:: Þvaðurveita geimVEIRU ::

Fyrsta tölva geimVEIRU - Sinclair ZX Spectrum 48K
Þvaðurveita Reykjavíkur og nágrennis
- Þ R O N -
:: Þvaðurveita geimVEIRU :: Forsíða | e-mail | Skoða gestabókina | Skrifa í gestabókina |
[::..Andlega óvanheila veðrabeibið..::]
Hin stelpan varð úti - enda allt of heimsk til að mega vera hérna, þessi er með viti.
[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs samþykkis höfundar...::]
[::..Gamalt þvaður..::]
október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 desember 2006 janúar 2007 febrúar 2007 mars 2007 júlí 2007 ágúst 2007 október 2007 nóvember 2007 janúar 2008 febrúar 2008 mars 2008 apríl 2008 maí 2008 júní 2008 júlí 2008 október 2008 desember 2008 nóvember 2010
[::..Tempus fugit..::]
[::..Blogg gæðafólks sem ég hef hitt..::]
:: Bulld0zer::
:: ErlaROKK::
:: Sandkastalinn::
:: Skonrokk::
:: Hafdís::
:: Kjartan::
:: Señor Diaz::
:: Stína::
:: María::
:: Sigginn::
:: Erna og Murder the Exterminator::
:: Atli::
:: Steini::
:: Snerillinn::
[:: geimVEIRA í Southpark ::]
[::..Þétt tónlistardýr..::]
:: Jóel Pálsson::
:: Tómas R. Einarsson::
[::..Frábær lög vina og kunningja..::]
:: You Turn
:: Gengið á gufununum
[::..Annað tengt tónlist..::]
:: Berklastofnunin::
:: DiSK hjá Digidesign::
:: Múlinn::
:: Taktmælir::
:: Netverslun audioMIDI.com::
:: Pandora::
:: Nokkur lög með hljómum::
:: Slatti af lögum á midi::
:: Samplsaga::
:: Trompetsólóasíða::
:: Sheetmusic Direct::
:: Netverslun Music123.com::
:: Nótnapapprsblöð::
:: Real bækur::
[::..Skemmtileg blogg fólks sem ég þekki ekki..::]
:: Richard Melville Hall::
:: Katrin.is M.Sc.::
:: D.Þ.J.::
:: Þórdís Nadia::
:: Dr. Gunni::
:: Trigger XLII::
:: Hvað hugsar Albert?::
:: Bedda::
:: Frábæri ljósmyndarinn::
:: Unnur::
:: Sverrir::
:: Elsa::
:: tóta með litlum staf::
[::..Ýmsar ágætar síður..::]
:: Mogginn á netinu::
:: VCD leiðbeiningar::
:: Afbollunarvefur::
:: Íslensk orðabók::
:: Gargandi snilld::
:: Vírusalistar::
:: NASA::
:: Π::
:: Vírusa- og glufuleit::
:: geimSKONSUR::
:: Persónuleikapróf::
:: RSS fréttaþjónusta mola.is::
:: Nafnlausar játningar::
[::..Hringavitleysa..::]
Vefhringur
< ? iCeBloG # >

:: föstudagur, október 21, 2005 ::

14:08
Þar sem ég hef aldrei fallið auðveldlega fyrir hópþrýstingi eða verið tilbúin að sverja stuðning við málefni sem eru meira í tísku heldur en að vera byggð á raunverulegum rökum, ganga í stjórnmálaflokk, samtök og hreyfingar og skipa sjálfri mér í bás undir utanaðkomandi þrýstingi, hefur komandi kvennafrídagur verið eitthvað sem ég hef verið að melta undanfarið.

Á mínum vinnustað er vægast sagt lítil stemming fyrir þessu, sem ég veit ekki hvernig stendur á þegar maður sér stórfyrirtæki auglýsa sig upp með því að þeirra konur fái "frítt frí" á mánudaginn og fjölmiðlar eru undirlagðir af umræðu um málefni kvenna, svona yfirdrifið hype virkar reyndar oftast óttalega fráhrindandi á mig.

Þar sem mér þykir skipta máli með hverjum ég skipa mér og ég er engan veginn tilbúin að skrifa undir hvað sem hver sjálfskipaður baráttumaður kýs að láta frá sér fara, hvort sem um er að ræða ofsögur eða flokkspólitísk sannfæringu(enda virðist flokkspólitík skjóta sér inn á skammarlega mörg svið í umræðunni), hefur mig ekki lyst að berjast á opinberum vettvangi fyrir mörgum málefnum, hef ég þó rifið kjaft í Mogganum og mætt í mótmæli við Alþingi.

Um leið og ég segi þetta er ég engan veginn og alls ekki að segja mig skoðanalausa. Ég er óflokksbundin og ekki skráð í nokkurt félag, en gæti alveg hugsað mér það. Þegar stórt átak eins og stendur til á mánudaginn fer í gang hefur fókusinn beinst að manni vegna kynferðisins.
Svoleiðis generaliseríng fer öllu jöfnu í taugarnar á mér og verandi manneskjan sem fellur ekki fyrir einhverju svona hópþrýsingsdæmi myndi fyrsta viðbragð mitt vera að mæta ekki - einmitt af því að ég vildi vera 100% viss um til hvers væri haldið af stað.

Eftir að hugleiða þetta vandlega hef ég týnt til atvik sem tekið hafa af allan vafa í mínum huga.

Ég er orðin þrítug og ári betur og hef verið á vinnumarkaði í rúm 10 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað að yfirmaður tjáir mér að yrði ég einhvern tímann ófrísk myndi ég setja fyrirtækið á hausinn (ég var þá í sambúð en þetta kom engu að síður flatt upp á mig). Áður í sumarstarfi var einnig karlkyns sumarstarfsmaður sem fyrir einhverja galdra fékk mun betur launað starf án þess nokkurn tímann að sæist að hann hefði nokkuð til að bera fram yfir aðra kvenkyns sumarstarfsmenn. Á þeim tíma hef ég upplifað að starfsmaður á ráðningarstofu (kvenkyns) fékk næstum heilablóðfall þegar ég lagði kalt mat á mína hæfileika og reynslu rétt eins og karlmenn gera og nefndi mínar launahugmyndir. Á þeim tíma hefur mér verið sagt í starfsviðtali að launakönnun VR skipti engu máli - þegar viðkomandi varð ljóst að ég miðaði mig við meðaltal karla (VR gafst síðar upp á að kynjagreina niðurstöðurnar). Á þeim tíma hefur mér verið misboðið þar sem ætlast hefur verið til þess að ég tæki að mér störf sem kröfðust mikillar og sérhæfðrar þekkingar, sem ég hafði fjölda ára reynslu til að sinna, fyrir laun sem aldrei nokkurn tímann í helvíti hefðu verið boðin karlmanni.

Á þeim tíma hef ég horft upp á góðar konur afsala sér ábyrgð og launum þar sem þær skorti sjálfstraust, en einnig konur reka heilu fyrirtækin án þess að því fylgdi eðlilegur fjárhagslegur ávinningur þar sem þær "bara kunnu þetta allt best" og þær sinntu því sem sinna þurfti án titils - án þess að gera sér grein fyrir, að nákvæmlega þetta er það sem millistjórnendur með typpi fá fyrirtækjabíl, kostnaðarreikninga OG hærri laun fyrir að gera - en komast samt í laxveiði, fara í utanlandsferðir og fara út að borða mörgum sinnum í mánuði.

Á þeim tíma hef ég fyrst og síðast orðið kona - og þess vegna ætla ég að mæta stolt niðrí bæ á kvennafrídaginn hinn síðari næsta mánudag. Ég vissi nú ekki alveg hvað var á seyði þegar ég mætti síðast, enda bara oggolítil skvísa í vagni þá með mömmu minni, ég hef sannfærst um að þessi aðgerð á fyllilega rétt á sér og ekki bara það, heldur sé hún nauðsynleg!

Áfram stelpur!


:: geimVEIRA:: kl. 19:24:: [+] ::
...

This 

page is powered by Blogger. Isn't yours?