:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: mánudagur, janúar 16, 2006 ::

Alive and kickin'
Ég er ennþá lifandi - bara hef verið rosalega upptekin og ekki hefur netleysið hjálpað. Takk allir fyrir góðar kveðjur í kommentakerfinu.

Á þriðjudaginn fékk ég mér bláberjapönnukökur og amerískt gemsanúmer: (+1) 857 204 6313 og fékk síma með sem er þvílíkt ghettofabulous með blikkljósum - alveg fyndinn. Svo fór ég að hitta fröken Avery á leigumiðluninni. Hún reyndist frábærlega, var tilbúin með haug af íbúðum á lista, bíl og svo var bara farið í leiðangur í algjöru vorveðri, 12°c hita og sól, ekki átti ég von á að ég yrði með sólgleraugun í Boston í janúar. Fyrsta íbúðin sem ég skoðaði var uppi á 5. hæð í mjög gömlu húsi í Back Bay, það var lyfta, en hún var bara skápur, hefði ekki borið mann með ferðatöskur einu sinni. En svo kom bara stelpa til dyra sem sagðist hafa tilkynnt að hún yrði áfram í íbúðinni. Avery heimtaði að fá að sýna mér íbúðina samt, en hún var lítil og ljótt (samt frekar dýr) svo enginn missir var að henni. Svo sá ég aðra í sama hverfi og á fínum stað en hún var með stóru gluggalausu herbergi sem átti að vera svefnherbergið þá, og svo einhvers konar furðukompu sem var teppalögð með ógeðisteppi, með svakasúlum á miðju gólfi og gólfi á 3 levelum og þar voru einu gluggarnir, alveg alveg glatað. Svo fórum við handan við fenin og þar sýndi hún mér þessa líka æðislegu íbúð í Fenway, bjarta og fallega með nýjum tækjum, eldavél, ísskáp og uppþvottavél meira að segja, nýjum gólfefnum og bara öllu nýju, geðveik alveg. Á rúmum klukkutíma var ég því bara komin með íbúð. Snilld í ljósi allra ótal stundanna sem ég hef legið í auglýsingum og skoðað íbúðir. Við tékkuðum á einni annarri en ég var þegar alveg fallin fyrir hinni. Upp hófust mikil læti að drífa sig í að sækja peninga til að tryggja mér íbúðina, en þessi var það flott að við vorum hræddar um að hún færi bara pronto ef einhver annar sæi hana. Það tókst allt saman og eftir nokkra tíma var búið að ganga frá öllum formsatriðum, skrifa undir samninga og allskonar peipervörk. Svo náði ég að stofna bankareikning hjá Bank of America og klára það dæmi allt, voða mikið sem gerðist þennan dag alveg. Ég fór svo út að borða með frænku minni sem er nemi í Brandeis og var nýkomin til Boston. Fórum á voða huggulegt bókakaffihús í nágrenni við Berklee, mjög næs bara.

Daginn eftir fékk ég lykla að íbúðinni og komst að því að það er oggolítil klakavél í frystihólfinu á ísskápnum (æði fyrir smoothiekonuna). Ég fór síðan í labbitúr um hverfið í góða veðrinu, hér rétt hjá er risastór súpermarkaður sem er opinn allan sólarhringinn, vínbúð, bíó, Best Buy, Bed Bath & Beyond, Staples, steikhús, apótek, skyndibitastaðir (Burger King, McDOnalds, Quizno's, SUbway), mexíkanskur, japanskur, 2 thailenskir, 2 ítalskir og take-out pizzastaður og íþróttabar. Ég er ekki alveg nógu nálægt lestakerfinu, en ég held að ég eigi að ná einhverjum strætó hérna. Svo er heimavöllur hafnaboltaliðs Boston, Rex Sox, alveg rétt hjá líka. Ég fór svo heim og skoðaði gulu síðurnar á skrifstofunni minni (sat á eina sætinu í húsinu, klósettinu, með símann og skriffæri) og fann mér afsláttarrúmabúð, fékk akkúrat rúm eins og mig langaði í og á góðum díl líka, fékk gefins með 4 kodda, svo ég átti stefnumót við heimsendingarþjónustuna á föstudeginum. Þetta rekur maður sig á hérna, það eru svoddan vegalengdir að það er vonlaust að gera sér vonir um að fá hluti strax. Ég pantaði mér sjónvarps- og netþjónustu, en þar sem ég veit ekkert hvernig fyrstu dagarnir í skólanum verða, fæ ég ekki keibúlgæann fyrr en á laugardaginn 21. jan. Hey já, verð að segja frá... dyrabjallan að íbúðinni minni er fokking snilld. Þegar hringt er dyrabjöllunni fæ ég bara símtal í gemsann minn og get talað við fólk og hleypt inn. Ekta ekta skemmtilegt fyrir græjudýrið. :)

Ég fór á fimmtudaginn og gerði heiðarlega tilraun til að kaupa mér sjónvarp, en eftir að eyða heillöngum tíma og loksins finna það tæki sem ég vildi, kom í ljós þar sem ég ætlaði að ganga frá kaupunum að tækið var ekki til á lager. Algjör spæling, enda var þetta það eina sem mér leist vel á þarna, ég hefði getað fengið það heimsent 5. febrúar, en það dugir mér víst ekki. Það er víst algjört skilyrði að vera með tölvu, módemið og sjónvarpið til staðar þegar uppsetningarliðið mætir á staðinn. Ég gekk þó út með þráðlausan router og prentara/skanna græju og var algjört bíó að sjá mig rogast með þetta, þokkalega þungt og seig vel í, ég var komin á bolinn í hitanum, sem betur fer fann ég leigubíl og komst því heim innan sólarhringsins. Ég hef labbað ótæpilega þessa daga, hef ekki sett mig inn í almenningssamgöngur enda viljað sjá göturnar og hverfin, ég er farin að rata sæmilega. Seinna um daginn hittumst við frænka mín og fórum saman í Bed Bath & Beyond. Þar fann ég mér voðafína sæng og rúmföt, blandara, sturtuhengi og hreinsiefni. Við fórum og fengum okkur ægilega góðan hamborgara og bjór á steikhúsi sem er í sama húsi enda orðnar vel búnar á því og frænka mín lasin í þokkabót. Ég fór snemma heim því mér var sagt að vera til staðar milli 7 og 11 til að taka á móti rúminu (ouch).

Föstudagurinn 13.
Það var ekki stuð að vakna kl. sex. Ég tók með mér tölvuna og kom við á Seven Eleven og keypti morgunmat, svo beið ég í góðum fílíng horfandi á Arrested Development bíðandi eftir rúminu mínu, komst að því að ég get stolist inn á nettengingu hjá einhverjum nágranna, það reddaði miklu því ég gat því sinnt ýmsum útréttingum á meðan ég beið. Mjög flott að þetta var sett upp og svo tóku gaurarnir allt draslið eftir sig, ég man nefninlega hvað var mikið drasl sem þurfti að henda þegar ég fékk rúmið mitt heima heimsent. Ég gat fengið að tékka mig út af hótelinu svo ég flutti formlega inn, fór og fékk quarters til að geta þvegið þvott og svo þvoði ég rúmfötin. Ég fór svo í súpermarkaðinn og keypti inn. Það var ansi svakalegur burður heim og fannst mér búðin ekkert svo nærri heimili mínu þá stundina. Ég fékk plástur á þrusublöðruna á fætinum mínum, var orðin hölt alveg. Burðurinn hafðist og ég bjó mér til fyrstu máltíðina á Peterborough Street númer 29: massífa samloku með kalkúnaskinku, káli, uppáhalds ameríska gúmmíostinum mínum og sinnepi. Svo var farið í Sears í Cambridge. Þar var nú svo slöpp þjónusta í sjónvarpsdeildinni að ég vildi ekkert versla við þau (voru að reyna að selja manni sjónvarp en voru með sýningartækið ótengt), en ég fann mér handklæði og lak (gleymdi að kaupa svoleiðis daginn áður), örbylgjuofn og draumatæki ungfrúr þrifaheftrar: ryksuguvélmenni! Ég fór svo heim og horfði á tækið ryksuga, þetta er mjög fríkað, ég stóð mig að því að tala við það meira að segja - mjög asnalegt moment - tók til meðan græjan ryksugaði og svo fór ég snemma í háttinn.

Í gær var sérlega ljúft að vakna upp á nýja heimilinu, ég fann að ég var í algjöru spennufalli líka, var eins og slytti, enda greinilega að fá sömu pest og frænka. Ég skúraði og þvoði þvott aftur og fékk loksins hrein handklæði og komst í sturtu, mjög góð sturtan hér. Seinni partinn fór ég svo í Crate & Barrel og keypti skrifborð og hillur, glös og viskustykki, er líka komin með dósaupptakara og tappatogara, húsgögnin fæ ég svo á föstudaginn. Ég Við frænka mín skáluðum í kampavíni fyrir lukku okkar beggja að hafa fundið okkur íbúðir svona fljótt og fórum út að borða á einum af stöðunum í nágrenninu, síðan var tekin allsvakaleg kjaftatörn þar sem við drukkum bjór og sátum á koddunum með peysur yfir okkur og borðuðum cheddarostakex með hnetusmjöri og skemmtum okkur konunglega milli hnerranna fram undir morgun.

Flensan var mætt í mig þegar ég vaknaði í morgun. Ég náði að fá mér Alkaseltzer kvefmeðal og sofna aftur, og svaf bara til rúmlega sex. Nú er vorveðrið farið og komið 10°c frost svo það þýddi ekkert annað en klæða sig rosavel, en mig vantaði meira kvefmeðal og hóstasaft og eitthvað í kvöldmatinn svo ég arkaði út í búð. Ég dúkaði upp prentarakassa með viskustykkinu fína og fékk mér dýrindis örbylgjulasagne. Tómur glamúr á mér, ó já!

Á morgun er Martin Luther King dagurinn í USA svo ég er ekki viss hvað maður nær að útrétta, mig vantar enn borð og stóla, hnífapör, potta og diska (borða af einnota drasli núna) og ég fer að verða stressuð að finna ekkert sjónvarp af viti - því það tekur alltaf svo langan tíma að fá draslið heim. Ég gekk frá kaupum á Lovesac í dag, en hann skilar sér víst ekki fyrr en eftir 7-10 daga, svo ég sit hér á koddunum góðu eitthvað áfram. Nú svo fer að styttast í skólann! Ég á að mæta ekki á morgun heldur hinn og tekur þá við heilmikil dagskrá og auditions og dæmi. Þá byrjar fjörið nú aldeilis börnin góð!

Þar sem ég er bara á stopulli illa fenginni nettengingu næ ég ekki að koma frá mér myndunum sem ég hef tekið, en ég lofa að þær skila sér á endanum.

Ég hef ennþá ekki fengið dótið sem ég setti í fraktina, en Icelandair týndi farmbréfinu :( og það er ekki vinsælt hjá tollinum í USA, ég hef lent í tómu böggi, þurft að faxa drasl og fylla út form og allskonar, en ég er komin með þrælgott fyrirtæki í málið (konan hjá því veit hver Möddi er - gaman að því) svo ég vona að þetta fari að skila sér, enda líst mér ekki á það ef ég fer ekki að fá fleiri vetarföt, hitinn stendur í -11°c núna brrr. Íbúðin er mjög hlý og notaleg svo pestargemlingurinn er í góðum málum hér - ég ætla að drífa mig í bælið, enda ekki alveg nógu gott að vera lasinn 2 daga fyrir audition í Berklastofnuninni. Away bleedin' bugs! Be gone freaggin' viruses! I gotsta sing!

[P.S. Setti inn myndir sem áttu við 25.01.2006]

:: geimVEIRA:: kl. 05:44:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?