[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Strokur Röddin mín strauk frá mér um helgina. Er búin að vera lasin og er enn. Helginni varði ég því undir teppi gróin föst við sófann. Var AWOL frá MSN, tjútti og tónlist. Eða kannski ekki alveg tónlist, ég sá seinni hluta No Direction Home með vini mínum. Dylan karlinn flottur á því. Markmið dagsins er að halda út vinnudag - ég sakna sængurinnar ógurlega, enda var hún svoooo heit og mjúk þegar ég yfirgaf hana í morgun. Ohh og svo gleymdi ég Strepsilinu heima.
Sæng, ó sæng!
:: geimVEIRA:: kl. 08:42:: [+] ::
...