[::..Allur réttur áskilinn, öll opinber birting og/eða eftirritun í opinberum
fréttamiðlum, þ.m.t. prent-, vef-, sjónvarps- og útvarpsmiðlum, er óheimil án skriflegs
samþykkis höfundar...::]
Sweet Ég fékk einkatónleika og rauðvínstár á fimmtudagskvöldið í sérlega ljúfri stemmingu, kjaftatörn og chill sem fleytti mér í gegnum föstudaginn sem var að venju nokkuð strembinn. Ég steinsofnaði eftir kvöldmat og svaf heilmikið í gær líka. Ég var nú barasta í mestu rólegheitumí gærdag, en fékk boð í innflutningspartý til Stínu sem kennd er við fiðluna sína. Við Sandra skelltum okkur nú bara á Ban-Thai að borða, ég fékk Massaman kjúkling, rosagóðan. Hún smakkaði Panang í fyrsta skipti, mjög góður matur en heldur slappari þjónusta en síðast þegar ég kom þangað. Það var mjög ljúft í partýinu. Mjög gaman líka að mæta með svona leynigest, en nær enginn vissi af Söndru á landinu. Við trítluðum niður í bæ, nenntum ekki að bíða í röðum sem voru margar orðnar langar og enduðum því á 22 þar sem við fengum borð og vorum í góðu yfirlæti. Ég svona líka voðalega hress labbaði svo bara heim. Voða glöð að spara mér þann pjééníng.
:: geimVEIRA:: kl. 14:07:: [+] ::
...