| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: sunnudagur, mars 26, 2006 :: Hr. Tyner var flottur. Hann spilaði einn á flygil, alveg eins og engill og raulaði með. Hann er orðinn gamall blessaður en spilaði eins og moðerfokker, hann var svo krúttlegur þegar var klappað fyrir honum var hann svona feiminn og stundum tuldraði hann í mækinn. Fólk reis úr sætum og klappaði hann upp, þegar karlinn kom aftur var kallað úr salnum: "Giant Steps!" karlinn maldaði smá í móinn en dúndraði svo GS með stæl. Ég er mjög ánægð að hafa náð þessum tónleikum, hann kann ALVEG á píanó þessi!
|
|