| |
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina | | |
:: föstudagur, október 28, 2005 :: Ég fæ alltaf tár í hjartað í svona veðri. Vetur eiga bara ekki við mig. Eina sem virkilega virkilega er gott að vetri til er að geta kúrað með karlfygli. En ég sef bara alein með tvær sængur og trefil og er hálftíma að sannfæra sjálfa mig um að koma mér framúr á morgnana því allt lífið bíði utan veggja svefnherbergisins. Þegar ég svo er komin út í rokið og kuldann man ég að það er þó föstudagur. Jafneinmanalegt fyrir það svosem og aðra daga, en í fyrramálið má ég þó sofa út. Það er alltaf gott. Svo í kvöld ætla ég að gera mitt besta að nota eitthvað af þessum gilljón kertum sem ég hef sankað að mér - enda styttist óðum í að ég flýi land. (Í enn meiri kulda hahahah) hvað er með að hafa þennan skóla ekki á hlýrri stað!?
|
|