[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Ég er kvefstrumpur. Röddin mín er að koma en ég hósta svoleiðis upp viðbjóðnum að ég ákvað að vera heima í dag líka. Það er svo leiðinlegt að vera lasinn ojj... en maður verður víst að hlusta á kroppinn.
Mig dreymdi voðalega steypu. Ég var í einhverjum bláum bol og gallabuxum og var í einhvers konar Top Model challenge þar sem maður fékk bara einn hlut til að fiffa outfitið. Ég valdi eitthvað röndótt skjal og hafði vit á því að láta rauða rönd vera meira áberandi en bláa, svona til að fá contrast, sveipaði þessu utanum mig og lét eins og ég væri flottust. Mér fannst ég ógeðslega asnaleg, en svo vann ég bara og ein önnur stelpa. Man ekkert hvað ég vann.
:: geimVEIRA:: kl. 09:24:: [+] ::
...