:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: þriðjudagur, janúar 10, 2006 ::

Viral Bostonian

Takk fyrir síðast þið sem kvödduð mig, mér þótti afar vænt um það!

Þá er ég mætt á svæðið! Ferðin út gekk með ólíkindum vel, það varð reyndar töf á fluginu út þar sem beðið var farþega frá Þýskalandi en það fyrirgefur maður, enda skilur maður fullkomlega hversu fegið þetta fólk hlýtur að hafa verið að beðið var eftir þeim. Þótt tekin séu fingraför og chattað við alla sem koma í gegn um vegabréfseftirlitið tók 30 mín. sléttar að fara í gegnum allt dæmið, ná í töskurnar og fara í taxa - brill skipulag hjá Kananum.

Ég vakti ótæpilega kvöldið fyrir flug og kvaddi mitt fólk með vökum à la geimVEIRA svo aldrei þessu vant gat ég sofið í fluginu - það var sérlega kærkomið. Annað sem gekk ótrúlega vel var 2ja ára wildcard sem sat fyrir framan mig. Eins og þeir sem hafa lent í grenjandi smákrökkum í flugvél vita, fer um mann þegar maður sér svona trítla í nágrenninu í flugvélum, en þessi kappi var frábær. Hann vakti mig bara einu sinni, en það var þegar hann fékk hláturskast. Ég skal alltaf þiggja að vakna við hláturskast í 2ja ára guttum! Og það var skemmtilegt krydd að heyra... "Lenda!" "Lenda!" alveg frá því við vorum komin í aðflugsstefnu þar til við vorum lent. Í flugvélinni hitti ég svo fyrrum skólabróður, Hr. Dodda trommara. Hann er við nám hér og bauðst til að aðstoða mig eftir bestu getu, nokkuð sem mér þykir ógurlega vænt um. Ógurlega gott að finna svona hlýhug.

Herbergið mitt á hótelinu var ansi kalt - en ég svaf sæmilega alveg þrátt fyrir það. Nettengingin á herberginu var hins vegar í vondum málum og eftir allskyns tilraunir, langt símtal í eitthvað helpline og eftir að gefast upp á að þurfa alltaf að fara í lobbyið til að nota netið eipaði ég kurteislega og er því loks nú komin með nýtt herbergi (sem er mun flottara tíhí) og nettengingu sem virkar. Nú getur því íbúðarleit hafist af fullum krafti, en ég var hálfvængbrotin svona netlaus eymingi. Nýja herbergið er mun flottara, með útsýni yfir höfuðstöðvar VísindakirkjuJésúfríkanna, e.k. setustofu við gluggann, svo það fari vel um mann meðan maður híar á þá, nettengingin hefur ekki klikkað enn og hér er mun hlýrra en á hinum staðnum.

Í dag fór ég í skólann með gögn sem ég átti eftir að skila, bólusetningarvottorðið eftir sprauturnar 8. Það var smá fílíngur að labba um í skólahverfinu. Hugsaði til Söndru minnar þegar ég sá strák með selló í eins tösku og hún á, nema hvítri. Þetta leggst vel í mig og ég er komin með leiðbeiningabækling vegna innritunarinnar og svona í hendurnar.

Ég sá eina mjög spennandi íbúð auglýsta í dag, en held ég hafi bara hreinlega misst af henni út af þessu nettengingarveseni, ég fór meira að segja til að athuga hvort fólkið væri heima (mín búin að labba heilmikið í dag - verrí næs). Fyrst netdæmið er loks komið í lag allt saman, hefst þetta bara á morgun (eða kannski hinn).

Ég fór í Berklee Bookstore í dag og keypti einhverja voða fína kennslubók í tónheyrn (officially veikasti hlekkurinn minn shitturinn) og tónkvísl (loksins að maður eignast svoleiðis). Meiningin að taka sig á þar... talandi um það já....

Nú ætla ég út í verslanamiðstöð og kaupa mér baðvog.

:: geimVEIRA:: kl. 00:00:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?