[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
gjafaVEIRA Í dag fékk ég e-mail í vinnunni þar sem hvatt var til þátttöku í jólagjafasendingu til bágstaddra barna í Úkraínu, þetta mun vera eitthvað verkefni SOS-barnaþorpa.
Nú er ég ósköp mótfallin ölmusu sem rekin er með Biblíunni ofan í fólk, en æi þetta er bara glaðningur til trítla sem annars fengju kannski engan glaðning, svo ég verslaði skóladót, vatnsliti, þvottapoka, tannbursta og tannkrem og sælgæti og skellti í skókassa, svo það ættu ein stelpa og einn strákur að fá pakka frá mér.
Langi einhvern að taka þátt má finna upplýsingar hér. Ég er farin að pakka inn jólagjöfunum - jibbí!
:: geimVEIRA:: kl. 01:06:: [+] ::
...