[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Þessir tónleikar voru meiriháttar! Ég fékk skoað heyra Spain OG La Fiesta með frábærum píanista Michel Camilo, huge ass hljómsveit (ca fimmtíu manns á sviðinu takk) tók svakalega tónlistarsyrpu sem spannaði sextíu ár - mjög töff fór úr big band dóti og endaði í Beyoncé lagi, Esperanza Spaulding var helvíti flott, söng og lék á kontrabassa, Herbie Hancock fékk multimulti stig fyrir að taka Chameleon - bara stuð! Paul Simon tók Mrs Robinson, Graceland og var annars alveg í (einum of) rólegum gír. Bill Cosby var skemmtilega steiktur.. mætti í háskólabol merktan fótboltaliði Berklee (sem ekki til) en hann var gerður að heiðursdoktor við skólann fyrir einhverjum árum og þótti honum þá svo merkilegt að Berklee væri líklegast eini fótboltaliðslausi háskólinn að hann samdi "Berklee Fight Song" fyrir skólann og lét flytja það á seremóníunni. Karlinn trommar víst og tók hann rétt aðeins lagið með Gary Burton (en það voru Gary og Michel Camilo sem tóku La Fiesta - óóó hvað ég óskaði mér þess að Herbie skellti sér fram á svið þá... það voru tveir flyglar og ALLT - en því miður)... já nú er það bara sængin ljúfa. Góða nótt!
:: geimVEIRA:: kl. 04:46:: [+] ::
...