 19, 2006 ::

Health trip
Eftir að vera í 20 mín. í taxa, klukkutíma í rútu, vera á æfingu í 1,5 tíma (skil ekki enn hvernig ég gat sungið svona þreytt), fara í einkabíl í 50 mín og lest í 20 mínútur til að komast aftur til Boston var bara eitt að gera í stöðunni: Taka taxa beint á heilsugæslustöð og heimta hjálp. Ég svaf í tæpa tvo tíma í fyrrinótt og var að drepast í öxlinni og komin með dofa um alla höndina (var fyrst bara í fingrunum). Ég var mætt á heilsugæslustöðina kl. 14:20. Þá hófst ævintýrið.

Fyrst fórég á 5. hæð og beið þar í röð tilaðláta segja mér að fara á 4. hæð í "Urgent Care Unit". Þar beið ég í biðröð þar til ég talaði við mann sem sagði mér að ég þyrfti að fara og fá lista yfir heimilislækna sem gætu tekið við nýjum sjúklingum. Ég fór í aðra deild og beið í biðröð til að fá þann lista. Svo þurfti ég að fara aftur til mannsins. Þá tók við 20 mín skráning inn í kerfið. Maðurinn spurði hvort ég vissi heimilisfangið mitt. Ég sagðist nú aldeilis eiga bágt ef ég vissi það ekki. Svo eftir allt þetta varð ég að fara í hina röðina aftur, í þetta skiptið með pappír sem sannaði að ég væri með heimilislækni. Þar varð ég að bíða í 30-40 mín. því þetta var "urgent care" deild sem þýddi að þeir sem áttu bókaðan tíma og bráðatilvik gengu fyrir. Konan þar bað mig vinsamlegast að bíða meðan blæðandi gamal karl kom. Svo tók hana 10 mín að hafa upp á konu hans sem var víst stödd á öðrum stað á heilsugæslustöðinni í rannsókn. Mér fannst nokkuð hranaleg skilaboðin sem lögð voru fyrir konuna hans sem voru á þá leið að maðurinn hennar væri í bráðamóttökunni og hún ætti að koma strax... anyway ég að eigin frumkvæði fyllti út spurningalista og þegar eini starfsmaðurinn á svæðinu gat tekið við honum var mér sagt að nú yrði ég að fara upp á 6. hæð, því þar væri minn læknir, nema að ég fengi líklega ekki tíma því myndi væntanlega einhver annar tala við mig (og ekkert endilega læknir). Ég var þvílíkt búin á því í öxlinni á þessum tíma. Upp fór ég og á 6. hæð lenti ég í biðröð eftir að láta taka eyðublaðið og setja það í aðra biðröð(hjúkkur sjá um triage - svo sem ekki nema sanngjarnt). Á meðan fékk ég að bíða á biðstofunni.
Kl. 15:45 Heyrðist sungið barnalag inni. Kurteisi rólegi maðurinn í afgreiðslunni sagði yfir allan hópinn á biðstofunni að það væri nefninlega barn á bakvið (who'd have guessed!?).
Kl. 15:35 Heyrðist svona píp píp píbbb, eins og asnaleg símhringing. Eftir 1-2 mín. segir kurteisi maðurinn: "Don't panic. This is the alarm, they are looking into it" Allir á biðstofunni voru jafnáhyggjulausir og ég í framan, því þetta hljómaði EKKERT eins og viðvörun af neinu tagi. Pípið hélt áfram og enginn stressaði sig á neinu.
15:40 Var mér sagt að ég ætti tíma kl. fjögur og nú ætti ég að fara og "registera". Og ég fór í aðra röð. Registration fólst í því að tryggingaskírteinið mitt var skoðaðog hnussað yfir því og sagt að ég fengi reikning í pósti.
16:00 Sótti mig hjúkka. Hún talaði við mig, viktaði mig og tók blóðþrýsting og púls, (voðalega relevant allt saman... pfft.. heheh) það var allt í gúddí. Svo beið ég aðeins og svo kom loksins læknir. Læknirinn fór vel yfir allt, potaði hér og þar og vildi fá statusinn á skjaldkirtilskeisinu (sem ég ætlaði hvort sem er að gera) og skrifaði resept á vöðvaslakandi og sagði mér að éta Aleve eins oft og mætti. Svo fór ég í aðra biðröð á 5. hæð, en ég þurfti ekki að bíða lengi. Ég bauð fram minn frábæra vinstri handlegg sem yfirleitt alltaf er notaður í blóðtöku, nema hvað að hann var svona skrallaður að það fannst ekki æð (það hefur ALDREI gerst fyrr, alltaf með svo djúsí æðar) svo það varð að skipta og taka úr hinum.
Ég var komin heim rúmlega kl. fimm og tók Aleve og þetta vöðvaslakandi og lagðist upp í rúm og steinsofnaði um sexleytið. Ég vaknaði aftur kl. 2 um nóttina, fékk mér að drekka og meira dóp og fór að sofa aftur. Svaf til 8 rumskaði og fór aðeins fram en fór aftur að sofa og svaf til að verða kl. 12. Ég er enn alveg dofin í hendinni og með sting undir herðablaðið, mjög erfitt að lyfta með þessari hönd. Í dag fór ég svo í mat hjá svona physical therapist. Svona klemma á taug er víst frekar óvenjuleg (þ.e. að sé dofi og stingur í allri hendinni, bæði fingrum og handarbaki) en hún tók mig í viðtal og gerði allskonar trick til að greina og nuddaði svo aðeins og fann punktinn þar sem ég er í hönk, ég mun verða hjá þeim 2var í viku og fara í sjúkranudd og eitthvað svoleiðis. Ég er mun betri orðin núna, en um leið og ég geri eitthvað þá finn ég til. Þessi bloggfærsla er t.d. ekki gáfulegt activity....

Ég er voðalega ánægð með Silvíu Nótt - hún stóð sig frábærlega. Já og í kvöldmat fékk ég mér thaílensk steikt hrísgrjón með mangó, kjúkling og risarækjum. Það er svo brill veitingastaður rétt hjá mér og næs að sækja sér take-out þangað.

Ég verð að játa að ég tel niður í næsta skammt af dópi...

:: geimVEIRA:: kl. 00:43:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?