:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: miðvikudagur, janúar 25, 2006 ::

Ekki dauð úr öllum...

Ég fór á þriðjudaginn á sal þar sem var rosafín kynning á vegum ráðgjafa á þjónustu sem í boði er í skólanum, sem er mjög víðtæk. Kynning var á komandi áheyrnar- og stöðuprófum, teknar spurningar úr sal og nemendaráð kynnti sína starfsemi. Mjög gagnlegt allt saman og skemmtilegt. Þetta var alveg þriggja tíma prógramm. Ég fór svo og álpaðist inn í búð og fann loksins borð og stóla sem ekki kostuðu alltof mikið (jibbíí.. bráðum þarf ég ekki að sitja á gólfinu lengur!). Svo fékk ég mér kaffi á Starbucks og þar spjallaði ég við voðalega næs stelpu sem gaf sig þar á tal við mig og kom í ljós að er söngkona frá Kýpur. Við vorum samferða svo á fund sem eldri nemendur héldu fyrir nýnema, þar var farið í svona daglegu hlutina, gefin góð ráð og hægt að spyrja spurninga. Ég var ekki komin heim fyrr en að verða tíu um kvöldið, þokkalega búin á því og alveg eitt fokkings kvef. Ég tók hellings kvefdóp og reyndi að sofna snemma.

Á miðvikudaginn var sko stíft prógramm. Ég labbaði í voða fallegu veðri í skólann. Kl. 9 var stöðupróf í tónheyrn (hlustun, tónbil og fl.), hljómfræði og útsetningum (sem ég er alveg saklaus af að kunna bofs í), bara tekinn púlsinn alveg á öllu sem maður gat kunnað í þessu öllu. Ég gerði mitt besta, en fann ansi mikið fyrir því að upphaflega planið að taka góða upprifjun (sem gekk ekki þar sem ég hafði ekkert af dótinu mínu) gekk ekki eftir. Ég tók nú samt bara nett kæruleysi á þetta, en mikið af þessu var ég að læra f. 3 árum en hefði getað svarað mun meiru ef ég hefði náð að rifja upp.. en æi ég tékka bara á þessu aftur, mér veitir ekkert af því að massa grunninn betur bara, ég var sátt. Svo þurfti ég að mæta með alla pappíra varðandi vegabréfsáritunina og láta skólann blessa þetta allt saman, taka afrit og fleira. Svo var myndataka og útgáfa nemendaskírteinis, en það er lykill að öllu í skólanum. Næst var mín svo epluð. Ég fékk nýja 15"Powerbook og oggolítið tveggja áttunda M-Audio hljómborð með. Síðan flýtti ég mér í matsalinn og komst að því að þar var allt frítt af tilefni dagsins. Ég hinsvegar var ekkert nógu svöng til að prófa neinar kræsingar, fékk mér salat og dreif mig síðan með bráðabirgðapassann minn í 150 Massachusetts Avenue bygginguna, og fékk mitt fyrsta æfingaherbergi: númer 21. Þar tók ég einhverja meinta upphitun - var ansi aumt sökum kvefs og almenns slens - fór yfir tónheyrnarpakkann og reyndi mitt besta að pikka erfiðasta hlutann á píanóið. Síðan flýtti ég mér þokkalega mikið yfir í 1140 Boylston, en þar átti ég að vera kl. 14 og fara í auditionið. Í millitíðinni gerði þessa svaaaaaaaaaaakalegu hellidembu, svo ég varð sko að fá ruslapoka utan um tölvudótið.
Þegar þangað kom voru hinsvegar 30-40 söngnemar að bíða áheyrnarprófs, þar fór upphitunin fyrir lítið. Þarna sem ég beið fékk ég svo upplýsingar um að dótið mitt væri komið úr tollinum, eftir nokkur símtöl fékk ég á hreint að ég myndi geta fengið það um kvöldið.

Þegar ég hafði beðið í rúman klukkutíma eftir að komast að, en ekkert virtist mjakast, kom fram kennari sem sagði að ákveðið hefði verið að fresta áheyrnarprófinu til næsta dags. Ég óskaði mér brotthvarfs pestarinnar og lofaði sjálfri mér að fara vel með mig. Svo reyndi ég eins og ég gat að fá afhendingu draslsins mjakað fram svo ég yrði ekki alveg í stofufangelsi allan daginn, en það var ekki hægt (skiljanlegt eftir hitt vesenið). Síðan druslaði ég tölvudótinu heim í mínum fjallaruslapoka í rigningunni, fór og verslaði í matinn, og tók því svo bara rólega og fagnaði draslinu innilega, var næstum búin að gleyma sumu sem ég á - mjög næs loksins að fá fleiri föt. Ég náði að taka upp úr fullt af kössum og ganga frá dóti.

Á fimmtudagsmorguninn var síðan enskupróf,það var haldið í Berklee Performance Center og var nýnemum skipt niður í þá sem hafa ensku að móðurmáli og svo hina úkklendwingana. Mín massaði það vægast sagt og svo tékkaði ég á matsalnum aftur, þar kom margt á óvart, þar er hægt að fá fyrrnefnt salat á salatbarnum, súpur, kaffi (margar tegundir), safa, kók, pepsi og systurgos, brauð, margskonar heitar máltíðir, sumt eldað fyrirfram, annað á staðnum. Þarna er deli, þar sem hægt er að láta smyrja ofan í sig samloku, eftirréttabar m.a. með ísvél. Beyglur, vöfflujárn þar sem maður getur sjálfur gert sér vöfflu, ávextir,pizzur bara.. júneimitmar.

Ég ákvað svo að skrá mig í audition, en okkur var sagt daginn áður að koma og skrá okkur í timeslot. Þegar ég kom voru hinsvegar engir nemendur að bíða svo þar sem ég var tiltölulega kveflaus m.v. fyrri daga, en sæmilega tæp þó, ákvað ég að sleppa því að mæta upphituð og drífa mig bara í prófið. Á móti mér tóku þrír kennarar, hver öðrum ljúfari, og einn undirleikari. Ég var spurð út í áhugasvið, fyrra nám og fyrirætlanir. Ég bara var ég sjálf sem og alltaf og gerði mitt besta í söngnum, ákvað að vera ekkert að minnast á kvef og vesen, enda það augljóst (eyrljóst) fyrir vana kennara. Ég var svona ágætlega sátt við mig, hafði greinilega grætt mjög mikið á frestuninni pestarlega séð. Ég fór síðan á kynningu á Makkanum og helstu atriðum í notendaumhverfinu, þrælfínt alveg, gott að fá leiðsögn frekar en þurfa að gramsa alveg allt upp á eigin spýtur, skólinn býður upp á námskeið í öllum forritunum sem við notum - allt innifalið í skólagjöldum - og aðstaðan í tölvuherbergjunum er sjúkleg. 30" Apple skjáir, stór hljómborð, dock þannig að maður getur notað lyklaborð, mús og hljómborðið og komið sínum lappa í samband við alltsaman + rafmagn, kennarinn er meira að segja með... ja hvað á maður að kallasvona... snertitöflu. Stór skjár sem hann getur fært drasl til á með höndunum þarna og skrifað á skjáinn f. framan bekkinn. Tær snilld, sérstaklega í tölvukennslu. Ég dreif mig svo bara heim og fór og verslaði í matinn og þvoði þvott og svona.

Á föstudagsmorguninn fékk ég eldhúsborðið og stólana, ég setti saman einn stól og svo fór ég á fund fyrir útlendinga þar sem farið var yfir formlegheit og skriffinsku tengda vegabréfsárituninni, það var alveg tveggja tíma fundur - ósköp leiðinlegur en nauðsynlegur líklegast, enda margt að varast þegar Uncle Sam er annars vegar. Ég spjallaði við svissneska stelpu og sænskan strák yfir kaffibolla. Svo var komið að tjúttinu mikla, en ég fór yfir í Cambridge í Applebúðina, vopnuð skólaskírteininu (10% afsláttur af Applevörum) að kaupa iPod, en minn varð eftir á Íslandi seldur í hendur nýs forsjáraðila - ég hef ekkert lítið saknað hans - þurfti svo þvílíkt á honum að halda við undirbúning auditionsins - svo það voru fagnaðarfundir að fá annan eplatrítil.

Í Apple búðinni fékk ég mér líka blátannarlyklaborð og Mighty Mouse (sem er einmitt uppáhalds teiknimyndakarakterinn minn úr sjónvarpinu þegar ég kom til Boston 1982 að heimsækja frænda minn sem var í Berklee), svo fékk ég mér skjástand og hulstur utan um iPodinn. Svo fékk ég mér baðmottu í Sears, já og nokkra boli í Old Navy, enda alveg ljóst að rakinn í Boston lætur mann spæna ansi hratt í gegnum fataskápinn - maður svitnar fáránlega mikið hérna, ekki minna en í Nice á heitasta tímanum sveimérþá! Já svo keypti ég annað módem, því ég hafði í fljótfærni keypt ADSL módem, en ekki kapalmódem eins og ég þurfti, en ég á að geta skilað hinu. Ég fór í flýti og verslaði ódýrasta sjónvarp sem ég fann til bráðabirgða, enda tækið sem ég vildi ófáanlegt og frekar löng bið eftir því (en það er skilyrði að vera með sjónvarp, tölvu og módem til staðar þegar kapalfyrirtækið mætir á staðinn -svo ég hafði stressað mig ansi mikið á þessu), ég rétt náði því fyrir lokun. Ég eldaði mér svo fyrstu máltíðina á nýju pottunum, hörpudisk í hvítlauk, sem ég borðaði við BORÐ sitjandi á STÓL, með HNÍFAPÖRUM en af pappadisk híhíh, svo gerði ég tilraun til að setja saman næsta stól en þá kom í ljós að hann var gallaður, ógeðslega pirrandi. Ég horfði svo á dvergsjónvarpið og steinsofnaði svo enda ansi margt búið að ganga á og von á hinum langþráða CABLEGUY á laugardagsmorguninn, sem og sendingu frá Crate & Barrel.

Það var brill að fá loksins netið inn, kapalboxið er ógeðslega ljótt, stórt og með alveg út í hött mörgum rásum. Ég tók ekkert fancy keibúll neitt.. samt er ég með 250-300 rásir, þetta er algjör bilun! Ég setti síðan saman skrifborðið, en lenti í einhverju brasi og eftir að fá gersamlega nóg kvöldið áður af húsgögnum sem ekki vildu saman, ákvað ég að taka mér frí. Ég fór í smáleiðangur að kaupa hárblásara, en ferðablásarinn drapst á fimmtudagsmorguninn. Ég tók upp úr fleiri kössum og gekk frá drasli, við frænka mín kíktum svo út að borða um kvöldið og var pælingin að fara í bíó en við nenntum því hvorug, enda báðar alveg búnar á því.

Um nóttina vaknaði ég ca. fjögur um nóttina og var gersamlega búin að svitna í gegnum náttfötin, varð að skipta um föt alveg. Svo vaknaði ég um ellefu, fékk mér morgunmat og náði að kúra mig niður aftur (nb eftir að skipta AFTUR um föt - ég er ekki að grínast með rakann, en þegar maður er með hita er þetta bara rugl) og svaf þá bara til næstum þrjú um daginn! Dagurinn fór allur í eitthvað svona - greinilegt að pestin var enn að ibba sig - en dásamlegt að geta sofið svona mikið.

Í gær byrjaði ég svo alveg officially endanlega námið í Berklee College of Music. Ég fór í tónheyrnartíma, námskeið í Garageband sem var mjög fróðlegt, en svo féll niður tími sem ég átti að vera í sem heitir "Rhythmsection Grooves for Voice" það var spæling, en ég komst þá fyrr heim og kláraði að setja saman skrifborðið og hillurnar- voða gaman að geta byrjað að ganga aðeins frá þessu skóla- og tölvudóti, ég kem meira að segja prentaranum í hillurnar, sem kemur sér rosavel.

Í dag voru svo tímar í nótnalestri, nótnaskrift (vá hvað mig hefur ALLTAF vantað það) og svo var mín sett í "College Writing - Structure & Style". Ég fór svo á mjög sniðugt námskeið sem var nánari kynning á makkanum, búið að sýna manni ýmislegt sniðugt núna. Í dag kláraði ég að registera þennan haug forrita sem fylgdu tölvunni, en ég er með iLifepakkann, Office, Reason (sequencer og fl.) 3.0 með shitload af sándum og sömplum, Finale nótnaskriftarforrit og Garriton Personal Orchestra, SmartMusic Studio, sem mér skilst að sé svona Band-in-a-box á sterum, NoteTaker, Logic Express 7, Drumcore og.. bara.. man ekki meir. Öll þessi forrit verða svo uppfærð í nýjustu útgáfur og með öllum uppfærslum inniföldum í skólagjöldunum - ú je! Þetta var heilmikil vinna bara að registera þennan haug, en nú get ég líka farið að byrja að fiffa eitthvað í þessum sequencerum - djöfull hvað mér líst vel á það! Þetta er allt líka notað í kennslunni, t.d. munum við gera verkefni í sequencer fyrir nótnaskrift og svona.

Kennarinn í nótnaskrift er sko McSkoskur saxófónleikari, rauðhærð dama helvíti hress :) mér líst við fyrstu kynni rosavel á alla kennarana hingað til. Á morgun fer ég í fyrsta söngtímann - ég er voðaspennt! Svo er ég í tónheyrn (er í henni 3x í viku - loksins á maður eftir að komast eitthvað áfram í henni - jibbííí), hljómfræði og fagið sem ég hlakka einna mest til sem er kallað "Introduction to music technology" en það er tími sem er sérsmíðaður til þess að gera okkur voðalega tæknifróð í tónlistartækniheimum - úúúú það líður bara yfir græjudýrið!

En nú er ég farin að hósta illilega aftur - tími kominn á meira dóp (grey nýrun mín.. shit)
- já heyrðu verð að minnast á veðrið....

Það er sko þokkalega öfgakennt hérna. Það sveiflaðist um 24°c í þrígang á þremur dögum.. úr 12°c hita niður í -12°c og svo aftur í 12°c hita. Svo lak það niður fyrir frostmark og fyrsta skóladaginn minn gekk ég snæviþaktar götur í skólann - ný mjöll/clean start and whatnot. EINS GOTT að ég var komin með fjallgönguskóna mína og svona, enda orðin svakaleg slabbsúpa seinnipartinn. Hey já og á leiðinni í skólann í morgun datt ég í fullkomlega ósýnilegri hálku - svona ekta sem hefði getað verið beinbrotsfall - en ég slapp fáránlega vel - finn bara smá til í bakinu og hnénu, ekkert alvarlega samt, meira að segja tölvan slapp!

Núna ætla ég samt að sofa - ég svaf eiginlega yfir mig í morgun - það slapp til en ég var alveg off allan daginn einhvern veginn. Það gengur ekki á morgun! Ég reyni að vera duglegri að blogga síðan - þetta er náttúrulega engin frammistaða - en þið sjáið kannski af þessari löngu skýrslu að ég hef nú haft mörgum hnöppum að hneppa :)

Æi... vakti lengur - varð að setja inn myndir... sjá albúmið.

Vona að þið hafið það gott og minni á baráttufund tónlistarnema í sal FíH á fimmtudaginn kemur kl. 17:00 - hvet alla hlutaðeigandi sem og aðra áhugamenn um fjölbreytt menntakerfi fyrir alla til að mæta!

:: geimVEIRA:: kl. 06:29:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?